Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

873. spurningaþraut: Isaac M. Singer og (næstum) nafni hans

873. spurningaþraut: Isaac M. Singer og (næstum) nafni hans

Fyrri aukaspurning:

Árið 1982 birtist Þjóðviljinn viðtal við aðstandendur nýs kvikmyndablaðs sem þá var nýútkomið. Ritstjórar voru þeir Arnaldur Sigurðsson og ... sá sem prýðir myndina hér að ofan. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Í síðari heimsstyrjöldinni voru framleiddir í miklu magni ákveðnir hlutir sem nefndir voru Liberty og þóttu gagnast Bandamönnum mjög í baráttunni gegn öxulveldunum. Hvers konar fyrirbæri voru þetta? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

2.  Hvað kallar Gauti Þeyr Másson sig yfirleitt?

3.  Hvaða fyrirbæri er híjab?

4.  Hvaða bílafyrirtæki framleiðir Landcruiser?

5.  En hvaða fyrirtæki framleiðir Airbus-flugvélarnar?

6.  Isaac M. Singer — Bandaríkjamaður af þýskum ættum, fæddur 1811 — stofnaði árið 1851 fyrirtæki sem fullkomnaði uppgötvun sem aðrir höfðu þegar verið komnir vel á veg með að þróa. Af því spratt reyndar málarekstur en uppgötvun Singers sló í gegn. Og þessi uppgötvun var ... hvað?

7.  Annar maður sem hét næstum því sama nafni og Isaac M. Singer fæddist tæpri öld síðar í ákveðnu Evrópulandi. Hann fluttist reyndar til Bandaríkjanna 1935 af ótta við uppgang fasista og Gyðingahatara í Evrópu. Og þessi maður varð líka afreksmaður, eins og sá fyrri, þótt á listrænu sviði væri. Hvaða viðurkenningu eða afrek vann þessi síðarnefndi karl 1978?

8.  Hvað heitir sjónvarpsstöðin sem rekin er í tengslum við Fréttablaðið?

9.  Hver er elsti ráðherrann í ríkisstjórn Íslands?

10.  Guðrún Á. Símonar var kunn fyrir elsku sína að hvaða dýrum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir stöðuvatnið hér á myndinni miðri og ögn til vinstri?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Flutningaskip. Skip dugar ekki og herskip auðvitað alls ekki.

2,  Emmsjé Gauti.

3.  Höfuðskýlur múslimskra kvenna — af öllu tagi.

4.  Toyota.

5.  Airbus.

6.  Saumavél.

7.  Árið 1978 fékk Isaac B. Singer Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Nóbelsverðlaun og bókmenntir verður að nefna.

8.  Hringbraut.

9.  Jón Gunnarsson.

10.  Köttum.

***

Aukaspurningasvör:

Á efri myndinni er Gunnar Smári Egilsson.

Á neðri myndinni er Kaspíhaf.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár