Samkvæmt athugun Stundarinnar eru 23 þingmenn á Íslandi sem eru bara með óverðtryggð húsnæðislán. 63 þingmenn sitja á Alþingi og eru 47 þeirra eigendur þeirra eigna sem þeir eru skráðir með lögheimili á. 12 þingmenn eru bara með verðtryggð lán og svo eru 12 þingmenn sem eru bæði með verðtryggð og óverðtryggð lán.
Tæpur helmingur, 48,9 prósent, þingmanna eru því bara með óverðtryggð lán. Mörg þessara lána voru tekin á síðustu árum, þegar vextir á óverðtryggðum lánum voru lágir, við kaup á nýjum eignum eða endurfjármögnun á gömlum. Þetta kemur fram annaðhvort í svörum þingmannanna til Stundarinnar eða stendur í veðbókarvottorðum þeirra fasteigna sem þingmennirnir búa í og eða eiga.
Íslendingar upplifa nú mestu verðbólgu sem verið hefur í landinu frá því árið 2009 þegar hún fór upp í rúm 12 prósent. Verðbólgan sleikti tveggja stafa tölu í lok sumars, 9,9 prósent. Seðlabanki Íslands hefur svarað þessari verðbólgu með því …
Athugasemdir (1)