Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

916. spurningaþraut: Til hvers er nikótín?

916. spurningaþraut: Til hvers er nikótín?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða bygging er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Eskilos hét forn-Grikki einn og á sér trausta stöðu í menningarsögu mannkynsins. Hvað gerði Eskilos sér til frægðar?

2.  En auk þess er dánarorsök Eskilosar víðkunn, enda er ekki vitað til þess að nokkur annar maður í heiminum öllum hafi dáið með sama hætti. Þar kemur örn við sögu. Hvernig dó Eskilos?

3.  Guðríður Símonardóttir (1598-1682) var víðförul kona þó ekki kæmi það til af góðu. Hvers vegna lagðist Guðríður í ferðalög?

4.  Eftir að Guðríður sneri heim úr ferðalögum gekk hún að eiga efnilegan pilt. Hvað hét sá?

5.  Nissan-bílar eru upphaflega frá ... Danmörku? — Belgíu — Japan — Þýskalandi?

6.  Helstu trúarbrögðin í Taílandi eru ... hver?

7.  Vigdís Hauksdóttir er stjórnmálamaður, vissulega umdeild nokkuð. Hún lauk lögfræðiprófi en áður hafði hún menntað sig í ... hverju?

8.  Nikótín er öflugt eitur eins og allir vita. En hvaða tilgangi þjónar nikótín í þeim plöntum sem framleiða þetta efni?

9.  Í hvaða landi er borgin Lyon?

10.  Sigurjón Birgir Sigurðsson er kunnur undir öðru nafni. Hvaða nafn er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hann var leikritaskáld, harmleikjahöfundur. Rithöfundur dugar ekki eitt og sér.

2.  Örn lét skjaldböku detta á höfuðið á honum því fuglinn hélt að skalli hans væri gljáandi steinn, og ætlaði þannig að mölva skel skjaldbökunnar.

3.  Henni var rænt af „Tyrkjum“ og flutt til Norður-Afríku.

4.  Hallgrímur Pétursson.

5.  Japan.

6.  Búddismi.

7.  Garðyrkjufræði, blómaskreytingum.

8.  Nikótín er skordýraeitur plöntunnar.

9.  Frakklandi.

20.  Sjón.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er dómkirkja heilags Basils í Moskvu.

Á neðri myndinni er Jóakim prins í Danmörku, síðari sonur Margrétar drottningar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár