Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

951. spurningaþraut: „Hvenær koma, kæri minn ...“

951. spurningaþraut: „Hvenær koma, kæri minn ...“

Aukaspurning númer eitt!

Hér má sjá hermann frá ákveðnu landi á árinu 1916. Frá hvaða landi er langsennilegast að hermaðurinn komi?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða hafi eru Azoreyjar?

2.  Kristín Marja Baldursdóttir hefur í áratugi fyrst og fremst fengist við ... hvað?

3.  Breska orrustubeitiskipið Hood var á siglingu djúpt út af Reykjanesi 24. maí 1941. Hvað henti þá skipið? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

4.  Svava Jakobsdóttir gaf út árið 1987 skáldsögu sem fjallaði í aðra röndina um gyðju eina eða jötnamey úr norrænum goðsagnaheimum, og ber bókin nafn af henni. Hvað heitir þá bókin?

5.  Gyðja þessi eða jötunmey hafði það hlutverk að gæta ákveðins drykkjar fyrir guðina. Hvaða drykkur var það?

6.  Hver er Jesúa frá Nasaret samkvæmt Kóraninum, trúarriti múslima? — Ekki minnst á hann — Spámaður guðs — Villutrúarmaður — Útsendari Satans — Þjónn veraldlegra yfirvalda?

7.  Hversu margar seríur af Krúnuleikum, eða Game of Thrones, hafa verið sýndar hingað til? Muna má einni til eða frá.

8.  „Hvenær koma, kæri minn ...“?

9.  Hvað nefnist litli hluturinn sem íshokkílið keppast um að koma í mark andstæðinganna?

10.  „Gáttir allar / áður gangi fram / um skoðast skyli, / um skyggnast skyli, / því að óvíst er að vita / hvar óvinir / sitja á fleti fyrir.“ Hvaða gamla kvæði hefst svá?

***

Aukaspurning númer tvö:

Hvað er bakað í þessari pönnu?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Atlantshafi.

2.  Ritstörf.

3.  Hood var sökkt af þýska orrustuskipinu Bismarck. Bismarck verður að vera í svarinu.

4.  Gunnlaðarsaga.

5.  Suttungamjöður, skáldamjöður.

6.  Spámaður guðs.

7.  Átta, svo rétt er 7-9.

8.  „... kakan þín og jólin.“

9.  Pökkur.

10.  Hávamál.

***

Svör við aukaspurningum:

Lagið á hjálminum á fyrri mynd segir herfróðum að hermaðurinn sé áreiðanlega þýskur.

Pannan á neðri mynd er notuð til að baka eplaskífur. Ekkert annað svar er tekið gilt!

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    9. Pökkur.
    En sagt er að kandískar konur velji að nota pökkinn sem túrtappa.
    Því hann endist í þrjár periods.
    Bara smá gálgahúmor.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár