Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver fer með viðskiptamál í ríkisstjórninni nú?
2. Í hvaða heimsálfu er ríkið Malaví?
3. Frá hvaða landi er breski stjórnmálamaðurinn Rishi Sunak ættaður?
4. Hvað er óhætt að segja að hafi verið sögulegasti viðburðurinn sem gerðist á Íslandi árið 1809?
5. Í hvaða landi er borgin Strasborg?
6. Orð eitt er komið úr grísku en er nú, trúi ég, notað lítt breytt í öllum helstu tungumálum heimsins. þar á meðal íslensku, þótt tilraunir hafi verið gerðar til að nota íslenskt orð yfir fyrirbærið sem orðið lýsir. Orðið er stutt en eigi að síður samsett úr tveim orðum eða orðhlutum í grískunni — og það þýðir í raun og veru „það sem ekki verður skorið sundur“ — eða „sundur deilt“. Hvaða orð er þetta?
7. Hver Bítlanna söng lagið Yellow Submarine?
8. Hversu langt er (því sem næst) milli Hveragerðis og Selfoss? Eru það 2 kílómetrar, 7 kílómetrar, 12 kílómetrar, 17 kílómetrar eða 22 kílómetrar?
9. Hver er formaður Flokks fólksins?
10. Við hvaða fjörð er Súðavík?
***
Aukaspurning sú hin seinni:
Hvaða dýr er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Lilja Alfreðsdóttir.
2. Afríku.
3. Indlandi. (Foreldrar hans eru að vísu fæddir hvort í sínu Afríkulandi en bæði vel og tryggilega ættuð frá Indlandi.)
4. Valdarán Jörundar hundadagakonungs.
5. Frakklandi.
6. Atóm.
7. Ringo Starr.
8. Tólf kílómetrar.
9. Inga Sæland.
10. Álftafirði.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið er úr kvikmyndinni Saturday Night Fever.
Dýrið nefnist kakkalakki.
Athugasemdir