Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Aldrei meira um kynbundið ofbeldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.

Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fjölgun í alvarlegustu málunum Bæði tilkynntum heimilisofbeldismálum og nauðgunum fjölgaði á síðasta ári frá fyrri árum. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglu hafa aldrei borist fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en á síðasta ári, 2022. Alls bárust 1.086 tilkynningar þar um á árinu og þá var tilkynnt um 1.288 tilvik þar sem uppi var ágreiningur milli skyldra eða tengdra aðila. Það er sömuleiðis metfjöldi slíkra tilkynninga. Að meðaltali bárust því um sjö tilkynningar hvern einasta dag síðasta árs um annaðhvort heimilisofbeldi eða ágreining tengdra aðila.

Í um 70 prósentum tilvika beitti maki eða fyrrverandi maki ofbeldinu og hlutfallið er svipað þegar horft er til ágreinings tengdra aðila. Alls urðu 737 manns fyrir ofbeldi af hálfu 674 árásaraðila. Í langflestum tilvikum eru það karlmenn sem beita ofbeldinu, í 78 prósent tilvika. Að sama skapi eru það í langflestum tilvikum konur sem verða fyrir ofbeldinu, í 67 prósent tilvika.

Því sem næst eingöngu karlar grunaðir um kynferðisbrot

Á síðasta ári bárust lögreglu 262 tilkynningar um nauðganir, að jafnaði um 22 á mánuði. Eru það fleiri tilkynningar en síðustu þrjú ár á undan og næstmestur fjöldi tilkynntra nauðgana síðasta áratuginn. Aðeins árið 2018 var tilkynnt um fleiri nauðganir, 270 talsins. Af þeim tilkynningum sem lögreglu bárust áttu 184 nauðganir sér stað á síðasta ári, en 78 nauðganir höfðu átt sér stað fyrr.

262
tilkynningar um nauðganir árið 2022

Alls var tilkynnt um 634 kynferðisbrot árið 2022, sem eru ögn færri tilkynningar en á síðasta ári en eilítið fleiri tilkynningar en meðaltal síðustu þriggja ára á undan. Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði lítið eitt en 114 slík brot voru tilkynnt til lögreglu á árinu. Sé hins vegar horft til kynferðisbrota gegn börnum sem áttu sér stað á síðasta ári voru þau 52 talsins, helmingi færri en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan.

Tilkynningar um blygðunarsemisbrot fast að því helminguðust á síðasta ári, voru 58 tilvik, og vændismálum fækkaði einnig verulega, úr 44 árið 2021 í 11 árið 2022.

Brotum á kynferðislegri friðhelgi fjölgaði hins vegar um helming frá árinu 2021. Alls voru 79 slík brot tilkynnt, þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Þess ber þó að geta að brot gegn kynferðislegri friðhelgi urðu aðeins refsiverð í febrúar 2021.

Sem fyrr eru það því sem næst eingöngu karlar sem eru grunaðir um að hafa framið kynferðisbrot, alls 95 prósent.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár