Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

871. spurningaþraut: Rússneskir stjórnarandstæðingar, lifandi og dauðir

871. spurningaþraut: Rússneskir stjórnarandstæðingar, lifandi og dauðir

Fyrri aukaspurning:

Ef myndin prentast vel má sjá þéttbýlisstað einn þarna efst. Hvað heitir sá?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er áin Guadalquivir?

2.  Áin Onyx er ekki nema 32 kílómetra löng en eigi að síður lengsta áin í heilli heimsálfu. Hvaða heimsálfu?

3.  „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns.“ Hver skrifaði fræga smásögu sem svo hét?

4.  Hvaða skáldverk samdi William Shakespeare önnur en leikrit? — svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

5.  Hvaða ríki ræður Korsíku?

6.  Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn?

7.  Hvað er franski konungurinn Charlemagne yfirleitt kallaður á íslensku?

8.  Úkraínumenn unnu Eurovision í vor og reglum samkvæmt ætti keppnin að ári að fara fram í Úkraínu. Vegna innrásar Rússar verður ekki af því en í staðinn verður keppnin haldin ... hvar?

9.  Rússneskir stjórnarandstæðingar eiga til að vera skammlífir. Árið 2015 var einn helsti andstæðingur Pútins skotinn til bana á brú rétt hjá Kreml en hann var þá að vinna að skýrslu um þátt Pútins og rússneskra hersveita í átökum í austurhéruðum Úkraínu. Hvað hét þessi karl?

10.  Annar stjórnarandstæðingur lifði naumlega af banatilræði þegar eitri virðist hafa verið komið fyrir í nærbuxum hans, og hann situr nú í fangelsi. Hvað heitir hann?

***

Seinni aukaspurning:

Fólk af vægast sagt misjöfnu sauðahúsi kemur við sögu í bandarískri sjónvarpsseríu sem nú er búið gera um fjórar þáttaraðir — og þeirri fjórðu er nýlokið. Hvað heitir þessi sería?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Spáni.

2.  Suðurskautslandinu.

3.  Ásta Sigurðardóttir.

4.  Sonnettur. Kvæði dugar ekki alveg.

5.  Frakkland.

6.  Rauður.

7.  Karlamagnús.

8.  Bretlandi. 

9.  Nemtsov.

10.  Navalný.

***

Svör við aukaspurningum:

Þéttbýlisstaðurinn heitir Stykkishólmur.

 

Sjónvarpsserían heitir Westworld.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár