11. nóvember 2019
Yfirlýsing Samherja vegna yfirvofandi umfjöllunar. Á þeim tímapunkti hafði efni umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin verið kynnt fyrirtækinu með skriflegum hætti.
„Við höfum sérstaklega óskað eftir að fá að setjast niður með Ríkisútvarpinu og fara yfir upplýsingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyrirhugaða umfjöllun. Þeirri beiðni hefur jafnharðan verið hafnað og hefur Ríkisútvarpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan myndavélar. Teljum við þær upplýsingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri tillitslaust vegna hagsmuna þeirra einstaklinga sem málið varðar,“ segir í tilkynningunni.
Vísað er til boðs fyrirtækisins til fréttastjóra RÚV að funda með fulltrúum fyrirtækisins í London. Aldrei hefur fengist uppgefið hvaða upplýsingar átti að kynna en síðar reyndu fulltrúar fyrirtækisins að hafa áhrif á útgáfu bókar um Samherjaskjölin með myndum úr Dropboxhólfi Jóhannesar Stefánssonar sem áttu að sýna óheilbrigt líferni hans.
Um sama leyti reyndu viðskiptafélagar Samherja …
Athugasemdir (1)