„Samstarf Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur gengið vel, sem sést ef til vill best á árangrinum sem náðst hefur hingað til og á þeirri staðreynd að ríkisstjórnin hélt meirihluta í kosningunum fyrir ári,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um hvernig ríkisstjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokknum hafi gengið síðastliðin fimm ár. Eitt af því sem Katrín er spurð um er hvort samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hafi verið „eins og að éta skít“ líkt og fyrrverandi varaþingmaður og framkvæmdastjóri VG, Drífa Snædal, orðaði það þegar hún sagði sig úr flokknum vegna þess árið 2017.
Orðin lét Drífa, sem síðar varð forseti ASÍ, falla í tölvupósti til samflokksmanna sinna í VG þegar hún sagði sig úr flokknum. Með þessum spádómi átti Drífa við það að Vinstri grænir þyrftu að gefa svo mikið eftir af því sem flokkurinn stendur fyrir pólitískt að niðurstöðunni mætti líkja við það að éta skít, að borða og kyngja …
Hvert er erindi VG í íslenska pólitík ?
Lygar og ómerkilegheit !