Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“

Feðgarnir  fengu lánað hjólhýsi í fyrra eftir að hafa verið vísað burtu af gistiheimili sem þeir höfðu dvalið á í mánuð. Þá þurftu eigendurnir að losa herbergið sem við vorum í fyrir túristana þannig að við þurftum að fara þaðan. Í september fékk ég lánað þetta hjólhýsi hjá elstu dóttur minni og við komum með það hingað.

Hjólhýsið, sem er um 10 fermetrar, er í Laugardal. Þar er ekki salerni og þurfa feðgarnir því að nota salernisaðstöðuna á tjaldsvæðinu. Það var mjög slæmt að þurfa að fara út til að fara á klósettið í vonda veðrinu í nóvember, desember og janúar. Það er búið að vera mjög erfitt að vera hérna í kuldanum. Næturnar voru erfiðar því það var svo kalt og allt hristist hérna inni í rokinu. Strákunum líður ekki vel. Þeir vilja ekki vera hér og eru mjög lítið hér.

Forðast að vera í …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lovísa Baldursdóttir skrifaði
    Frábært hjá ykkur að vekja athygli á þessu máli. Vona að þið fylgið því eftir. Þið eruð eina von þessara drengja.
    0
  • MK
    Margrét Kristjánsdóttir skrifaði
    Ef ég er " innskráð" af hverju er lokað á mig?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár