Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins

Doktor í fjár­mál­um, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri eru á með­al um­sækj­enda um ráðu­neyt­is­stjóra menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins.

Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins
Ráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, mun skipa nýjan ráðuneytisstjóra til fimm ára frá og með 1. mars 2023. Mynd: Davíð Þór

Sjö umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Staðan var auglýst 27. desember 2022 og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar 2023.

Umsækjendurnir eru: 

  • Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
  • Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri
  • Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, fv. sparisjóðsstjóri
  • Gísli Halldór Halldórsson, fv. bæjarstjóri
  • Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri
  • Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
  • Þröstur Óskarsson, sérfræðingur

Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis í janúar í fyrra. Skúli var fluttur úr embætti ríkisendurskoðanda í starf ráðuneytisstjóra  á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins þar sem kveðið er á um heim­ild til flutn­ings emb­ætt­is­manna rík­is­ins milli starfa. Lagagreinin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri í kjölfar ráðninga í störf embættismanna án auglýsingar. 

Þriggja manna hæfnisnefnd hefur verið skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra til að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Formaður hæfnisnefndarinnar er Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar og ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, og aðrir nefndarmenn eru Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. mars 2023.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Miðað við söguna þá gæti þessi ráðning farið í hundana og jafnvel kostað ríkissjóð mörg hundruð milljónirl
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ekkert vit annað enn að ráða Framsóknarmann í jobbið !! :-) :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár