Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fordæma dreifingu kynlífsmyndbands á TikTok af fólki með þroskahömlun

Ís­lensk­ir TikT­ok not­end­ur hafa brugð­ist hart við og for­dæmt dreif­ingu mynd­bands­ins sem virð­ist vera tek­ið upp með sam­þykki fólks­ins sem þar sést. „Það kem­ur þér bara and­skot­ans ekk­ert við hvað það kýs að gera,“ seg­ir einn TikT­ok not­andi sem gagn­rýn­ir fólk sem dreift hef­ur um­ræddu mynd­bandi. Lands­sam­tök­in Þroska­hjálp segja um mik­ið áhyggju­efni að ræða og að þörf sé á auk­inni fræðslu.

Fordæma dreifingu kynlífsmyndbands á TikTok af fólki með þroskahömlun
Hafa verulegar áhyggjur „Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum,“ segir Árni Múli Jónsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Unnur Helga Óttarsdóttir formaður samtakanna segir mikilvægt að auka fræðslu um hættur í stafrænu umhverfi.

Íslenskir notendur samfélagsmiðilsins TikTok hafa undanfarna daga gagnrýnt harðlega dreifingu kynlífsmyndbands á miðlinum. Að því fram kemur er um að ræða myndband af fólki með þroskahömlun. Landssamtökin Þroskahjálp hafa töluverðar áhyggjur af sínum skjólstæðingum og segja þörf á verulega aukinni fræðslu og vitundarvakningu um hættur í stafrænum heimi. Vonir standa til að stjórnvöld stígi inn og styðji við samtökin í þeim efnum.

Fjöldi íslenskra notenda samfélagsmiðilsins TikTok hafa gagnrýnt dreifingu annarra notenda á myndbandinu sem um ræðir. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt dreifingu myndbandsins er Ingveldur Þóra Samúelsdóttir, en hún birti pistil þess efnis á samfélagsmiðlinum sjálfum. Ingveldur bendir í pistli sínum á að engu máli skipti hvaða augum fólk líti annað fólk, það eigi allir sömu virðingu skilið. Þá sé það að rakka fólk niður og gera grín að því fyrir hvað það geri í sínu einkalífi óásættanleg hegðun.

„Það að tveir fullorðnir einstaklingar hafi tekið þá ákvörðun að stunda kynlíf og taka það upp, með samþykki hvort frá öðru, [...] það kemur þér bara andskotans ekkert við hvað það kýs að gera,“ segir Ingveldur meðal annars og er, sem fyrr segir, fráleitt sú eina sem hefur gagnrýnt dreifingu myndbandsins.

Getur varðað fangelsi allt að fjórum árum.

Dreifing myndbandsins sem um ræðir er ólögleg. Samkvæmt almennum hegningarlögum skal hver sá sem dreifir eða birtir myndefni af nekt eða kynferðislegri háttsemi annarra án hans samþykkis sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Tilgreint er að sé slíkt brot framið af gáleysi varði það sektum eða fangelsi allt að einu ári.

„Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum“
Árni Múli Jónasson
framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp telja dreifingu á myndbandinu, sem og önnur viðlíka mál, mikið áhyggjuefni. „Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum, varðandi þær hættur sem eru til staðar í þessum heimi. Við höfum áhyggjur af þessu sem þú nefnir hér, myndbirtingum eins og þessum, en líka er til staðar hætta á að fólk sé afvegaleitt en vegna fötlunar og aðstæðna sinna er þessi hópur berskjaldaður. Við erum þá að tala um hættuna á því að einhverjir óprúttnir aðilar nái sambandi við fólk með hamlanir og nýti sér það með einhverjum hætti, hvort sem er með kynferðislegum hætti eða öðrum,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri samtakanna.

Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar segir að vitanlega geti allt fólk tekið ákvarðanir eða gert eitthvað sem það hefði ekki átt gera, eða sjái eftir. „En það er áhyggjuefni að fólk með fatlanir eða raskanir getur í einhverjum tilvikum verið líklegra en annað til að láta undan þrýstingi.“

Bæði Unnur og Árni Múli benda á að fólk með þroskahömlun hafi sjálfsákvörðunarrétt, sem ekki megi af þeim taka. Það geti hins vegar þurft meiri stuðning en aðrir til að fara með hann. Því sé gífurlega mikilvægt að auka fræðslu fyrir þann hóp. Landssamtökin Þroskahjálp hafa haft frumkvæði að því að vekja athygli á þörfinni á þjálfun og fræðslu fyrir sína umbjóðendur varðandi nýtingu upplýsingatækni, sem og hver ábyrg nýting þeirrar tækni er. Árni Múli segir að rætt hafi verið við stjórnvöld um styrki til að auka verulega fræðslu vegna hættunnar sem er samfara notkun netsins. „Fólk þarf að skilja að setji það eitthvað inn á netið er það komið þangað til að vera og getur farið í dreifingu um allan heim. Fólk þarf að skilja afleiðingarnar,“ segir Unnur og bendir einnig á mikilvægi þess að aukin verði fræðsla um heilbrigð samskipti á netinu.

Fatlaðir verða fyrir hatursorðræðu

Þrátt fyrir að Þroskahjálp séu meðvituð um þessar hættur hafa samtökin ekki haft tök á að hleypa af stokkunum stórfelldri vitundarvakningu um málaflokkinn. Árni Múli segir að unnið sé að því og samtökin séu bjartsýn á að stuðningur til þess fáist. Útbúa þurfi fræðusluefni sem nái til sem flestra, sem sé sniðið að mismunandi þörfum fólks með þroskahamlanir, sem og að samfélaginu öllu. Náist fjármagn til þess sjá samtökin fyrir sér að slíkt fræðsluefni verði nýtt til kennslu og fræðslu í skólum en einnig að það yrði birt á samfélagsmiðlunum sjálfum. „Þetta er flókið viðfangsefni. Það eru mikil tækifæri í stafrænni þróun fyrir okkar skjólstæðinga en það eru hættur líka, og kannski meiri en fyrir aðra hópa,“ segir Árni Múli.

„Ég held það gleymist oft að fatlað fólk verður fyrir hatursorðræðu“
Unnur Helga Óttarsdóttir
formaður Þroskahjálpar

Mörg dæmi má sjá á TikTok um að notendur geri gys að fólki sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, meðal annars fólki sem er með þroskahamlanir. Þau Árni Múli og Unnur segja að Þroskahjálp sé meðvituð um slíkt. „Það má setja þetta í samhengi við umræðu um hatursorðræðu, sem vissulega er stórt orð. En ef fólk er viljandi að gera gys að einstaklingi vegna fötlunar hans, þá er það hatursorðræða. Það er verið að lítillækka einstaklinginn vegna þess. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Árni Múli og bætir við að Þroskahjálp séu í samstarfi við starfshóp forsætisráðuneytisins sem vinni að því að greina hatursorðræðu.

„Ég held það gleymist oft að fatlað fólk verður fyrir hatursorðræðu, og ekki síst talsmenn fatlaðs fólks sem stíga fram og krefjast réttinda. Í því er fólgin bæði atlaga að persónum, að fólki með fötlun og atlaga að tjáningarfrelsinu. Það er stóralvarlegt því það getur dregið úr fólki og minnkar líkurnar á því að það treysti sér til að taka þátt í umræðu þar um. Þar er ekki um stóran hóp að ræða og þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Unnur.  

  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
1
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
1
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
6
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
4
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár