Feðgarnir fengu lánað hjólhýsi í fyrra eftir að hafa verið vísað burtu af gistiheimili sem þeir höfðu dvalið á í mánuð. „Þá þurftu eigendurnir að losa herbergið sem við vorum í fyrir túristana þannig að við þurftum að fara þaðan. Í september fékk ég lánað þetta hjólhýsi hjá elstu dóttur minni og við komum með það hingað.“
Hjólhýsið, sem er um 10 fermetrar, er í Laugardal. Þar er ekki salerni og þurfa feðgarnir því að nota salernisaðstöðuna á tjaldsvæðinu. „Það var mjög slæmt að þurfa að fara út til að fara á klósettið í vonda veðrinu í nóvember, desember og janúar. Það er búið að vera mjög erfitt að vera hérna í kuldanum. Næturnar voru erfiðar því það var svo kalt og allt hristist hérna inni í rokinu. Strákunum líður ekki vel. Þeir vilja ekki vera hér og eru mjög lítið hér.“
Athugasemdir (2)