Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðherra fannst Verbúðin alveg frábær

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra og Inga Sæ­land formað­ur Flokks fólks­ins ræddu sjáv­ar­út­vegs­mál á þing­inu í dag. „Hef­ur ráð­herr­ann ekki áhyggj­ur af því að við för­um að horfa upp á enn brot­hætt­ari byggð­ir en nú er?“ spurði Inga Svandísi með­al ann­ars.

Ráðherra fannst Verbúðin alveg frábær
Matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir svaraði spurningum um sjávarútvegsmál á þinginu í dag í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Mynd: Pressphotos

„Mér fannst Verbúðin alveg frábær, mjög mikilvægt að menningin sé þátttakandi í samfélagsumræðunni og mér fannst það einstaklega vel gert í þessum þáttum sem vakti okkur auðvitað til vangaveltna og spurninga um ákvarðanir sem voru teknar á vettvangi stjórnmálanna á sínum tíma, bæði hér í þinginu en ekki síður á vettvangi sveitarfélaganna og þeirra sem áttu fyrirtækin á þeim tíma.“

Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra þegar hún ræddi við Ingu Sæland formann Flokks fólksins um sjávarútvegsmál í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Inga spurði Svandísi meðal annars hvort hún hefði áhyggjur af því hvert Íslendingar stefndu í þessum málaflokki og hvort hún hefði séð Verbúðina sem svo margir sáu hér á landi. 

Verbúðin vakti mikla athygli í byrjun síðasta árs en þættirnir gerast á árunum 1983 til 1991 og fjalla um vinahóp sem kaupir gamlan togara með og byggir lítið sjávarútvegsveldi í þorpi í Vestfjörðum. Þættirnir eru mikil ádeila á kvótakerfið og sýna á dramatískan hátt afleiðingar þess, sérstaklega á sjávarþorp á landsbyggðinni. 

Sjálf alin upp í sjávarþorpi

Inga hóf fyrirspurn sína með því að benda á að nú hefði einn stærsti starfshópur sem skipaður hefur verið af ráðherra skilað drögum til matvælaráðherra um sjávarútvegs- og kvótamál. „Drögum um það hvernig best og gerst eigi að haga málum þar sem þjóðin er ekki sátt. Hún er ekki sátt við stöðuna eins og hún er í dag.“

Hún nefndi að ein af þessum tillögum væri sú „að hreinlega þurrka út strandveiðikvótann, taka þessi aumu 5,3 prósent sem hefur verið úthlutað til litlu sveitar- og sjávarplássanna sem eiga náttúrlega í vök að verjast nú þegar“. 

„Mig langar að nefna að ég er fædd og uppalin í einu slíku, sem heitir Ólafsfjörður, þar sem voru tugir báta, togara, smábáta, netabáta, þar sem var líf og fjör úti um allt, þar sem voru tvö risastór frystihús og tugir sjóhúsa, þar sem hver einasti Ólafsfirðingur gat valið um þá vinnu sem hann vildi fá og laut að sjávarútvegi. Það er ekkert eftir nema tvær trillur í þessu litla sjávarplássi.

Mínar vangaveltur um þetta núna eru þær að í ljósi þessa langar mig einnig að benda á þessa gríðarlegu samþjöppun í greininni. Það má til dæmis nefna Þormóð ramma. Sæberg í Ólafsfirði kaupir upp tapreksturinn hjá Þormóði ramma til að losna við að greiða skatta og skyldur til okkar, samfélagsins – frekar er tapreksturinn keyptur til að þurfa ekki að borga krónu, ekkert frekar en þau gera fyrir aðganginn að auðlindinni. Nú er síldarvinnslan í Vestmannaeyjum komin í eina sæng með þessu fyrirtæki, Þormóður rammi-Sæberg-Síldarvinnslan,“ sagði hún. 

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að ekkert sé eftir nema tvær trillur á Ólafsfirði þar sem hún ólst upp.

Inga spurði því Svandísi hvort hún hefði ekki áhyggjur af því hvert Íslendingar væru raunverulega að stefna. „Svo ég vendi nú mínu kvæði í kross og komi með eitthvað rosa fyndið inn í þetta: Hvað fannst hæstvirtum ráðherra um Verbúðina sem allir Íslendingar sáu? Hvað var hæft í þeim þætti og erum við að stefna enn þá lengra og eigum við kannski von á annarri þáttaröð?“ spurði hún. 

Hvetur fólk til að gera athugasemdir við tillögurnar

Svandís svaraði og sagði, eins og áður segir, að henni hefði fundist þættirnir frábærir. Varðandi tillögurnar sem eru í samráðsgátt stjórnvalda vildi Svandís hvetja fólk til að skoða og gera athugasemdir við þær. „[Þær] eru í raun og veru þannig að þær mynda ekki heildstætt nýtt kerfi heldur koma þarna fram tillögur sem mögulega draga fram valkosti, eins og til að mynda valkosti sem varða það sem kallað er félagslega kerfið eða 5,3 prósent. 

Þar er líka dreginn fram sá valkostur að færa á milli þeirra potta sem þar eru til að styrkja strandveiðiþáttinn. Samráðsnefndin sem heldur utan um allar tillögur þessara undirhópa er að fara að funda núna á næstu vikum og ég hvet fulltrúa Flokks fólksins til þess að taka þátt í þeirri vinnu en við munum á næstu vikum fara yfir þessar tillögur. Við byrjum á þeim tillögum sem lúta að auðlindinni sem slíkri og síðan efnahagsþættinum og loks að hinum félagslega. Það er spennandi vinna fram undan og ég treysti því að Flokkur fólksins sé tilbúinn að taka þátt í henni,“ sagði hún. 

Stærðarinnar togurum leyft að veiða „nánast inni í hjónarúmi hjá hjá fólki í landinu“

Inga kom aftur í pontu og sagði að ekki skorti vilja flokks hennar til góðra verka og hefði aldrei gert.

„Ég vil enn spyrja spurningar í ljósi þess að Vinstrihreyfingin – grænt framboð hélt fund núna í sumar á Ísafirði þar sem eindreginn vilji var til þess að auka við strandveiðikvótann ef eitthvað var,“ sagði hún og spurði Svandísi hvort hún hefði engar áhyggjur af því ef búið yrði að þurrka út þennan kvóta og láta fólk fara að rækta kartöflur í staðinn. 

„Hefur ráðherrann ekki áhyggjur af því að við förum að horfa upp á enn brothættari byggðir en nú er? Og í öðru lagi: Hvað kostaði þessi stóra nefnd? Varla hafa þau verið í sjálfboðavinnu. Í þriðja lagi: Miðað við að allt er vænt sem vel er grænt hjá Vinstri grænum þá er staðreyndin sú að nú er jafnvel verið að leyfa stærðarinnar togurum með manni og mús og trolli og öllu saman hreinlega að fara að veiða nánast inni í hjónarúmi hjá hjá fólki í landinu. Er það umhverfisvænt að ætla að níðast svona rosalega á lífríkinu algerlega upp í fjöru?“ spurði hún jafnframt. 

„Mér hafa fyrst og fremst fylgt góðar óskir í þessu verkefni“

Svandís svaraði á ný og sagði að hún væri ekki með kostnaðartölur á hraðbergi en hvatti Ingu til að leggja fram skriflega fyrirspurn um það því að þau gögn liggi öll fyrir. 

„Þetta er auðvitað gríðarlega víðfeðm vinna og það er sannarlega rétt sem háttvirtur þingmaður nefnir að hún er umfangsmeiri heldur en hefur verið lagt upp í áður vegna þess að við erum að freista þess að reyna að ná utan um umhverfisþáttinn, efnahagslega þáttinn og félagslega þáttinn í þessu kerfi, freista þess að reyna að ná meiri samfélagslegri samstöðu um verkefnið. 

Mér finnst samskipti samfélagsins við sjávarútveginn verðskulda að við reynum að gera þetta með eins breiðum og víðtækum hætti og hægt er. Tímaáætlunin hefur staðist hingað til og ég vonast auðvitað til þess að hún geri það áfram. Það er ekki útlátalaust en enn þá er það þannig að mér hafa fyrst og fremst fylgt góðar óskir í þessu verkefni,“ sagði ráðherrann. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Yfirvöld hafa aldrei sagt orð við þó kvótinn hafi verið rifinn úr sjávarþorpum
    t.d.Flateyri, aldrei.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár