Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

873. spurningaþraut: Isaac M. Singer og (næstum) nafni hans

873. spurningaþraut: Isaac M. Singer og (næstum) nafni hans

Fyrri aukaspurning:

Árið 1982 birtist Þjóðviljinn viðtal við aðstandendur nýs kvikmyndablaðs sem þá var nýútkomið. Ritstjórar voru þeir Arnaldur Sigurðsson og ... sá sem prýðir myndina hér að ofan. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Í síðari heimsstyrjöldinni voru framleiddir í miklu magni ákveðnir hlutir sem nefndir voru Liberty og þóttu gagnast Bandamönnum mjög í baráttunni gegn öxulveldunum. Hvers konar fyrirbæri voru þetta? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

2.  Hvað kallar Gauti Þeyr Másson sig yfirleitt?

3.  Hvaða fyrirbæri er híjab?

4.  Hvaða bílafyrirtæki framleiðir Landcruiser?

5.  En hvaða fyrirtæki framleiðir Airbus-flugvélarnar?

6.  Isaac M. Singer — Bandaríkjamaður af þýskum ættum, fæddur 1811 — stofnaði árið 1851 fyrirtæki sem fullkomnaði uppgötvun sem aðrir höfðu þegar verið komnir vel á veg með að þróa. Af því spratt reyndar málarekstur en uppgötvun Singers sló í gegn. Og þessi uppgötvun var ... hvað?

7.  Annar maður sem hét næstum því sama nafni og Isaac M. Singer fæddist tæpri öld síðar í ákveðnu Evrópulandi. Hann fluttist reyndar til Bandaríkjanna 1935 af ótta við uppgang fasista og Gyðingahatara í Evrópu. Og þessi maður varð líka afreksmaður, eins og sá fyrri, þótt á listrænu sviði væri. Hvaða viðurkenningu eða afrek vann þessi síðarnefndi karl 1978?

8.  Hvað heitir sjónvarpsstöðin sem rekin er í tengslum við Fréttablaðið?

9.  Hver er elsti ráðherrann í ríkisstjórn Íslands?

10.  Guðrún Á. Símonar var kunn fyrir elsku sína að hvaða dýrum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir stöðuvatnið hér á myndinni miðri og ögn til vinstri?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Flutningaskip. Skip dugar ekki og herskip auðvitað alls ekki.

2,  Emmsjé Gauti.

3.  Höfuðskýlur múslimskra kvenna — af öllu tagi.

4.  Toyota.

5.  Airbus.

6.  Saumavél.

7.  Árið 1978 fékk Isaac B. Singer Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Nóbelsverðlaun og bókmenntir verður að nefna.

8.  Hringbraut.

9.  Jón Gunnarsson.

10.  Köttum.

***

Aukaspurningasvör:

Á efri myndinni er Gunnar Smári Egilsson.

Á neðri myndinni er Kaspíhaf.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu