Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

868. spurningaþraut: Hér er Noomi Rapace í brennidepli!

868. spurningaþraut: Hér er Noomi Rapace í brennidepli!

Fyrri aukaspurning:

Hvaða himinhnöttur prýðir myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Aki Kauris­mäki er listamaður sem fæst við ... hvað?

2.  En hvaðan ætli hann sé ættaður?

3.  Sænska kvikmyndastjarnan Noomi Rapace lék nýlega aðalhlutverk í kvikmynd leikstjórans Vladimars Jóhannssonar sem tekin var hér á landi. Hvað heitir sú mynd?

4.  Rapace varð fræg fyrir rúmum áratug þegar hún lét nokkurn dimmhuga tölvunörd í þremur sænskum spennumyndum eftir sögum Stieg Larssons. Sú persóna nefnist Lisbeth ... hvað?

5.  Rapace er fædd í Hudiksvall í Svíþjóð en fluttist fimm ára í annað land með móður sinni og ólst þar upp. Hvaða land var það?

6.  „Fagurt galaði fuglinn sá ...“ segir í fornum kviðlingi. Hvaða fugl galaði svo fagurt?

7.  Yfir hvaða ríki réði Katrín mikla?

8.  En í hvaða ríki er Ulaanbaatar höfuðborg?

9.  Hvað heitir skáldsaga Halldórs Laxness um Ólaf Kárason?

10.  Vírusinn sem veldur Covid-19 er nefndur XXXX-CoV-2. Það er að segja í stað fjögurra bókstafa hef ég sett XXXX. Hvað á að standa þarna?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kvikmyndagerð.

2.  Frá Finnlandi.

3.  Hún er ýmist nefnd Lamb eða Dýrið, svo stig fæst fyrir hvorttveggja.

4.  Salander.

5.  Á Íslandi.

6.  Hænsni.

7.  Rússlandi.

8.  Mongólíu.

9.  Heimsljós.

10.  SARS.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Tunglið okkar. Þetta er sú hlið þess sem ævinlega snýr frá Jörðinni.

Á neðri mynd er söngkonan Bríet. Myndin er af vef Morgunblaðsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár