Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi

Sveit­ar­stjórn Múla­þings mun ekki sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á fram­kvæmd­um við Ax­ar­veg. Sveit­ar­stjór­inn ótt­ast reynd­ar ekk­ert slíkt enda hafi hann eng­in skila­boð feng­ið um að setja eigi fram­kvæmd­ina „í salt“ vegna þenslu.

Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Nýr vegur um Öxi yrði mikil lyftistöng fyrir Múlaþing en einnig allt Austurland segir sveitarstjórinn. Á myndina er búið að tölvuteikna nýjan veginn fyrir miðju. Mynd: Vegagerðin

„Eins og ég hef upplifað það í samskiptum mínum við bæði [innviða]ráðuneytið og Vegagerðina þá eru menn í sjálfu sér ekkert að draga í land með Öxi. Menn eru að klára fullnaðarhönnun á veginum. Ég veit ekki annað en að það útboð fari af stað núna í vetur, fyrir vorið.“

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir í samtali við Kjarnann að mögulega muni hluti framkvæmda við nýjan veg um Öxi frestast um ár en enginn hafi rætt við hann um að setja eigi þessa mikilvægu samgöngubót, sem var eitt af leiðarstefum í sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi, „í salt“ vegna þenslu í samfélaginu líkt og fram kom í fréttum nýverið.

„Við erum að undirbúa fund núna með Vegagerðinni og eins með ráðherra til þess að fara yfir þessi mál,“ segir hann. „Því þetta skiptir gífurlega miklu máli fyrir þetta svæði, fyrir Austurland allt í rauninni, því þetta styttir svo flutningsleiðirnar suður, um sjötíu kílómetra. Þannig að þetta snýst ekki bara um vegtengingar innan Múlaþings. Einnig skiptir þetta verulegu máli fyrir ferðaþjónustuna.“

Axarvegur liggur um samnefnda heiði, Öxi, og er tenging milli Hringvegarins í Skriðdal og í Berufirði.

Axarvegur styttir leiðina milli Berufjarðar og Egilsstaða um sjötíu kílómetra.

Oft hefur verið fjallað um nauðsyn heilsársvegar um Öxi í gegnum tíðina og það urðu því stór tímamót í þessu baráttumáli er framkvæmdin var sett inn á samgönguáætlun og ákveðið að hefja framkvæmdir vorið 2023, þ.e. á þessu ári.

Björn Ingimarsson er sveitarstjóri í Múlaþingi.

„Það er alveg ljóst að menn ætluðu sér í þetta mikið, mikið, mikið fyrr,“ segir Björn. „Þetta yrði því ekki í fyrsta skipti sem þetta myndi frestast eitthvað. Ef ég man rétt þá átti Axarvegur að fara í framkvæmd árið 2010. En svo þegar hrunið kom þá var það slegið af.“

Hann ítrekar að vegurinn sé á fimm ára samgönguáætlun en hvort að framkvæmdirnar „hnikast eitthvað til, maður skal svo sem ekki útiloka það.“

Axarvegur verður svokallað samvinnuverkefni sem þýðir að stefnt var að verkhönnun, framkvæmd, rekstri og viðhaldi sem og fjármögnun í samstarfi við einkaaðila líkt og heimild er til í lögum.

Upphaflega var vegaframkvæmd um Öxi því boðin út ásamt hönnun en viðbrögð við því útboði voru takmörkuð, rifjar Björn upp. „Þannig að niðurstaðan varð sú að Vegagerðin klárar hönnunina algjörlega og býður svo eingöngu út framkvæmdina.“ Um þetta snúast því m.a. mögulegar tafir, því Vegagerðin vinnur nú að því, ólíkt því sem lagt var upp með, að hanna veginn að fullu.

En mynduð þið sætta ykkur við verulega seinkun á þessari framkvæmd, ef það yrði niðurstaða fundar með Vegagerðinni og ráðherra?

„Nei, við myndum að sjálfsögðu ekki gera það. Mér sýnist í rauninni að framkvæmdin sem menn sáu fyrir sér að færi af stað núna í ár, að trúlega verði meginhluti hennar ekki fyrr en 2024. Ef maður ætlar að vera raunsær.“

Eru þá fréttir sem birst hafa um að búið setja framkvæmdir við Axarveg „í salt“ vegna niðurskurðar orðum auknar?

„Ja, það eru alla vega ekki skilaboðin sem ég hef fengið frá forstjóra Vegagerðarinnar.“

Víðineshjalli í BerufirðiÁ efri myndinni er svæðið eins og það er í dag en á þeirri neðri hefur nýr vegur verið tölvuteiknaður.

Nýr og endurbættur vegur um fjallveginn Öxi var eitt af lykilatriðunum sem horft var til með sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í eitt sveitarfélag, Múlaþing. Björn segir að samgönguþátturinn hafi almennt verið eitt helsta áhersluatriðið í þeirri sameiningu. Fjórir þættir hvað varðar samgöngur voru settir á oddinn: Fjarðarheiðargöng, Axarvegur, vegabætur til Borgarfjarðar eystri og uppbygging Egilsstaðaflugvallar.

Framkvæmdum á vegabótum til Borgarfjarðar eystri er lokið og eftir standa því þrír þættir. Björn minnir á að allt séu það atriði sem skipti í raun allt Austurland máli, ekki aðeins íbúa í Múlaþingi. „Fjarðarheiðargöngin eru í rauninni á áætlun og við erum að sjá fram á að framkvæmdir við muna ganganna hefjist þegar á þessu ári. Egilsstaðaflugvöllur er í skipulagsfarvegi og Axarvegurinn rataði inn á fimm ára samgönguáætlun. Þannig að ég bind nú vonir við að okkur takist að ná öllum þessum markmiðum okkar.“

Björn segir ósköp eðlilegt að íbúum á Djúpavogi, sem lengi hafa beðið eftir vetrarfærum vegi til Egilsstaða, hafi brugðið við að sjá fréttir um að Axarvegur væri kominn „í salt“ vegna þenslu. Fulltrúum heimastjórnar Djúpavogs verði gefinn kostur á að sitja fund með forstjóra Vegagerðarinnar sem og fulltrúum heimastjórna annarra byggðakjarna Múlaþings. „Það er mjög mikilvægt að fulltrúar byggðakjarnanna sitji fundinn svo að um sé að ræða beint samtal, að það sé ekki þannig að ég eða einhver annar sé að bera boðin á milli. Í kjölfarið munum við svo meta það hvort að það sé ástæða til að vera með sérstakan íbúafund vegna þessara mála.“

Axarvegur verður ekki eina málið á dagskrá funda með innviðaráðherra og forstjóra Vegagerðarinnar. Björn segir mörg önnur mál, s.s. almennar vegabætur og þjónustuþættir, bæði að vetri og sumri, þarfnast umræðu. „Fjarðarheiðargöngin, Öxi og Egilsstaðaflugvöllur eru stóru áherslumálin en það er alveg ljóst að það þarf að bæta vegtengingar innan sveitarfélagsins og úti í sveitunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
2
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
3
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.
Heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna segir nýdoktor í félagsfræðum
5
Fréttir

Heim­greiðsl­ur vinna gegn jafn­rétti kynj­anna seg­ir nýdoktor í fé­lags­fræð­um

„Það er fjall­að um heim­greiðsl­ur, ég myndi segja með mjög já­kvæð­um for­merkj­um en skaut­að fram­hjá nei­kvæð­um hlið­um,“ seg­ir Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor og að­júnkt í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands. Hún gerði greina­gerð um það hvernig jarð­veg­ur skap­að­ist fyr­ir heim­greiðsl­ur í Ís­lensku sam­fé­lagi á til­tölu­lega stutt­um tíma. Hún seg­ir ríkja þögn um kynj­að­ar af­leið­ing­ar heim­greiðslna.
Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
8
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir
9
Aðsent

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

„Þeg­ar „meng­un­ar­veik­in“ er ann­ars veg­ar er fátt um bjarg­ir“

Ragn­heið­ur Þor­gríms­dótt­ir, hross­a­rækt­andi og ábú­andi á jörð­inni Kúlu­dalsá í Hval­fjarð­ar­sveit, seg­ir að veik­indi og dauða hest­anna henn­ar megi rekja til stór­iðj­unn­ar á Grund­ar­tanga. Nú í fe­brú­ar veikt­ust tvo af hross­um henn­ar og þurfti að fella þau. Hún ræð­ir þetta mál í að­sendri grein til Heim­ild­ar­inn­ar.
Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
10
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
2
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
6
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
9
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár