Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Hér er maður frjálsari“

Sex­tán ára göm­ul flutti Val­erie Ósk Elenu­dótt­ir hing­að frá Úkraínu, ári á eft­ir móð­ur sinni. Í nokk­ur ár eft­ir frá­fall móð­ur sinn­ar gat hún ekki rætt um and­lát henn­ar, en þurfti að full­orðn­ast hratt. Hún ákvað að elta draum­ana, út­skrif­að­ist úr leik­list­ar­námi fyrr á ár­inu og fram und­an er hlut­verk í al­þjóð­legri bíó­mynd.

„Hér er maður frjálsari“

Ef ég yrði spurð hvað ég hafi öðlast á Íslandi þá er það frelsi,“ segir Valerie Ósk Elenudóttir, sem útskrifaðist í leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands fyrr á þessu ári. Hún hefur unnið sem fyrirsæta í mörg ár og eftir innrás Rússa í heimaland hennar, Úkraínu, fyrr á þessu ári, fór hún að vinna hjá New in Iceland til að aðstoða meðal annars Úkraínumenn til að fóta sig á Íslandi. 

Á Íslandi öðlaðist hún sjálf ný tækifæri, eins og kemur í ljós þegar hún er spurð að því hvers vegna hún valdi leiklistina. „Maður er ekki frjáls í Úkraínu; ef maður er úr millistétt þá getur það verið erfitt að verða það sem maður vill verða. Þjóðfélagið segir hvað maður getur gert og hvað maður getur ekki gert. Að þessu leyti var erfitt að búa þar þegar ég var þar fyrir mörgum árum. Ég var búin að vinna …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár