Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1004. spurningaþraut: Elsti dýragarður heimsins

1004. spurningaþraut: Elsti dýragarður heimsins

Fyrri aukaspurning:

Þetta dýr heitir tamandúa á flestum hinna stærri tungumála og raunar á íslensku líka. Þetta er frekar lítt kunn frænka annarrar tegundar sem er öllu þekktari. Þær frænkur eru svipaðar í útliti en þó er ein mikilvæg undantekning þar á. Hvað nefnist frænkan?

***

Aðalspurningar:

1.  Charles Lutwidge Dodgson hét maður enskur og dó 65 ára árið 1898. Fyrir hvað er hann lang, langþekktastur — en reyndar ekki undir þessu nafni?

2.  Undir hvaða nafni vann hann það afrek sem gerði hann frægan?

3.  Dodgson var — auk þess sem gerði hann frægan — vel menntaður í hvaða fræðum?

4.  Hvað nefndist síðasti keisari Rússaveldis?

5.  Hvar er stærsta óbyggða eyjan við Íslandsstrendur?

6.  Hvað gerðist á D-degi, sem kallaður er?

7.  Í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu er fjallað um tilraun sem fjórir miðaldra karlar gera á sjálfum sér. Í hverju felst tilraunin?

8.  Í hvaða íslenska stöðuvatni eru Sandey og Nesjaey?

9.  Árið 1752 var opnaður dýragarður í evrópskri stórborg. Hann er elsti dýragarður heims sem hefur verið starfræktur samfellt. En í hvaða stórborg var hann og er?

10.  Hvað er — í grófum dráttum — ákvarðað af fjölda róteinda (prótona) í kjarna frumeinda, eða atóma?

***

Seinni aukaspurning:

Svona var kápumynd einnar sígildrar sögu í formi teiknimyndasögu. Hver var sagan?

Og svo gefst þér hér kostur á lárviðarstigi með eikarlaufi og stjörnu: Hvað heitir risinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hann skrifaði Lísu í Undralandi. 

2.  Lewis Carroll.

3.  Stærðfræði.

4.  Nikulás.

5.  Í Faxaflóa.

6.  Innrásin í Normandý 1944.

7.  Að kanna afleiðingar þess að vera ævinlega "hóflega" drukknir.

8.  Í Þingvallavatni.

9.  Vínarborg.

10.  Sætistala, röð frumefna í lotukerfinu. 

***

Svör við aukaspurningum:

Tamandúa er náfrænka mauraætunnar. Hana skortir langa trýnið sem prýðir stóru frænku.

Mauraæta

Kápumyndin er aftur á móti af Ódysseifskviðu Hómers. Risinn hét Pólýfemus. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Lewis Carroll var líka liðtækur ljósmyndari og tók ma margar myndir af Alice Liddel fáklæddri. Þetta er ekki gróft en á mörkunum. Hún var innan við fermingu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvítlaukur sem náttúrulegt lyf
5
Matur

Hvít­lauk­ur sem nátt­úru­legt lyf

Hvít­lauk­ur hef­ur ver­ið not­að­ur til mat­ar og lækn­inga í þús­und­ir ára, eða allt frá Forn-Egypt­um og keis­ur­un­um í Kína. Það var Hipp­ó­kra­tes, fað­ir lækn­is­fræð­inn­ar, sem skil­greindi hvít­lauk­inn sem lyf og Arist­óteles gerði það einnig. Lou­is Paste­ur, franski ör­veru­fræð­ing­ur­inn, veitti sýkla­drep­andi verk­un hvít­lauks­ins at­hygli á miðri 19. öld og í heims­styrj­öld­inni fyrri var hvít­lauk­ur not­að­ur til að bakt­erí­ur kæm­ust ekki í sár. Enn þann dag í dag not­ar fólk hvít­lauk gegn kvefi, háls­bólgu og flensu og jafn­vel há­um blóð­þrýst­ingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár