„Ef ég yrði spurð hvað ég hafi öðlast á Íslandi þá er það frelsi,“ segir Valerie Ósk Elenudóttir, sem útskrifaðist í leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands fyrr á þessu ári. Hún hefur unnið sem fyrirsæta í mörg ár og eftir innrás Rússa í heimaland hennar, Úkraínu, fyrr á þessu ári, fór hún að vinna hjá New in Iceland til að aðstoða meðal annars Úkraínumenn til að fóta sig á Íslandi.
Á Íslandi öðlaðist hún sjálf ný tækifæri, eins og kemur í ljós þegar hún er spurð að því hvers vegna hún valdi leiklistina. „Maður er ekki frjáls í Úkraínu; ef maður er úr millistétt þá getur það verið erfitt að verða það sem maður vill verða. Þjóðfélagið segir hvað maður getur gert og hvað maður getur ekki gert. Að þessu leyti var erfitt að búa þar þegar ég var þar fyrir mörgum árum. Ég var búin að vinna …
Athugasemdir (3)