Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Úkraínskum ríkisborgurum fjölgað nífalt á Íslandi

Rík­is­borg­ur­um frá Úkraínu, Venesúela, Af­gan­ist­an og Palestínu fjölg­ar veru­lega hér á landi. Stríðs­átök og póli­tísk og efna­hags­leg upp­lausn knýr fólk til flótta frá heima­land­inu.

Úkraínskum ríkisborgurum fjölgað nífalt á Íslandi
Fólk á flótta Talið er að um 7,6 milljónir Úkraínumanna hafi flúið land frá innrás Rússa í landið. Hér á landi eru nú búsettir ríflega 2.000 Úkraínumenn og hefur þeim fjölgað um 1.875 frá því í desember á síðasta ári. Mynd: Chris Melzer/Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR)

Fjöldi úkraínskra ríkisborgara sem eru skráðir með búsetu hér á landi jókst nífalt á síðustu ellefu mánuðum. Alls voru 2.114 manns frá Úkraínu skráðir með búsetu hér á landi í byrjun nóvember mánaðar og hafði þeim fjölgað um 1.875 frá því í desember á síðasta ári. Alls eru úkraínskir ríkisborgarar nú 3,3 prósent allra erlendra ríkisborgara sem skráðir eru með búsetu hér á landi.

Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands, sem sýna að erlendum ríkisborgurum búsettum á Íslandi hefur fjölgað talsvert meira en íslenskum ríkisborgurum á sama tíma. Alls voru 63.757 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi í byrjun þessa mánaðar og hafði þeim fjölgað um 8.780 frá 1. desember 2021, um 16 prósent. Á sama tíma hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 1.443.

Pólverjar sex prósent landsmanna

Langflestir erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi eru Pólverjar; ríflega 23 þúsund talsins. Pólskir ríkisborgarar eru nú 6 …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár