Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Efling vill flata hækkun um tæpar 60 þúsund krónur

Efl­ing tel­ur önn­ur stétt­ar­fé­lög hafa gert mis­tök með því að fall­ast á að mið­að sé við pró­sentu­hækk­an­ir í við­ræð­um við SA. Með því myndu há­tekju­hóp­ar bera allt að tvö­falt það úr být­um sem lág­tekju­fólk fengi.

Efling vill flata hækkun um tæpar 60 þúsund krónur
Verja þarf lág- og millitekjuheimili Saminganefnd Eflingar undir forystu Sólveigar Önnu vill tryggja lægri tekjuhópum hlutdeild í hagvexti og góðri afkomu fyrirtækja. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tilboð Eflingar í núverandi kjarasamaningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins gerir ráð fyrir að laun hækki um tæpar 60 þúsund krónur á mánuði, eða 56.700 kóna flata krónutöluhækkun á öll laun. Auk þess yrðu greiddar 15 þúsund krónur í sérstaka framfærsluuppbót til tekjulægsta hópsins. Efling gerir kröfu um að hækkanirnar, ef um semst, komi til framkvæmda frá 1. nóvember síðastliðnum. Þá er gert ráð fyrir að samningurinn gildi í rúmt ár, til loka janúar árið 2024.

Í tilkynningu frá Eflingu segir að með þessu tilboði sé komið til móts við kröfur sem settar hafa verið fram um skammtíma kjarasamninga, af hálfu annarra verkalýðsfélaga, ríkisstjórnarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Í fyrri kröfugerð Eflingar var miðað við uppfærslu á lífskjarasamningunum frá 2019 sem miðaðist við verðbólguspár hvers árs auk þess sem framfærsluuppbót yrði 30 þúsund krónur á samningstímanum. Gert var ráð fyrir því að um þriggja ára samning yrði að ræða í þeirri kröfugerð.

Með þeirri útfærslu sem nú hefur verið kynnt af hálfu Eflingar vill stéttarfélagið meina að kaupmáttur meðallauna yrði varinn en að sama skapi yrði þeim sem lægri laun hafa tryggð kaupmáttaraukning. Með því skapist svigrúm til framleiðsluaukningar. „Þessi útfærsla hentar vel þeim efnahagsaðstæðum sem nú ríkja og tryggir almennu launafólki eðlilegan hlut af hagvextinum og framleiðniaukningunni og aftrar höfrungahlaupi upp launastigann,“ segir í tilboði Eflingar.

Að sama skapi telur samninganefnd Eflingar að önnur stéttarfélög hafi gert mistök með því að fallast á að miðað yrði við prósentuhækkanir í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þar hafi verið til umræðu tillögur sem gerðu ráð fyrir tvöfalt meiri hækkunum til hátekjuhópa en til láglaunafólks. Umsamdar hækkanir verði að verja heimili láglauna- og meðaltekjufólks fyrir áhrifum verðbólgu og tryggja þeim eðlilega hlutdeild í hagvexti og „fádæma góðri afkomu fyrirtækjanna“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár