Bókablaðið bregður á leik í umfjöllun um glæpasögur og fær fólk sem kemur í starfi sínu á einn eða annan hátt að glæpum og sakamálum til að greina hinar blóðugu bókmenntir og meta þær. Að þessu sinni fékk bókablaðið Helga Gunnlaugsson til að lesa og greina nýju bókina hans Arnaldar Indriðasonar, Í kyrrþey. Helgi er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og hefur rannskað afbrot og afbrotafræði en í doktorsverkefni sínu tók Helgi fyrir afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.
Íslendingar hafa löngum stært sig af því að vera mikil bókaþjóð og fjöldi útgefinna bóka, mikil sala og útbreiddur bóklestur, virðist staðfesta þessa ímynd af þjóðinni. Þess vegna vekur athygli hversu seint íslenskir höfundar byrjuðu að skrifa glæpasögur og hve stutt er síðan þær urðu veigamikill hluti af bókaflórunni. Glæpasögur væntanlega ekki álitnar nógu fínar fyrir söguþjóðina en hugsanlega voru íslenskir glæpir ekki taldir nægilega merkilegir eða trúverðugir sem söguefni …
Athugasemdir