Íslensk heimili bera hærra hlutfall umhverfisskatta á Íslandi en heimili annars staðar á Norðurlöndunum. Litlu munar þó á íslenskum og dönskum heimilum í þessum samanburði. Þetta kemur fram í tölum um slíka skatta sem Hagstofan hefur nú birt í fyrsta sinn. Tölurnar sýna að íslensk fyrirtæki borga lægsta hlutfall umhverfisskatta allra fyrirtækja á Norðurlöndunum.
Ríkissjóður innheimti samtals rúma 55 milljarða króna í umhverfisskatta á síðasta ári, sem samsvarar um 5 prósentum af heildarskattinnheimtu ríkisins. Heimili landsins borga því rúma 33 milljarða á ári í umhverfisskatta.
Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, skilgreinir umhverfisskatta alla þá skatta sem lagðir eru á einstaklinga, fyrirtæki eða hluti sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Skattarnir sem teljast með skiptast í fjóra meginflokka; orkuskatta, flutningsskatta, mengunarskatta og auðlindaskatta. Sem dæmi flokkast skattar af bensíni sem orkuskattar og skattar af bifreiðum, eins og bifreiðagjöld, sem flutningsskattar. Þá flokkast gjöld á úrgang …
Athugasemdir