Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

851. spurningaþraut: Svolítill leikur spurningahöfundar, hér

851. spurningaþraut: Svolítill leikur spurningahöfundar, hér

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd frá 1981 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrst minnst er á bíómyndir, hver leikstýrir myndinni Beast með Idris Elba í aðalhlutverki en sú var frumsýnd nýlega?

2.  Elba lék í nokkur ár aðalhlutverk í breskum glæpaþáttum. Hann lék rannsóknarlögreglumann og þættirnir hétu eftir persónu hans. Persóna Elba hét sem sé ... hvað?

3.  Maui, O'ahu og Kaua'i heita þrjár eyjar sem tilheyra hvaða eyjaklasa?

4.  Frá hvaða eyju braust Napoleón Bonaparte snemma árs 1815?

5.  Í hvaða landi er hæsta stytta heimsins af konu?

6.  Hvað hét kona Óðins yfirguðs?

7.  Sú er kölluð hjúskapargyðja, en jafnframt tekið fram að hún veit ... hvað?

8.  Hvaða karl er sagður hafa neglt plagg með allmörgum fullyrðingum um guðfræðileg efni á kirkjudyr í Wittenberg? — Og svo er lárviðarstig í boði fyrir að muna hve margar fullyrðingar eða greinar voru á þessu plaggi.

9.  Og hvaða ár gerðist þetta? Var það 1317 — 1417 — 1517 — 1617 — eða 1717?

10.  Annar var læknir sem þróaði eitt áhrifamesta lyf sögunnar. Hinn var rithöfundur sem þróaði eina vinsælustu sögupersónu seinni áratuga. Þeir báru sama eftirnafn sem var ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða eldstöð skildi eftir sig þau ummerki sem sjá má á þessari mynd? Takið eftir mönnunum.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Baltasar Kormákur.

2.  Luther.

3.  Havaí-eyjaklasanum.

4.  Elbu.

5.  Rússlandi (við Volgograd, áður Stalingrad).

6.  Frigg.

7.  Örlög manna.

8.  Luther. Greinarnar voru 95.

9.  1517.

10.  Fleming. Læknirinn hét Alexander og þróaði pencillín, höfundurinn hét Ian og skóp James Bond.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr myndinni Das Boot.

Eldstöðin sem skildi eftir sig jakann á seinni myndinni var Katla. Myndin er frá gosinu 1918.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár