Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða kvikmynd frá 1981 er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Fyrst minnst er á bíómyndir, hver leikstýrir myndinni Beast með Idris Elba í aðalhlutverki en sú var frumsýnd nýlega?
2. Elba lék í nokkur ár aðalhlutverk í breskum glæpaþáttum. Hann lék rannsóknarlögreglumann og þættirnir hétu eftir persónu hans. Persóna Elba hét sem sé ... hvað?
3. Maui, O'ahu og Kaua'i heita þrjár eyjar sem tilheyra hvaða eyjaklasa?
4. Frá hvaða eyju braust Napoleón Bonaparte snemma árs 1815?
5. Í hvaða landi er hæsta stytta heimsins af konu?
6. Hvað hét kona Óðins yfirguðs?
7. Sú er kölluð hjúskapargyðja, en jafnframt tekið fram að hún veit ... hvað?
8. Hvaða karl er sagður hafa neglt plagg með allmörgum fullyrðingum um guðfræðileg efni á kirkjudyr í Wittenberg? — Og svo er lárviðarstig í boði fyrir að muna hve margar fullyrðingar eða greinar voru á þessu plaggi.
9. Og hvaða ár gerðist þetta? Var það 1317 — 1417 — 1517 — 1617 — eða 1717?
10. Annar var læknir sem þróaði eitt áhrifamesta lyf sögunnar. Hinn var rithöfundur sem þróaði eina vinsælustu sögupersónu seinni áratuga. Þeir báru sama eftirnafn sem var ... hvað?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða eldstöð skildi eftir sig þau ummerki sem sjá má á þessari mynd? Takið eftir mönnunum.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Baltasar Kormákur.
2. Luther.
3. Havaí-eyjaklasanum.
4. Elbu.
5. Rússlandi (við Volgograd, áður Stalingrad).
6. Frigg.
7. Örlög manna.
8. Luther. Greinarnar voru 95.
9. 1517.
10. Fleming. Læknirinn hét Alexander og þróaði pencillín, höfundurinn hét Ian og skóp James Bond.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið er úr myndinni Das Boot.
Eldstöðin sem skildi eftir sig jakann á seinni myndinni var Katla. Myndin er frá gosinu 1918.
Athugasemdir