Í nýbyggðu fjölbýlishúsi í Urriðaholtstræti i Garðabæ búa 16 fjölskyldur frá Úkraínu sem flýðu til Íslands vegna innrásar Rússlands í heimaland þeirra. Leigufélagið Alma á húsið og hafa forsvarsmenn þess tilkynnt úkraínska flóttafólkinu að í byrjun apríl muni leigan á íbúðunum sem það býr í hækka um 83 prósent að meðaltali.
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu blokkina í Urriðaholtsstræti, bönkuðu upp á hjá Úkraínumönnum og spurðu þá um hækkanirnar á leigunni og líf þeirra á Íslandi í skugga Úkraínustríðsins. Úkraínumennirnir lýsa upplifunum af sprengjuárásum í Úkraínu, bílferð að landamærum Póllands í upphafi stríðsins sem tók þrjá daga þrátt fyrir að vera bara 25 kílómetrar, þátttöku maka og ættingja sinna í stríðinu og að líf þeirra á Íslandi snúist að mestu um að taka einn dag í einu.
Hingað til hafa fjölskyldurnar í húsinu borgað leigu …
Auðvitað er Bjarni á móti slíkum inngripum í frjálsan markað. En Katrín ætti að sjálfsögðu að setja slíkar aðgerðir sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi.