Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Norðurál fjármagnaði áróðursherferð gegn Landsvirkjun

Norð­ur­ál fjár­magn­aði og skipu­lagði áróð­urs­her­ferð sem átti að veikja samn­ings­stöðu Lands­virkj­un­ar um raf­orku­verð. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins gekkst við þessu og baðst af­sök­un­ar áð­ur en samn­ing­ar náð­ust ár­ið 2016. Her­ferð­in hafði ásýnd grasrót­ar­hreyf­ing­ar en var í raun þaul­skipu­lögð og fjár­mögn­uð með milli­göngu lítt þekkts al­manna­tengils.

Norðurál fjármagnaði áróðursherferð gegn Landsvirkjun
Erfitt samtal Ragnar Guðmundsson var forstjóri Norðuráls þegar fyrirtækið stóð í harðvítugum deilum við Landsvirkjun um raforkuverð. Harkan var jafnvel meiri en áður hefur komið fram.

Félag sem kenndi sig við „Auðlindir okkar“, og hélt meðal annars úti samnefndum Facebook-hópi, sem kynnt var sem framtak áhugafólks um auðlindanýtingu og orkumál, var í raun áróðursherferð, fjármögnuð og skipulögð af Norðuráli.

Markmiðið var að veikja samningsstöðu Landsvirkjunar þegar tekist var á um tuga milljarða króna raforkukaup álversins á Grundartanga. Því var haldið fram að Landsvirkjun væri að verðleggja raforku sína svo hátt að stóriðjufyrirtæki neyddust til að loka. Að baki lægi einhvers konar samsæri forstjóra Landsvirkjunar.

Glencore, stærsti eigandi Norðuráls, var staðinn að því að skipuleggja og fjármagna sams konar áróðursherferð í Ástralíu, sem lýst var sem árás á lýðræði landsins.

Stjórnendur Norðuráls, sem hafa oftsinnis áður þvertekið fyrir að hafa haft nokkuð með áróðursherferðina að gera, neita að svara spurningum um málið og segja það „gamlar erjur“ sem hafi verið „ræddar og gerðar upp fyrir margt löngu“.

Kjósa
85
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Hattur ofan fyrir þér Helgi Seljan, enn og AFTUR.
    EKKI láta deigann síga, fyrir alla mun og þjóðar heill.
    0
  • Skuli Waldorff skrifaði
    Ég er Skúli Waldorff
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þessi umræða minnir enn og aftur á þá áhættu að eiga sölu allt að 80% allrar raforkuframleiðslu landsins undir þremur eða fjórum (mis siðavöndum) kaupendum. Fyrr eða síðar kemur sæstrengur til alvöru umræðu.
    1
    • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
      Ég hefði miklar áhyggjur af því sæstrengur yrði fjármagnaður af Glencore.
      1
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Liggur ekki beint við í framhaldinu að senda fyrirspurn til Vilhjálms Birgissonar hvort hann hafi beint eða óbeint verið á mála hjá Norðuráli þegar hann skrifaði sínar frægu varnargreinar fyrir álrisann og gagnrýndi það háa orkuverð sem Landsvirkjun lét þá borga.
    13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár