Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

851. spurningaþraut: Svolítill leikur spurningahöfundar, hér

851. spurningaþraut: Svolítill leikur spurningahöfundar, hér

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd frá 1981 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrst minnst er á bíómyndir, hver leikstýrir myndinni Beast með Idris Elba í aðalhlutverki en sú var frumsýnd nýlega?

2.  Elba lék í nokkur ár aðalhlutverk í breskum glæpaþáttum. Hann lék rannsóknarlögreglumann og þættirnir hétu eftir persónu hans. Persóna Elba hét sem sé ... hvað?

3.  Maui, O'ahu og Kaua'i heita þrjár eyjar sem tilheyra hvaða eyjaklasa?

4.  Frá hvaða eyju braust Napoleón Bonaparte snemma árs 1815?

5.  Í hvaða landi er hæsta stytta heimsins af konu?

6.  Hvað hét kona Óðins yfirguðs?

7.  Sú er kölluð hjúskapargyðja, en jafnframt tekið fram að hún veit ... hvað?

8.  Hvaða karl er sagður hafa neglt plagg með allmörgum fullyrðingum um guðfræðileg efni á kirkjudyr í Wittenberg? — Og svo er lárviðarstig í boði fyrir að muna hve margar fullyrðingar eða greinar voru á þessu plaggi.

9.  Og hvaða ár gerðist þetta? Var það 1317 — 1417 — 1517 — 1617 — eða 1717?

10.  Annar var læknir sem þróaði eitt áhrifamesta lyf sögunnar. Hinn var rithöfundur sem þróaði eina vinsælustu sögupersónu seinni áratuga. Þeir báru sama eftirnafn sem var ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða eldstöð skildi eftir sig þau ummerki sem sjá má á þessari mynd? Takið eftir mönnunum.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Baltasar Kormákur.

2.  Luther.

3.  Havaí-eyjaklasanum.

4.  Elbu.

5.  Rússlandi (við Volgograd, áður Stalingrad).

6.  Frigg.

7.  Örlög manna.

8.  Luther. Greinarnar voru 95.

9.  1517.

10.  Fleming. Læknirinn hét Alexander og þróaði pencillín, höfundurinn hét Ian og skóp James Bond.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr myndinni Das Boot.

Eldstöðin sem skildi eftir sig jakann á seinni myndinni var Katla. Myndin er frá gosinu 1918.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár