Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sveitarstjórnin leggst gegn friðlýsingu Skaftár

Með frið­lýs­ingu alls vatna­sviðs Skaft­ár, líkt og Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gert til­lögu um, færu hlunn­inda­rétt­indi for­görð­um að mati sveit­ar­stjórn­ar Skaft­ár­hrepps. „Frið­lýs­ing er ekki tíma­bær.“

Sveitarstjórnin leggst gegn friðlýsingu Skaftár
Skaftá Friðlýsingartillaga Umhverfisstofnunar nær til alls vatnasviðs Skaftár. Mynd: Landvernd

Lög um rammaáætlun gera hvergi ráð fyrir því að heilu vatnasviðin verði sjálfkrafa friðlýst þó svo að einstakir virkjunarkostir séu metnir í verndarflokki, segir í ítarlegri bókun og athugasemdum sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna tillögu Umhverfisstofnunar að friða vatnasvið Skaftár. Tillagan er gerð á grundvelli þess að virkjunarkosturinn Búlandsvirkjun var settur í verndarflokk rammaáætlunar við afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga hennar síðasta sumar.  „Friðlýsing nú getur leitt til þess að verulegir samfélagslegir og þjóðhagslegir hagsmunir fari forgörðum,“ segir sveitarstjórnin í bókun sinni og leggst hún gegn friðlýsingu svæðisins fyrir allri orkuvinnslu.

 Fleiri virkjunarmöguleikar í ánni

Sveitarstjórnin segir að í friðlýsingartillögunni felist að raskað yrði „grundvallarniðurstöðu um stefnu sveitarfélags í landnýtingu, sem fól í sér málamiðlun og var grunnur að samþykki sveitarfélagsins fyrir stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og jákvæðu viðhorfi til umhverfislega tækra virkjunarkosta utan miðhálendislínu“. Bent er á að „langur vegur“ sé frá því að virkjunarmöguleikar á vatnasviðinu séu fullrannsakaðir, þótt einn virkjunarkostur, Búlandsvirkjun, hafi fengið umfjöllun í rammaáætlun.

Sveitarfélagið hefur einnig beinna hagsmuna að gæta því jörðin Á sem liggur að Skaftá er í þess eigu. Það þýðir að sveitarfélagið hefur yfir vatnsréttindum að ráða á svæði þar sem fallhæð Skaftár er um 50 metrar „og ljóst að mikil vatnsorka fylgir jörðinni“.

TillaganUmhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu um friðlýsingu vatnasviðs Skaftár í kjölfar þess að virkjunarkosturinn Búlandsvirkjun var sett í verndarflokk rammaáætlunar

Virkjunarhugmyndin Búlandsvirkjun var mjög umdeild. Sú sem leiddi baráttuna gegn henni var Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftárhreppi. „Þetta er besta jólakveðja sem ég hef nokkru sinni fengið,“ sagði í hún samtali við Kjarnann í lok síðasta árs, um friðlýsingartillögu Umhverfisstofnunar. „Ég trúi því að þetta haldi,“ sagði Heiða um hvort hún óttaðist að ekki yrði af friðlýsingunni. „En ég er líka búin að læra það að ekkert er öruggt í þessu lífi, sérstaklega ekki ef það eru peningar einhvers staðar í spilinu.“

Málamiðlun vegna Vatnajökulsþjóðgarðs

Sveitarstjórn Skaftárhrepps rifjar í bókun sinni vegna málsins upp að við endurskoðun aðalskipulags í kjölfar stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs hafi verið brýnt fyrir sveitarfélaginu að marka sér stefnu til framtíðar varðandi þær áherslubreytingar á landnotkun sem óhjákvæmilega fylgdu stofnun hans.

Á þessum árum voru til skoðunar og í gangi rannsóknir á fýsileika þess að bæta vatnsbúskap virkjana á Tungnaársvæðinu með mögulegri veitingu efstu kvísla Skaftár um Langasjó til Tungnaár. Segir sveitarstjórnin nú að þessi hugmynd hafi verið talin „afar hagkvæm“. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Langasjávarsvæðið ásamt Eldgjá yrði hluti af stækkuðum Vatnajökulsþjóðgarði og að framkvæmdahugmyndum á borð við virkjunaráform yrði fundinn staður neðan miðhálendislínu. Virkjunarmöguleikar þar séu nánast að öllu leyti á einkalandi og því „er augljóslega um verulega hlunnindamöguleika viðkomandi jarða að ræða“.

Íhlutun í skipulagsvaldið

Í gildandi aðalskipulagi Skaftárhrepps er gert ráð fyrir Búlandsvirkjun. Almenn stefna skipulagsins hvílir að sögn sveitarstjórnarinnar á því að tækifæri til orkuvinnslu verði skoðuð. Afstaða hennar er því sú að þótt Búlandsvirkjun hafi verið flokkuð í verndarflokk rammaáætlunar, og það hafi þá þýðingu að sveitarfélaginu beri að taka mið af því við endurskoðun aðalskipulags, sé almenna stefna aðalskipulags óbreytt varðandi orkumál.

BúlandsvirkjunSuðurverk, dótturfyrirtæki HS Orku, áformaði að reisa Búlandsvirkjun í Skaftá, skammt frá Hólaskjóli.

„Í öllu falli er það í andstöðu við stefnu Skaftárhrepps að orkuvinnsla yfir 10 MW verði gerð óheimil á stórum hluta sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni. Slík ákvörðun ríkisins sé „íhlutun í skipulagsvald sveitarfélags“ sem hafi stoð í sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga samkvæmt stjórnarskrá.

„Augljóslega geta fýsilegir og umhverfisvænni virkjanakostir komið til skoðunar í Skaftá, aðrir en Búlandsvirkjun,“ segir einnig í bókun sveitarstjórnarinnar. Við endurskoðun aðalskipulags sé gert ráð fyrir að Búlandsvirkjun falli út en almennt er það stefna sveitarfélagsins að unnt verði að taka „jákvæða afstöðu til virkjunarhugmynda sem koma fram innan sveitarfélagsins, þar með talið í Skaftá“.

Vafasöm lagaheimild

Lagaheimild um málsmeðferð fyrir friðlýsingu er að finna í 53. grein náttúruverndarlaga. Ákvæðið felur í sér að grundvöllur fyrir friðlýsingu sé verndarflokkur rammaáætlunar sem Alþingi hefur samþykkt og nái þá til svæða sem flokkuð hafa verið í verndarflokk.

En sveitarstjórnin hafnar því að flokkun virkjunarkosts í verndarflokk leiði til þess að landsvæði flokkist sjálfvirkt sem landsvæði sem beri að friðlýsa. Vill hún meina að „vafasamt“ sé að lagaheimild sé fyrir hendi til friðlýsingar vatnasviðs Skaftár.

Friðlýsing geti ekki átt sér stað

Við skoðun ályktunar Alþingis, 3. áfanga rammaáætlunar, „verður ekki séð að Alþingi hafi tekið skýra afstöðu til þess að friðlýsa eigi tiltekið landsvæði þótt Búlandsvirkjun hafi verið felld í verndarflokk“. Hvorki umfjöllun Alþingis né rammaáætlunar feli í sér að tekin hafi verið afstaða til friðlýsingar tiltekinna landsvæða, heldur varði umfjöllunin eingöngu virkjunarkostinn Búlandsvirkjun. Við mat á þeim virkjunarkosti var horft til vatnasviðs Skaftár, með ákveðnum hætti. „Augljóslega eru fleiri mögulegir virkjunarkostir á vatnasviði Skaftár sem eru órannsakaðir,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar. „Friðlýsing er ekki tímabær.“  

Þá segir sveitarstjórnin að „skyldubundið mat“ sem sé forsenda friðlýsingar landsvæðis hafi ekki farið fram. „Friðlýsing landsvæðis getur því ekki átt sér stað“.

Tillaga Umhverfisstofnunar um friðlýsingu Skaftár nái yfir áhrifasvæði annarra virkjunarkosta sem eru í biðflokki í 3. áfanga, þ.e. Hólmsárvirkjunar við Einhyrning án miðlunar og Hólmsárvirkjun við Atley.

Friðlýsingar eru í eðli sínu ráðstöfun sem ætlað er að hafa varanlega þýðingu, bendir sveitarstjórnin ennfremur á. „Grundvöllur friðlýsinga á Íslandi hefur almennt hvílt á því að fyrir liggi skýr afstaða Alþingis.“ Slík afstaða liggi ekki fyrir.

Mun skerða eignarréttindi varanlega

Skaftárhreppur, sem landeigandi jarðarinnar Ár, telur skýra lagaheimild fyrir friðlýsingunni skorta. „Friðlýsing mun skerða eignarréttindi viðkomandi jarðar varanlega sem landeigandi getur ekki sætt sig við,“ segir í bréfi vegna þessa þáttar málsins sem Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps, hefur sent Umhverfisstofnun. „Verði framhald á málinu, áskilur landeigandi sér allan rétt til að fá ákvörðun um friðlýsingu hnekkt og/eða krefjast bóta vegna hvers kyns skerðinga á eignarréttarlegum hagsmunum sem leiða af friðlýsingunni.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.
Vörðufell: Vatnsból sveitar eða rafhlaða vindorkuvera?
ÚttektVirkjanir

Vörðu­fell: Vatns­ból sveit­ar eða raf­hlaða vindorku­vera?

Orku­veita Reykja­vík­ur hætti við kynn­ing­ar­fund á áform­aðri virkj­un uppi á Vörðu­felli vegna and­stöðu land­eig­enda. „Við höf­um ekki áhuga á að gera þetta öðru­vísi en í sátt og góðri sam­vinnu við sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra hjá OR. „Fyr­ir okk­ur er vatn­ið mik­il­væg­ara en ódýrt raf­magn sem færi jafn­vel í raf­mynta­gröft eða stór­iðju,“ seg­ir land­eig­andi.
„Dísilknúnu rafbílarnir“ sennilega um ellefu talsins
ÚttektVirkjanir

„Dísil­knúnu raf­bíl­arn­ir“ senni­lega um ell­efu tals­ins

Í sum­ar hef­ur því ver­ið hald­ið fram, m.a. af ráð­herra, að „góð­ar lík­ur“ séu á því að raf­magns­bíl­ar á Vest­fjörð­um séu hlaðn­ir með raf­magni fram­leiddu úr olíu. Orku­stofn­un reikn­aði út fyr­ir Heim­ild­ina að dísil­knúnu raf­bíl­arn­ir hafi ver­ið mjög fá­ir enda fór lang­mest af þeirri olíu sem not­uð var á vara­afls­stöðv­ar til hús­hit­un­ar.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
6
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
10
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár