Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

852. spurningaþraut: Þýskur barón í rússneskum her?

852. spurningaþraut: Þýskur barón í rússneskum her?

Fyrri aukaspurning:

Þessi kona lék eitt aðalhlutverkið í frægri hryllingsmynd sem frumsýnd var fyrir rúmlega 40 árum. Hvað hét bíómyndin? Nafn konunnar gefur svo eitt nett bíóstig.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver lýsti yfir framboði sínu til formanns Samfylkingarinnar fyrir viku síðan?

2.  Á 18. öld barðist þýskur barón í her Rússa í stríði við Tyrki. Um afar litrík ævintýri hans í þessu stríði var nokkru síðar samin fræg bók. Hvað hét þessi barón?

3.  Illskeyttur sjúkdómur er einnig kenndur við þennan barón. Í hverju lýsir hann sér?

4.  Hvað þýðir orðtakið að eitthvað gangi á afturfótunum hjá einhverjum?

5.  Árið 1970 varð kona ráðherra á Íslandi í fyrsta sinn. Hvaða kona?

6.  En hvers konar ráðherra varð hún? — og hér þarf að tilgreina ráðuneytið nákvæmlega.

7.  Brynjólfur Bjarnason var áratugum saman einna fremstur í flokki í hreyfingu íslenskra ... ja, hverra?

8.  Leiftur er dýr sem oft verður vart við Ísland þótt ekki þekki allir dýrið með þessu nafni. Hvers konar dýr er leiftur?

9.  Svo reynir hér á athyglisgáfuna. Ekki kíkja! — en númer hvað er þessi spurningaþraut?

10.  Þýski rithöfundurinn Erich Maria Remarque sendi 1928 frá sér skáldsögu byggða á reynslu sinni úr skotgröfum fyrri heimsstyrjaldar. Hvað nefndist þessi skáldsaga í íslenskri þýðingu?

***

Seinni aukaspurning:

Konan hér að neðan sat á Alþingi 2003 til 2007 og var þá yngst þingmanna. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kristrún Frostadóttir.

2.  Münchhausen.

3.  Fólk gerir sér upp sjúkdóma. Athugið að ímyndunarveiki er ekki rétt svar — fólk sem er haldið ímyndunarveiki ímyndar sér að það sé haldið sjúkdómum, en gerir sér þá ekki upp á vísvitandi hátt.

4.  Að allt gangi illa.

5.  Auður Auðuns.

6.  Dóms- og kirkjumálaráðherra varð hún. Kirkjumálin verða að fylgja með.

7.  Kommúnista. Sósíalistar duga hér ekki.

8.  Hvalur — af höfrungaætt.

9.  Hún er númer 852.

10.  Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum.

***

Svör við aukaspurningum:

Shelley Duvall lék í myndinni The Shining.

Duvall í myndinni The Shining 1980.

Þingkonan fyrrverandi heitir Dagný Jónsdóttir.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár