Fyrri aukaspurning:
Hvaða grunsamlega hóp má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Kabúl er höfuðborgin í ... hvaða landi?
2. Hvað er jaðrakan?
3. Hvað eiga Bandaríkjaforsetarnir Abraham Lincoln, James Garfield og William McKinley helst sameiginlegt?
4. Hvor staðurinn er norðar á heimskringlunni, Borgarnes eða Neskaupstaður?
5. Hver skrifaði annars Heimskringlu?
6. Hver sagði, í lauslegri nútímaþýðingu: „Öll veröldin er leiksvið og allir menn og konur eru bara leikarar. Þau stíga af sviðinu og inn á það og hvert þeirra leikur á ævi sinni mörg hlutverk.“
7. En hver skrifaði þetta: „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var ...“
8. Hvað heitir sú dóttir Donalds Trumps sem hafði sig mjög í frammi meðan hann var forseti?
9. Afkastamikill rithöfundur sendir frá sér bók árlega. Þær þrjár síðustu heita Tregasteinn, Þagnarmúr og Sigurverkið. Hver er höfundurinn?
10. Hver samdi óperuna Aídu?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fyrirtæki, sem teygir anga sína um allan heim og smeygir sér víða inn, hefur þetta lógó hér?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Afganistan.
2. Fugl.
3. Þeir voru allir myrtir.
4. Neskaupstaður.
5. Snorri Sturluson.
6. Shakespeare.
7. Halldór Laxness.
8. Ivanka.
9. Arnaldur Indriðason.
10. Verdi.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er Spaugstofan.
Á neðri myndinni er lógó samfélagsmiðilsins Instagram.
Athugasemdir