Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

,,Fann frið í mömmuhjartanu"

Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir að fyr­ir­renn­ari sinn í starfi hafi með yf­ir­lýs­ingu á vef embætt­is­ins ár­ið 2018 gert lít­ið úr þján­ing­um mæðgna sem kært höfðu lög­reglu­mann fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn dótt­ur­inni ár­ið 2011 en mál­ið var fellt nið­ur ári síð­ar. Sig­ríð­ur Björk bað þær ný­lega af­sök­un­ar fyr­ir hönd embætt­is­ins og móð­ir­in seg­ist loks hafa fund­ið „frið í mömmu­hjart­anu“.

,,Fann frið í mömmuhjartanu"
Mægður Halldóra Magný og Helga Elín sem kærðu lögreglumann fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa barist við kerfið í rúm tíu ár. Sú barátta hafi engu skilað fyrr en svör bárust nýlega frá ríkislögreglustjóra sem einnig bað þær afsökunar fyrir hönd embættisins.

Mæðgurnar Halldóra Magný Baldurs Sigurðardóttir og Helga Elín Herleifsdóttir fóru á fund Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra í september síðastliðnum þar sem Sigríður Björk bað þær afsökunar á framgöngu embættisins árið 2018 en þá var Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. 

Forsaga málsins er sú að haustið 2011 barst lögreglu beiðni frá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar um rannsókn vegna gruns um að brotið hefði verið á Helgu Elínu en hún hafði brotnað saman í skólanum og síðan trúað kennara sínum fyrir því að í sumarbústað nokkrum árum fyrr hefði maður „gert eitthvað við hana sem hún átti mjög erfitt með að segja frá“, eins og segir í niðurstöðu ríkissaksóknara. Halldóra Magný segir í samtali við Stundina að kennarinn hafi gert sér og barnaverndaryfirvöldum viðvart. Sjálf lagði hafi hún nokkrum dögum síðar lagt fram kæru á hendur lögreglumanninum fyrir að brjóta kynferðislega gegn Helgu Elínu, dóttur sinni, í sumarbústað þegar stúlkan var 10 ára gömul. …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Matthildur Kristmannsdóttir skrifaði
    Blessuð sé minning Hellen Lindu Drake, baráttukonu og rithöfundar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár