Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fordæma dreifingu kynlífsmyndbands á TikTok af fólki með þroskahömlun

Ís­lensk­ir TikT­ok not­end­ur hafa brugð­ist hart við og for­dæmt dreif­ingu mynd­bands­ins sem virð­ist vera tek­ið upp með sam­þykki fólks­ins sem þar sést. „Það kem­ur þér bara and­skot­ans ekk­ert við hvað það kýs að gera,“ seg­ir einn TikT­ok not­andi sem gagn­rýn­ir fólk sem dreift hef­ur um­ræddu mynd­bandi. Lands­sam­tök­in Þroska­hjálp segja um mik­ið áhyggju­efni að ræða og að þörf sé á auk­inni fræðslu.

Fordæma dreifingu kynlífsmyndbands á TikTok af fólki með þroskahömlun
Hafa verulegar áhyggjur „Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum,“ segir Árni Múli Jónsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Unnur Helga Óttarsdóttir formaður samtakanna segir mikilvægt að auka fræðslu um hættur í stafrænu umhverfi.

Íslenskir notendur samfélagsmiðilsins TikTok hafa undanfarna daga gagnrýnt harðlega dreifingu kynlífsmyndbands á miðlinum. Að því fram kemur er um að ræða myndband af fólki með þroskahömlun. Landssamtökin Þroskahjálp hafa töluverðar áhyggjur af sínum skjólstæðingum og segja þörf á verulega aukinni fræðslu og vitundarvakningu um hættur í stafrænum heimi. Vonir standa til að stjórnvöld stígi inn og styðji við samtökin í þeim efnum.

Fjöldi íslenskra notenda samfélagsmiðilsins TikTok hafa gagnrýnt dreifingu annarra notenda á myndbandinu sem um ræðir. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt dreifingu myndbandsins er Ingveldur Þóra Samúelsdóttir, en hún birti pistil þess efnis á samfélagsmiðlinum sjálfum. Ingveldur bendir í pistli sínum á að engu máli skipti hvaða augum fólk líti annað fólk, það eigi allir sömu virðingu skilið. Þá sé það að rakka fólk niður og gera grín að því fyrir hvað það geri í sínu einkalífi óásættanleg hegðun.

„Það að tveir fullorðnir einstaklingar hafi tekið þá ákvörðun að stunda kynlíf og taka það upp, með samþykki hvort frá öðru, [...] það kemur þér bara andskotans ekkert við hvað það kýs að gera,“ segir Ingveldur meðal annars og er, sem fyrr segir, fráleitt sú eina sem hefur gagnrýnt dreifingu myndbandsins.

Getur varðað fangelsi allt að fjórum árum.

Dreifing myndbandsins sem um ræðir er ólögleg. Samkvæmt almennum hegningarlögum skal hver sá sem dreifir eða birtir myndefni af nekt eða kynferðislegri háttsemi annarra án hans samþykkis sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Tilgreint er að sé slíkt brot framið af gáleysi varði það sektum eða fangelsi allt að einu ári.

„Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum“
Árni Múli Jónasson
framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp telja dreifingu á myndbandinu, sem og önnur viðlíka mál, mikið áhyggjuefni. „Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum, varðandi þær hættur sem eru til staðar í þessum heimi. Við höfum áhyggjur af þessu sem þú nefnir hér, myndbirtingum eins og þessum, en líka er til staðar hætta á að fólk sé afvegaleitt en vegna fötlunar og aðstæðna sinna er þessi hópur berskjaldaður. Við erum þá að tala um hættuna á því að einhverjir óprúttnir aðilar nái sambandi við fólk með hamlanir og nýti sér það með einhverjum hætti, hvort sem er með kynferðislegum hætti eða öðrum,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri samtakanna.

Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar segir að vitanlega geti allt fólk tekið ákvarðanir eða gert eitthvað sem það hefði ekki átt gera, eða sjái eftir. „En það er áhyggjuefni að fólk með fatlanir eða raskanir getur í einhverjum tilvikum verið líklegra en annað til að láta undan þrýstingi.“

Bæði Unnur og Árni Múli benda á að fólk með þroskahömlun hafi sjálfsákvörðunarrétt, sem ekki megi af þeim taka. Það geti hins vegar þurft meiri stuðning en aðrir til að fara með hann. Því sé gífurlega mikilvægt að auka fræðslu fyrir þann hóp. Landssamtökin Þroskahjálp hafa haft frumkvæði að því að vekja athygli á þörfinni á þjálfun og fræðslu fyrir sína umbjóðendur varðandi nýtingu upplýsingatækni, sem og hver ábyrg nýting þeirrar tækni er. Árni Múli segir að rætt hafi verið við stjórnvöld um styrki til að auka verulega fræðslu vegna hættunnar sem er samfara notkun netsins. „Fólk þarf að skilja að setji það eitthvað inn á netið er það komið þangað til að vera og getur farið í dreifingu um allan heim. Fólk þarf að skilja afleiðingarnar,“ segir Unnur og bendir einnig á mikilvægi þess að aukin verði fræðsla um heilbrigð samskipti á netinu.

Fatlaðir verða fyrir hatursorðræðu

Þrátt fyrir að Þroskahjálp séu meðvituð um þessar hættur hafa samtökin ekki haft tök á að hleypa af stokkunum stórfelldri vitundarvakningu um málaflokkinn. Árni Múli segir að unnið sé að því og samtökin séu bjartsýn á að stuðningur til þess fáist. Útbúa þurfi fræðusluefni sem nái til sem flestra, sem sé sniðið að mismunandi þörfum fólks með þroskahamlanir, sem og að samfélaginu öllu. Náist fjármagn til þess sjá samtökin fyrir sér að slíkt fræðsluefni verði nýtt til kennslu og fræðslu í skólum en einnig að það yrði birt á samfélagsmiðlunum sjálfum. „Þetta er flókið viðfangsefni. Það eru mikil tækifæri í stafrænni þróun fyrir okkar skjólstæðinga en það eru hættur líka, og kannski meiri en fyrir aðra hópa,“ segir Árni Múli.

„Ég held það gleymist oft að fatlað fólk verður fyrir hatursorðræðu“
Unnur Helga Óttarsdóttir
formaður Þroskahjálpar

Mörg dæmi má sjá á TikTok um að notendur geri gys að fólki sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, meðal annars fólki sem er með þroskahamlanir. Þau Árni Múli og Unnur segja að Þroskahjálp sé meðvituð um slíkt. „Það má setja þetta í samhengi við umræðu um hatursorðræðu, sem vissulega er stórt orð. En ef fólk er viljandi að gera gys að einstaklingi vegna fötlunar hans, þá er það hatursorðræða. Það er verið að lítillækka einstaklinginn vegna þess. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Árni Múli og bætir við að Þroskahjálp séu í samstarfi við starfshóp forsætisráðuneytisins sem vinni að því að greina hatursorðræðu.

„Ég held það gleymist oft að fatlað fólk verður fyrir hatursorðræðu, og ekki síst talsmenn fatlaðs fólks sem stíga fram og krefjast réttinda. Í því er fólgin bæði atlaga að persónum, að fólki með fötlun og atlaga að tjáningarfrelsinu. Það er stóralvarlegt því það getur dregið úr fólki og minnkar líkurnar á því að það treysti sér til að taka þátt í umræðu þar um. Þar er ekki um stóran hóp að ræða og þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Unnur.  

  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
3
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
4
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
6
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
7
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
9
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
10
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár