Aldrei meira um kynbundið ofbeldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.

Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fjölgun í alvarlegustu málunum Bæði tilkynntum heimilisofbeldismálum og nauðgunum fjölgaði á síðasta ári frá fyrri árum. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglu hafa aldrei borist fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en á síðasta ári, 2022. Alls bárust 1.086 tilkynningar þar um á árinu og þá var tilkynnt um 1.288 tilvik þar sem uppi var ágreiningur milli skyldra eða tengdra aðila. Það er sömuleiðis metfjöldi slíkra tilkynninga. Að meðaltali bárust því um sjö tilkynningar hvern einasta dag síðasta árs um annaðhvort heimilisofbeldi eða ágreining tengdra aðila.

Í um 70 prósentum tilvika beitti maki eða fyrrverandi maki ofbeldinu og hlutfallið er svipað þegar horft er til ágreinings tengdra aðila. Alls urðu 737 manns fyrir ofbeldi af hálfu 674 árásaraðila. Í langflestum tilvikum eru það karlmenn sem beita ofbeldinu, í 78 prósent tilvika. Að sama skapi eru það í langflestum tilvikum konur sem verða fyrir ofbeldinu, í 67 prósent tilvika.

Því sem næst eingöngu karlar grunaðir um kynferðisbrot

Á síðasta ári bárust lögreglu 262 tilkynningar um nauðganir, að jafnaði um 22 á mánuði. Eru það fleiri tilkynningar en síðustu þrjú ár á undan og næstmestur fjöldi tilkynntra nauðgana síðasta áratuginn. Aðeins árið 2018 var tilkynnt um fleiri nauðganir, 270 talsins. Af þeim tilkynningum sem lögreglu bárust áttu 184 nauðganir sér stað á síðasta ári, en 78 nauðganir höfðu átt sér stað fyrr.

262
tilkynningar um nauðganir árið 2022

Alls var tilkynnt um 634 kynferðisbrot árið 2022, sem eru ögn færri tilkynningar en á síðasta ári en eilítið fleiri tilkynningar en meðaltal síðustu þriggja ára á undan. Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði lítið eitt en 114 slík brot voru tilkynnt til lögreglu á árinu. Sé hins vegar horft til kynferðisbrota gegn börnum sem áttu sér stað á síðasta ári voru þau 52 talsins, helmingi færri en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan.

Tilkynningar um blygðunarsemisbrot fast að því helminguðust á síðasta ári, voru 58 tilvik, og vændismálum fækkaði einnig verulega, úr 44 árið 2021 í 11 árið 2022.

Brotum á kynferðislegri friðhelgi fjölgaði hins vegar um helming frá árinu 2021. Alls voru 79 slík brot tilkynnt, þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Þess ber þó að geta að brot gegn kynferðislegri friðhelgi urðu aðeins refsiverð í febrúar 2021.

Sem fyrr eru það því sem næst eingöngu karlar sem eru grunaðir um að hafa framið kynferðisbrot, alls 95 prósent.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár