Arny, eða Aury eins og Íslendingarnir sem hún er að aðstoða kalla hana, hefur um þrjátíu ára skeið hjálpað fólki sem var ættleitt frá Sri Lanka á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en komst að því að ættleiðingaskjöl þeirra reyndust fölsuð. Talið er að 11 þúsund börn hafi verið ættleidd frá Sri Lanka á þessu tímabili, flest fluttu með foreldrum sínum til Evrópu en einnig Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu. Arny hefur fengið hjálparbeiðnir frá fólki í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Ástralíu og svo eru það Íslendingarnir.
„Glæpirnir voru vissulega framdir í Sri Lanka en hvernig stóð á því að yfirvöld á Íslandi voru ekki með eftirlit með þessum ættleiðingum“
„Ég set Íslendingana í forgang því á Íslandi á ég líka rætur því ég bjó þar sjálf um árabil, var gift íslenskum manni og ól drenginn minn upp þar og barnabörnin mín búa á …
Athugasemdir