Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

909. spurningaþraut: Kona átti dæturnar Þorgerði og Helgu og svo eina sem gleymdist

909. spurningaþraut: Kona átti dæturnar Þorgerði og Helgu og svo eina sem gleymdist

Fyrri aukaspurning:

Hvaða piltur er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Santorini heitir eyja ein og flykkjast þangað ferðamenn til að skoða ummerki hrikalegra náttúruhamfara sem þar urðu fyrir nokkur þúsund árum, og til að njóta góðra veðursins sem þar er einlægt. Á 19. öld fékk eyjan hið opinbera nafn Thēra en flestir kalla hana enn Santorini. Hvaða ríki tilheyrir Santorini?  

2.  Hvað liggur norðurheimskautsbaugurinn yfir landsvæði margra ríkja? Hér má muna einu ríki.

3.  En yfir hve mörg ríki liggur suðurheimsskautsbaugurinn?

4.  Hvaða vinsæli en umdeildi íslenski rappari kom sér rækilega á kortið í íslenskum rappheimum árið 2015 með lagi sem bar heitið Hverfinu? (Já, í þágufalli.)

5.  Hvaða haf liggur að ríkinu Oregon?

6.  Hún var uppi eða er sögð hafa verið uppi kringum árið 1000. Hún átti sex börn. Þrjár dætur átti hún og hétu tvær þeirra Þorgerður og Helga en það gleymdist að taka fram hvað sú þriðja hét. Hún átti líka þrjá syni og hétu tveir þeirra Grímur og Helgi en sá þriðji er of frægur í sögum til að ég nefni hann. En hvað hét þessi kona? Skírnarnafn dugar.

7.  Hvað heitir fjölmennasta borg Tyrklands?

8.  Pompeo, Tillerson, Kerry, Clinton, Rice, Powell, Albright ... hvaða nafnaruna er þetta?

9.  Hvað hét besti vinur Tinna?

10.   Í júní 1986 hóf göngu sína í Ríkisútvarpinu þáttur, fyrsta misserið sendur út á föstudagskvöldum en því var svo breytt. Þatturinn er enn við lýði í dagskránni, þótt stundum hafi orðið stutt hlé á og svo einu sinni í heilan áratug. En þátturinn er sem sé orðinn 36 ára gamall. Hvaða þáttur er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða kona lyftir hér lóðum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikklandi.

2.  Þau eru átta, svo rétt telst vera 7-9. Ekki er nauðsynlegt að telja þau upp, en þau eru Ísland, Grænland (allt í lagi að segja Danmörk), Kanada, Bandaríkin (Alaska), Rússland, Finnland, Svíþjóð, Noregur. 

3.  Ekkert. Hann liggur að mestu yfir sjó en á örfáum stöðum yfir Suðurskautslandið sem ekki tilheyrir neinu ríki, þótt ýmis geri vissulega tilkall til yfirráða þar. 

Suðurheimskautsbaugurinnnær ekki landi í Suður-Ameríku.

4.  Gísli Pálmi.

5.  Kyrrahafið. 

6.  Bergþóra.

7.  Istanbúl.

8.  Fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna í öfugri röð frá Pompeo sem var síðastur á undan þeim sem nú gegnir starfinu. Fullu nafni heita þau Mike Pompeo, Rex Tillerson, John Kerry, Hillary Clinton, Condoleezza Rice, Colin Powell, Madeleine Albright.

9.  Kolbeinn kafteinn. Eftir ábendingu, þá hlýt ég að gefa rétt fyrir Tobba líka.

10.  Frjálsar hendur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skógarpilturinn Móglí eins og Disney túlkaði hann í kvikmynd frá 1968.

Á neðri myndinni er Edda Falak.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár