Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hvernig húsnæðislán velja þingmenn?: Óverðtryggð lán mest áberandi

Þeir þing­menn sem út­skýra óverð­tryggð lán sín segj­ast hafa tek­ið þau vegna þess að þeir ráði vel við sveifl­ur í greiðslu­byrði vegna vaxta­hækk­ana. 34 af 47 þing­mönn­um sem Stund­in skoð­aði eru með ein­hver óverð­tryggð lán úti­stand­andi. Ein­ung­is 10 þing­menn af 63 svör­uðu spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um hús­næð­is­lán sín og þar af ein­ung­is einn úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Upp­lýs­ing­ar um hús­næð­is­lán annarra þing­manna eru sótt í veð­bóka­vott­orð fast­eigna sem þeir búa í.

Hvernig húsnæðislán velja þingmenn?: Óverðtryggð lán mest áberandi

Samkvæmt athugun Stundarinnar eru 23 þingmenn á Íslandi sem eru bara með óverðtryggð húsnæðislán. 63 þingmenn sitja á Alþingi og eru 47 þeirra eigendur þeirra eigna sem þeir eru skráðir með lögheimili á. 12 þingmenn eru bara með verðtryggð lán og svo eru 12 þingmenn sem eru bæði með verðtryggð og óverðtryggð lán. 

Tæpur helmingur, 48,9 prósent, þingmanna eru því bara með óverðtryggð lán. Mörg þessara lána voru tekin á síðustu árum, þegar vextir á óverðtryggðum lánum voru lágir, við kaup á nýjum eignum eða endurfjármögnun á gömlum. Þetta kemur fram annaðhvort í svörum þingmannanna til Stundarinnar eða stendur í veðbókarvottorðum þeirra fasteigna sem þingmennirnir búa í og eða eiga. 

Íslendingar upplifa nú mestu verðbólgu sem verið hefur í landinu frá því árið 2009 þegar hún fór upp í rúm 12 prósent. Verðbólgan sleikti tveggja stafa tölu í lok sumars, 9,9 prósent. Seðlabanki Íslands hefur svarað þessari verðbólgu með því …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Já sjálfsbjargarhvötin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn guddurnar mína!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár