Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

918. spurningaþraut: Kökugerðarmaður tekur ... hvað?

918. spurningaþraut: Kökugerðarmaður tekur ... hvað?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða bygging er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  „Þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður tekur fyrst af öllu steikarpottinn og eitt kíló ...“ af hverju?

2.  Masjid al-Haram heitir helgasta moska múslima. Í hvaða borg er hún?

3.  Í miðri þessari mosku er að finna sérstakan helgidóm og þar mun vera ævaforn hlutur sem er í sjálfu sér ekki mjög guðlegur en hefur í huga múslima orðið tákn fyrir íslam. Hvers konar hlutur er þetta?

4.  Johannes Adam Ferdinand Alois Josef Maria Marco d'Aviano Pius heitir karl nokkur fullu nafni. Í hvaða ríki er hann þjóðhöfðingi um þessar mundir?

5.  Frá hvaða landi kemur parmesan-ostur?

6.  Hvað hét höfundur skáldsögunnar Maður og kona?

7.  Hversu marga vængi hefur býfluga?

8.  Fyrsta sinfónía Mozart er Sinfónía nr. 1 í E♭-dúr, K. 16. Hvað var hann gamall þegar hann samdi hana? Hér má muna einu ári til eða frá.

9.  Á árunum 1952-1960 geisaði svokölluð Mau Mau uppreisn í einni af nýlendum Breta sem krafðist sjálfstæðis. Uppreisnarmenn voru ekki neinar englar en Bretar brugðust líka við af gríðarlegri hörku. Í hvaða nýlendu — og núverandi ríki — var þessi uppreisn?

10.  Tíu í hundraðasta veldi er mjög stór tala. Hún hefur enda sérstakt nafn í stærðfræðinni og laust fyrir árið 2000 var nýtt fyrirtæki nefnt eftir þessari tölu, og átti nafnið að gefa til kynna að tæknilausn fyrirtækisins byði upp á nær óteljandi möguleika. En þó var nafnið stafsett svolítið öðruvísi en heitið á tölunni, og fer tvennum sögum af því hvort það hafi stafað af mistökum eða ásetningi. Altént sigraði fyrirtækið heiminn. Hvað heitir þetta fyrirtæki? 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Margarín.

2.  Mekka.

3.  Loftsteinn, eða brot úr loftsteini.

4.  Liechtenstein. Fursti þessi gengur yfirleitt undir nafninu Hans-Adam.

5.  Ítalíu.

6.  Jón Thoroddsen.

7.  Fjóra.

8.  Hann var átta ára, svo rétt er 7-9.

9.  Keníu.

10.  Google. Talan er kölluð „googol“.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Balmoral-kastali í Skotlandi, aðsetur bresku konungsfjölskyldunnar þegar hún dvelst í Skotlandi.

Á neðri myndinni er Sigurður Sveinsson handboltakappi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár