Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Efling vill flata hækkun um tæpar 60 þúsund krónur

Efl­ing tel­ur önn­ur stétt­ar­fé­lög hafa gert mis­tök með því að fall­ast á að mið­að sé við pró­sentu­hækk­an­ir í við­ræð­um við SA. Með því myndu há­tekju­hóp­ar bera allt að tvö­falt það úr být­um sem lág­tekju­fólk fengi.

Efling vill flata hækkun um tæpar 60 þúsund krónur
Verja þarf lág- og millitekjuheimili Saminganefnd Eflingar undir forystu Sólveigar Önnu vill tryggja lægri tekjuhópum hlutdeild í hagvexti og góðri afkomu fyrirtækja. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tilboð Eflingar í núverandi kjarasamaningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins gerir ráð fyrir að laun hækki um tæpar 60 þúsund krónur á mánuði, eða 56.700 kóna flata krónutöluhækkun á öll laun. Auk þess yrðu greiddar 15 þúsund krónur í sérstaka framfærsluuppbót til tekjulægsta hópsins. Efling gerir kröfu um að hækkanirnar, ef um semst, komi til framkvæmda frá 1. nóvember síðastliðnum. Þá er gert ráð fyrir að samningurinn gildi í rúmt ár, til loka janúar árið 2024.

Í tilkynningu frá Eflingu segir að með þessu tilboði sé komið til móts við kröfur sem settar hafa verið fram um skammtíma kjarasamninga, af hálfu annarra verkalýðsfélaga, ríkisstjórnarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Í fyrri kröfugerð Eflingar var miðað við uppfærslu á lífskjarasamningunum frá 2019 sem miðaðist við verðbólguspár hvers árs auk þess sem framfærsluuppbót yrði 30 þúsund krónur á samningstímanum. Gert var ráð fyrir því að um þriggja ára samning yrði að ræða í þeirri kröfugerð.

Með þeirri útfærslu sem nú hefur verið kynnt af hálfu Eflingar vill stéttarfélagið meina að kaupmáttur meðallauna yrði varinn en að sama skapi yrði þeim sem lægri laun hafa tryggð kaupmáttaraukning. Með því skapist svigrúm til framleiðsluaukningar. „Þessi útfærsla hentar vel þeim efnahagsaðstæðum sem nú ríkja og tryggir almennu launafólki eðlilegan hlut af hagvextinum og framleiðniaukningunni og aftrar höfrungahlaupi upp launastigann,“ segir í tilboði Eflingar.

Að sama skapi telur samninganefnd Eflingar að önnur stéttarfélög hafi gert mistök með því að fallast á að miðað yrði við prósentuhækkanir í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þar hafi verið til umræðu tillögur sem gerðu ráð fyrir tvöfalt meiri hækkunum til hátekjuhópa en til láglaunafólks. Umsamdar hækkanir verði að verja heimili láglauna- og meðaltekjufólks fyrir áhrifum verðbólgu og tryggja þeim eðlilega hlutdeild í hagvexti og „fádæma góðri afkomu fyrirtækjanna“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár