Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

872. spurningaþraut: Hér er spurt um bæði Puccini og Rocky-myndirnar

872. spurningaþraut: Hér er spurt um bæði Puccini og Rocky-myndirnar

Fyrri aukaspurning:

Hvað sýnir myndin hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar er Almannagjá?

2.  Hvaða fjölskylda heldur gjarnan til í Balmoral-kastala?

3.  Hvers konar tónverk er ítalska tónskáldið Giacomo Puccini þekktastur fyrir?

4.  Hvað heitir ameríski leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Rocky-myndunum?

5.  Hver er útbreiddasta trjátegundin á Íslandi?

6.  Á Mön-eyju einni, sem telst til Bretlandseyja, fæðast óvenju oft kettir sem eru óvenjulegir að einu leyti, sem sé hvaða leyti?

7.  Í Eyjaálfu eru 11 sjálfstæð ríki. Átta þeirra eru mjög lítil eyríki en hin þrjú eru býsna stór. Ástralía er náttúrlega langstærst en hver eru hin ríkin tvö af þeim stóru? Nefna þarf bæði. 

8.  Í hvaða firði á Íslandi er Hjalteyri?

9.  Einn af þingmönnum Framsóknarflokksins sagði óvænt af sér þingmennsku 2008 eftir að hafa gert klaufaleg mistök við að senda út tölvupóst. Hvað hét hann?

10.  Þann 17. desember 1966 fór fram bálför hálfsjötugs karls í Kaliforníu sem hafði andast tveim dögum áður úr lungnakrabbameini. Eftir bálför karlsins spunnust hins vegar miklar og furðulegar sögur og þjóðsögur um útförina og annað sem laut að dauða hans. Út á hvað gengu þær sögur?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er stúlkan á myndinni?  Hún er núna orðin ögn eldri en á myndinni en ekkert mjög samt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Á Þingvöllum.

2.  Breska konungsfjölskyldan.

3.  Óperur.

4.  Stallone.

5.  Birki.

6.  Rófulausir.

7.  Nýja-Sjáland og Papúa-Nýja Gínea.

8.  Í Eyjafirði.

9.  Bjarni Harðarson.

10.  Hann átti að hafa látið frysta lík sitt í von um endurlífgun og lækningu síðar meir. Þetta var sem sé Walt Disney. En það er ekkert hæft í sögunum.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd var tekin meðan kreppan mikla stóð yfir í Bandaríkjunum um og eftir 1930. Til að fá stig þurfiði því að nefna kreppuna miklu og Bandaríkin.

Á neðri myndinni er Sanna Marín núverandi forsætisráðherra Finnlands.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Konan á myndinni hét Florence Owens Thompson og var frumbyggi í báðar ættir. https://en.wikipedia.org/wiki/Florence_Owens_Thompson
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár