Félag sem kenndi sig við „Auðlindir okkar“, og hélt meðal annars úti samnefndum Facebook-hópi, sem kynnt var sem framtak áhugafólks um auðlindanýtingu og orkumál, var í raun áróðursherferð, fjármögnuð og skipulögð af Norðuráli.
Markmiðið var að veikja samningsstöðu Landsvirkjunar þegar tekist var á um tuga milljarða króna raforkukaup álversins á Grundartanga. Því var haldið fram að Landsvirkjun væri að verðleggja raforku sína svo hátt að stóriðjufyrirtæki neyddust til að loka. Að baki lægi einhvers konar samsæri forstjóra Landsvirkjunar.
Glencore, stærsti eigandi Norðuráls, var staðinn að því að skipuleggja og fjármagna sams konar áróðursherferð í Ástralíu, sem lýst var sem árás á lýðræði landsins.
Stjórnendur Norðuráls, sem hafa oftsinnis áður þvertekið fyrir að hafa haft nokkuð með áróðursherferðina að gera, neita að svara spurningum um málið og segja það „gamlar erjur“ sem hafi verið „ræddar og gerðar upp fyrir margt löngu“.
EKKI láta deigann síga, fyrir alla mun og þjóðar heill.