Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

911. spurningaþraut: Tregasteinn, þagnarmúr og sigurverk

911. spurningaþraut: Tregasteinn, þagnarmúr og sigurverk

Fyrri aukaspurning:

Hvaða grunsamlega hóp má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Kabúl er höfuðborgin í ... hvaða landi?

2.  Hvað er jaðrakan?

3.  Hvað eiga Bandaríkjaforsetarnir Abraham Lincoln, James Garfield og William McKinley helst sameiginlegt?

4.  Hvor staðurinn er norðar á heimskringlunni, Borgarnes eða Neskaupstaður?

5.  Hver skrifaði annars Heimskringlu?

6.  Hver sagði, í lauslegri nútímaþýðingu: „Öll veröldin er leiksvið og allir menn og konur eru bara leikarar. Þau  stíga af sviðinu og inn á það og hvert þeirra leikur á ævi sinni mörg hlutverk.“

7.  En hver skrifaði þetta: „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var ...“

8.  Hvað heitir sú dóttir Donalds Trumps sem hafði sig mjög í frammi meðan hann var forseti?

9.  Afkastamikill rithöfundur sendir frá sér bók árlega. Þær þrjár síðustu heita Tregasteinn, Þagnarmúr og Sigurverkið. Hver er höfundurinn? 

10.  Hver samdi óperuna Aídu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fyrirtæki, sem teygir anga sína um allan heim og smeygir sér víða inn, hefur þetta lógó hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afganistan.

2.  Fugl.

3.  Þeir voru allir myrtir.

4.  Neskaupstaður.

5.  Snorri Sturluson.

6.  Shakespeare.

7.  Halldór Laxness.

8.  Ivanka.

9.  Arnaldur Indriðason.

10.  Verdi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Spaugstofan.

Á neðri myndinni er lógó samfélagsmiðilsins Instagram.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár