Mæðgurnar Halldóra Magný Baldurs Sigurðardóttir og Helga Elín Herleifsdóttir fóru á fund Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra í september síðastliðnum þar sem Sigríður Björk bað þær afsökunar á framgöngu embættisins árið 2018 en þá var Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Forsaga málsins er sú að haustið 2011 barst lögreglu beiðni frá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar um rannsókn vegna gruns um að brotið hefði verið á Helgu Elínu en hún hafði brotnað saman í skólanum og síðan trúað kennara sínum fyrir því að í sumarbústað nokkrum árum fyrr hefði maður „gert eitthvað við hana sem hún átti mjög erfitt með að segja frá“, eins og segir í niðurstöðu ríkissaksóknara. Halldóra Magný segir í samtali við Stundina að kennarinn hafi gert sér og barnaverndaryfirvöldum viðvart. Sjálf lagði hafi hún nokkrum dögum síðar lagt fram kæru á hendur lögreglumanninum fyrir að brjóta kynferðislega gegn Helgu Elínu, dóttur sinni, í sumarbústað þegar stúlkan var 10 ára gömul. …
Athugasemdir (1)