Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þarf að mæta manninum sem braut á henni aftur fyrir dómi

Dóm­ur yf­ir manni sem bauð konu skjól og braut síð­an á henni er ónýt­ur, vegna þess að ís­lenska rík­ið braut mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu við skip­an dóm­ara við Lands­rétt. Þessi kona og fleiri í sömu stöðu þurfa því að mæta ger­anda sín­um aft­ur fyr­ir dómi eft­ir úr­skurð end­urupp­töku­nefnd­ar. Dós­ent í lög­um hvet­ur brota­þola til að sækja skaða­bæt­ur til rík­is­ins en fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra vís­ar allri ábyrgð til Al­þing­is.

Þarf að mæta manninum sem braut á henni aftur fyrir dómi
Fjórir af fimmtán Ákvörðun Sigríðar Á. Andersen um að breyta röðun á lista yfir dómaraefni Landsréttar og skipa fjóra dómara sem ekki voru á lista matsnefndar hefur haft miklar afleiðingar fram á þennan dag. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Kona sem fann fyrir ógleðitilfinningu á skemmtistað, gekk út og kastaði upp, ráfaði þaðan og endaði í innkeyrslu við hús, þar sem hún fann fyrir miklum dofa í líkamanum, svo miklum að hún gat ekki staðið í fæturna. Maður sem var búsettur í húsi við innkeyrsluna varð konunnar var, færði henni pappír til að þurrka sér og átti við hana einhver samskipti. Hann reisti konuna við, gekk undir henni inn í hús og inn í íbúð sína, þar sem hann lagði hana í rúm. Síðar lýsti konan því fyrir dómi að hana hefði alls ekki grunað að maðurinn hefði eitthvað illt í huga, en hann var dæmdur fyrir að brjóta á henni kynferðislega þetta kvöld. 

Fyrir dómi lýsti konan því hvernig Eldin hafi allt í einu verið kominn upp í rúm með henni, nakinn, og byrjað að káfa á líkama hennar. Hún hefði ekki getað hreyft sig vegna doðatilfinningar, orðið …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár