Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

863. spurningaþraut: Eyja þar sem háð var sjóorrusta?

863. spurningaþraut: Eyja þar sem háð var sjóorrusta?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða eyju má sjá hér fyrir miðri mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Við eyjuna hér að ofan var háð ein af frægustu sjóorrustum sögunnar — en það er mjög langt síðan. Þar öttu heimamenn kappi við ... hverja?

2.  Í hvaða borg á Bretlandi spilar fótboltaliðið Chelsea?

3.  Ron DeSantis heitir maður nokkur. Nú um stundir bíða ýmsir í ofvæni eftir því hvort hann muni láta til skarar skríða og leggja í opinberan slag við ... hvern?

4.  Hvað heitir eyríkið þar sem Bjarni Benediktsson og fleiri áttu umdeilt félag, Falson & Co.?

5.  Í hvaða hafi er það eyríki?

6.  „Afi minn fór á honum Rauð / eitthvað suður á bæi, /að sækja bæði ...“ Hvað fór afi að sækja?

7.  „Fljúga hvítu fiðrildin / fyrir utan gluggann, / þarna siglir einhver inn ...“ Hver siglir inn?

8.  Hvað nefnist skipaskurðurinn milli Karíbahafs og Kyrrahafs?

9.  Það kemur vart á óvart að tvö algengustu ættarnöfn heimsins skuli bæði vera kínversk. Um það bil 100 milljónir manna bera annaðhvort þessara nafna. Hver eru þau? Hér dugar annað nafnið til að fá stig en hafirðu bæði rétt, þá færðu sérstakt Mao-stig.

10.  Intxausti, Arrigorriagakoa, Otxoa, Zuloaga, Izaguirre. Þessi nöfn eru heldur lengri og flóknari en hin stuttu og snaggaralegu kínversku nöfn. Úr hvaða Evróputungu eru þessi ættarnöfn sprottin?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl sem hér má sjá hluta af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Persa.

2.  London.

3.  Donald Trump.

4.  Seychelles-eyjar.

5.  Indlandshafi.

6.  Sykur og brauð.

7.  Ofurlítil duggan.

8.  Panama-skurður.

9.  Wang og Li.

10.  Basknesku. Spænska er alrangt svar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á eftir myndinni er eyjan Salamis við Aþenu í Grikklandi.

Á neðri myndinni er Jónas Hallgrímsson.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár