Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Aldrei meira um kynbundið ofbeldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.

Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fjölgun í alvarlegustu málunum Bæði tilkynntum heimilisofbeldismálum og nauðgunum fjölgaði á síðasta ári frá fyrri árum. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglu hafa aldrei borist fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en á síðasta ári, 2022. Alls bárust 1.086 tilkynningar þar um á árinu og þá var tilkynnt um 1.288 tilvik þar sem uppi var ágreiningur milli skyldra eða tengdra aðila. Það er sömuleiðis metfjöldi slíkra tilkynninga. Að meðaltali bárust því um sjö tilkynningar hvern einasta dag síðasta árs um annaðhvort heimilisofbeldi eða ágreining tengdra aðila.

Í um 70 prósentum tilvika beitti maki eða fyrrverandi maki ofbeldinu og hlutfallið er svipað þegar horft er til ágreinings tengdra aðila. Alls urðu 737 manns fyrir ofbeldi af hálfu 674 árásaraðila. Í langflestum tilvikum eru það karlmenn sem beita ofbeldinu, í 78 prósent tilvika. Að sama skapi eru það í langflestum tilvikum konur sem verða fyrir ofbeldinu, í 67 prósent tilvika.

Því sem næst eingöngu karlar grunaðir um kynferðisbrot

Á síðasta ári bárust lögreglu 262 tilkynningar um nauðganir, að jafnaði um 22 á mánuði. Eru það fleiri tilkynningar en síðustu þrjú ár á undan og næstmestur fjöldi tilkynntra nauðgana síðasta áratuginn. Aðeins árið 2018 var tilkynnt um fleiri nauðganir, 270 talsins. Af þeim tilkynningum sem lögreglu bárust áttu 184 nauðganir sér stað á síðasta ári, en 78 nauðganir höfðu átt sér stað fyrr.

262
tilkynningar um nauðganir árið 2022

Alls var tilkynnt um 634 kynferðisbrot árið 2022, sem eru ögn færri tilkynningar en á síðasta ári en eilítið fleiri tilkynningar en meðaltal síðustu þriggja ára á undan. Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði lítið eitt en 114 slík brot voru tilkynnt til lögreglu á árinu. Sé hins vegar horft til kynferðisbrota gegn börnum sem áttu sér stað á síðasta ári voru þau 52 talsins, helmingi færri en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan.

Tilkynningar um blygðunarsemisbrot fast að því helminguðust á síðasta ári, voru 58 tilvik, og vændismálum fækkaði einnig verulega, úr 44 árið 2021 í 11 árið 2022.

Brotum á kynferðislegri friðhelgi fjölgaði hins vegar um helming frá árinu 2021. Alls voru 79 slík brot tilkynnt, þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Þess ber þó að geta að brot gegn kynferðislegri friðhelgi urðu aðeins refsiverð í febrúar 2021.

Sem fyrr eru það því sem næst eingöngu karlar sem eru grunaðir um að hafa framið kynferðisbrot, alls 95 prósent.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár