Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

854. spurningaþraut: Hve margar fisktegundir hafa fundist við Ísland?

854. spurningaþraut: Hve margar fisktegundir hafa fundist við Ísland?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan? Þau sem vita hvað leikkonan heitir fá svo sérstakt kvikmyndastig.

***

Aðalspurningar:

1.  Undir hvaða nafni eða nöfnum þekkjum við asetýlsalisýlsýru best?

2.  Hans Zimmer er maður sem hefur hlotið óskarsverðlaunin tvívegis. Fyrir hvað?

3.  Hvaða borg í Asíu ber nafn sem þýðir Ljónaborg?

4.  Í Úkraínu er líka borg sem heitir í rauninni Ljónaborg. Hvað köllum við þá borg?

5.  Trúflokkur einn sem sprottinn er í Bandaríkjunum styðst við flókið kenningakerfi sem gengur út á að mannkynið eigi rætur sínar að rekja til fyrirbæra utan úr geimnum sem komu hingað fyrir milljónum ára. Þótt kenningarnar hljómi fáránlega aðhyllast víst um 25.000 manns trú þessa þar vestra. Hvað nefnist trúflokkurinn? 

6.  Og hver er lang, langfrægasti einstaklingurinn sem aðhyllist þessa trú?

7.  Hver er stærstur spörfugla í heimi?

8.  Hversu margar fisktegundir hafa fundist við Ísland samkvæmt „fiskatali“ sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók 15. nóvember 2000? Eru það 36 fisktegundir, 360 tegundir, 3.600 tegundir, 36.000 tegundir eða 360.000 tegundir?

9.  Tvö gömul varðskip Landhelgisgæslunnar voru nýlega seld. Hvað heita þau? Nefna þarf bæði.

10.  Kraut-rokk er heiti notað á ansi þunga og tilraunakennda rokktónlist sem þróaðist í tilteknu landi um og upp úr 1970. Hvaða land var það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Magnyl eða aspirín — hvort tveggja er rétt.

2.  Tónlist.

3.  Singapúr.

4.  Lviv. Hún er að vísu eftir fursta að nafni Leó, ekki dýrategundinni ljón.

5.  Vísindakirkjan, Church of Scientology.

6.  Tom Cruise.

7.  Hrafninn.

8.  360 fisktegundir.

9.  Ægir og Týr.

10.  Þýskaland. Að þessu sinni elti ég ekki ólar við hvort fólk segir Þýskaland eða Vestur-Þýskaland.

***

Svör við aukaspurningum:

Kvikmyndin, sem fyrri spurningin snýst um, heitir Arrival. Leikkonan heitir aftur á móti Amy Adams.

Konan á neðri myndinni er Steinunn Valdís, borgarstjóri og síðar þingmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár