Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1004. spurningaþraut: Elsti dýragarður heimsins

1004. spurningaþraut: Elsti dýragarður heimsins

Fyrri aukaspurning:

Þetta dýr heitir tamandúa á flestum hinna stærri tungumála og raunar á íslensku líka. Þetta er frekar lítt kunn frænka annarrar tegundar sem er öllu þekktari. Þær frænkur eru svipaðar í útliti en þó er ein mikilvæg undantekning þar á. Hvað nefnist frænkan?

***

Aðalspurningar:

1.  Charles Lutwidge Dodgson hét maður enskur og dó 65 ára árið 1898. Fyrir hvað er hann lang, langþekktastur — en reyndar ekki undir þessu nafni?

2.  Undir hvaða nafni vann hann það afrek sem gerði hann frægan?

3.  Dodgson var — auk þess sem gerði hann frægan — vel menntaður í hvaða fræðum?

4.  Hvað nefndist síðasti keisari Rússaveldis?

5.  Hvar er stærsta óbyggða eyjan við Íslandsstrendur?

6.  Hvað gerðist á D-degi, sem kallaður er?

7.  Í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu er fjallað um tilraun sem fjórir miðaldra karlar gera á sjálfum sér. Í hverju felst tilraunin?

8.  Í hvaða íslenska stöðuvatni eru Sandey og Nesjaey?

9.  Árið 1752 var opnaður dýragarður í evrópskri stórborg. Hann er elsti dýragarður heims sem hefur verið starfræktur samfellt. En í hvaða stórborg var hann og er?

10.  Hvað er — í grófum dráttum — ákvarðað af fjölda róteinda (prótona) í kjarna frumeinda, eða atóma?

***

Seinni aukaspurning:

Svona var kápumynd einnar sígildrar sögu í formi teiknimyndasögu. Hver var sagan?

Og svo gefst þér hér kostur á lárviðarstigi með eikarlaufi og stjörnu: Hvað heitir risinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hann skrifaði Lísu í Undralandi. 

2.  Lewis Carroll.

3.  Stærðfræði.

4.  Nikulás.

5.  Í Faxaflóa.

6.  Innrásin í Normandý 1944.

7.  Að kanna afleiðingar þess að vera ævinlega "hóflega" drukknir.

8.  Í Þingvallavatni.

9.  Vínarborg.

10.  Sætistala, röð frumefna í lotukerfinu. 

***

Svör við aukaspurningum:

Tamandúa er náfrænka mauraætunnar. Hana skortir langa trýnið sem prýðir stóru frænku.

Mauraæta

Kápumyndin er aftur á móti af Ódysseifskviðu Hómers. Risinn hét Pólýfemus. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Lewis Carroll var líka liðtækur ljósmyndari og tók ma margar myndir af Alice Liddel fáklæddri. Þetta er ekki gróft en á mörkunum. Hún var innan við fermingu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár