Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Víti til varnaðar: Norsku vindorkuverin sem trufla hreindýrin

Zep­hyr Ice­land vill reisa 500 MW vindorku­ver á Fljóts­dals­heiði með 70-100 vind­myll­um. Fyr­ir ut­an raflín­ur er heið­in að mestu órösk­uð og mik­il­vægt bú­svæði hrein­dýra. Hvergi er minnst á hrein­dýr í matsáætl­un um verk­efn­ið.

Víti til varnaðar: Norsku vindorkuverin sem trufla hreindýrin
Við vindorkuver Hreindýr kljást í nágrenni vindorkuversins Storheia. Mynd: Fosen Vind

Augljós dæmi eru til um það erlendis að of hröð þróun og ákvörðunartaka í uppbyggingu vindorku geti leitt til ófyrirséðra afleiðinga,“ segir í umsögn Orkustofnunar til starfshóps um vindorku á umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Hópurinn óskaði eftir umsögnum hagaðila í haust en verkefni hans er m.a. að gera tillögur til ráðherra um hvort vindorkukostir eigi áfram að heyra undir lög um rammaáætlun eða hvort setja eigi sérlög um þá „með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku,“ líkt og stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Nýlegur dómur Hæstaréttar Noregs, þar sem virkjunarleyfi tveggja vindorkuvera í Fosen í norðurhluta landsins voru felld úr gildi, er að mati Orkustofnunar nærtækt dæmi um ófyrirséðar afleiðingar hraðrar uppbyggingar slíkra virkjana. Verin Roan og Storheia voru byggð á beitarlandi hreindýra á svæði Sama. Þau telja samtals 150 vindmyllur sem eru samanlagt 544 MW að afli. Þar sem ekkert virkjunarleyfi er í gildi skal fjarlægja öll mannvirki. Af því hefur ekki enn orðið því deilt er um túlkun niðurstöðunnar. Og enn snúast því spaðar vindmyllanna í Fosen.

Hæstiréttur taldi að bygging vindvirkjana á þessum slóðum væri brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og brot á lögvörðum rétti Sama til að rækta sína menningu sem hreindýrarækt er hluti af.

Áhrifin skaðlegri en talið var

Í ljós kom, eftir að rekstur vindorkuveranna hófst árin 2019 og 2020, að áhrifin á hreindýrin voru mun skaðlegri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Í umhverfismati verkefnanna var til að mynda ekki dregin fram umfangsmikil skuggamyndun sem hefur bæði sjónræn áhrif og möguleg áhrif á gróðurfar, í ljósi norðlægrar legu vindorkuverkefnanna og þar með hversu lágt sól er á lofti á þessum slóðum stóran hluta ársins.

Á þetta bendir Orkustofnun sérstaklega í umsögn sinni og minnir á að slíkar aðstæður skapist einnig hér á landi sem gæti haft ófyrirséð áhrif á ræktar- og beitarland.

Á hlaupumHjörð hreindýra á hlaupum á Fljótsdalsheiði.

Og beitilönd og farleiðir hreindýra á hálendi Austurlands, dýra sem þegar hafa fært sig um set vegna Kárahnjúkavirkjunar, gætu líka raskast ef á þeim yrðu byggð vindorkuver. Að einu slíku er stefnt á Fljótsdalsheiði, svonefndri Klausturselsvirkjun.

Virkjunin, sem Zephyr Iceland áformar, myndi saman standa af allt að 100 vindmyllum sem hver um sig yrði um 250 metrar á hæð. Í matsáætlun Zephyr um verkefnið, sem nýlega var lögð fram til kynningar hjá Skipulagsstofnun, er ekki minnst einu orði á hreindýr. Matsáætlun er eitt skrefið í endanlegu mati á umhverfisáhrifum framkvæmda.

Í miðju búsvæði hreindýra

Náttúrufræðistofnun gerir í umsögn sinni við áætlunina alvarlega athugasemd við að ekki komi fram að meta eigi áhrif framkvæmdarinnar á spendýr, sérstaklega hreindýr. Framkvæmdasvæðið sé staðsett um miðbik heildarútbreiðslusvæðis hreindýra á Austurlandi og hreindýr haldi sig mikið á svæðinu, m.a. á viðkvæmum tímum eins og burðartíma. „Nauðsynlegt er að leggja mat á hvaða áhrif framkvæmdin og rekstur vindorkugarðs mun hafa á dvöl og ferðir hreindýra á svæðinu og hvernig sú búsvæðaskerðing sem framkvæmdin mun valda hefur áhrif á hreindýrastofninn í heild sinni.“

Zephyr ljóst hver áhrif á hreindýr gætu orðið

Georg Bergþór Friðriksson, líffræðingur og hreindýraveiðimaður, er meðal þeirra fjölmörgu einstaklinga sem skiluðu umsögn um matsáætlun Klausturselsvirkjunar. Hann segir þekkt annars staðar frá að hjartardýr sýni streituviðbrögð á svæðum með vindorkuverum og reyna því að yfirgefa þau. Hreindýr eru hjartardýr, bendir hann á, og þau eru áberandi á Fljótsdalsheiði þar sem til stendur að reisa vindvirkjunina. Til standi að stuðla að fjölgun dýra á svæðinu eftir mikið veiðiálag undanfarinna ára. „Verði af svona framkvæmdum er vandséð að sú uppbygging geti átt sér stað, bæði vegna þeirrar gríðarlegu umferðar um svæðið sem framkvæmdin myndi hafa í för með sér auk áhrifanna af sjálfum vindmyllugarðinum þegar hann væri kominn í rekstur.“

Hann minnir á að Zephyr sé norskt fyrirtæki og forsvarsmenn þess viti auðvitað af stöðu mála í þessum efnum í Noregi.

Vísvitandi sleppt að fjalla um hreindýr?

„Það má heita sérstakt rannsóknarefni hvernig höfundum hefur yfirsést að nefna hreindýr á nafn í þessari matsáætlun,“ segir svo í umsögn Landverndar. „Annað hvort eru skýrsluhöfundar og fyrirtækið Zephyr svo illa að sér um dýralíf á hálendi Austurlands, að þeir vita ekki að það er eina búsvæði hreindýra á Íslandi, eða þá að vísvitandi hafa þeir sleppt því að skrifa sérstaklega um hreindýr á þessu svæði.“

Landvernd segir „lágmarkskröfu“ að hreindýrin verði tekin sérstaklega fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Í umsögninni er fjallað um norska hæstaréttardóminn og um neikvæð áhrif vindorkuveranna tveggja á búsvæði hreindýra. „Þar enduðu þó mál með sigri Sama í langvinnum málaferlum við vindorkufyrirtækið sem hefur verið gert að rífa vindorkuverið niður.“

„Vindmyllurnar verða að fara“

450 dögum eftir að Hæstiréttur Noregs hvað upp sinn dóm hefur ríkisstjórnin enn ekki tekið afstöðu til þýðingar hans. Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur síðustu vikur heimsótt svæðið til að kynna sér málin. „Þetta er án efa mjög krefjandi mál fyrir ríkisstjórnina að fylgja eftir,“ hefur NRK eftir Söndru Borch, matvælaráðherra. Ríkisstjórnin ákvað í haust að hefja rannsókn á aðdraganda þess að verin voru reist og á hvaða rannsóknum – eða einmitt skorti á rannsóknum – þær ákvarðanir voru teknar.

„Vindmyllurnar verða að fara,“ segir Leif Arne Jåma, forsvarsmaður hreindýraræktenda í Fosen.

Orkustofnun telur að ef uppbygging vindorku hér á landi fari fram á yfirvegaðan máta, í skrefum í stað margra verkefna sem raungerast samtímis, gæti slíkt orðið lykill að aukinni samfélagssátt. Of mikill hraði á uppbyggingu geti hins vegar valdið mótstöðu og því að dýrmæt tækifæri til að læra af reynslunni tapist.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
6
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
10
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár