Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

850. spurningaþraut: Gömul vörumerki stórfyrirtækja

850. spurningaþraut: Gömul vörumerki stórfyrirtækja

Þemaþraut! Hér er spurt um gömul vörumerki, eða lógó, fyrirtækja. Aðalspurningarnar snúast um erlend stórfyrirtæki en aukaspurningarnar um íslensk fyrirtæki.

Og sú fyrri:

Hvað hét fyrirtækið sem notaði vörumerkið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fyrirtæki hafði upphaflega þetta vörumerki? Ég hef þurrkað út nafn þess í miðju.

***

2.  En hvaða fyrirtæki hafði þetta vörumerki? Aftur hefur nafnið, sjálft nafnið, verið þurrkað út.

***

3.  En hvaða fyrirtæki hafði þessa mynd sem sitt fyrsta vörumerki?

***

4.  Hvaða fyrirtæki hafði þetta vörumerki? Nafnið hefur verið þurrkað út en þið ættuð nú að geta reiknað þetta út miðað við nútímavörumerkið.

***

5.  Þá kemur hér fyrsta vörumerki sem nokkuð umdeilt fyrirtæki notaði — en hvaða fyrirtæki?

***

6.  En hvaða fyrirtæki hafði þetta vörumerki í byrjun? Ég tók enn út nafnið sjálft.

***

7.  Þá kemur fyrsta vörumerki fyrirtækis sem mætti kannski ætla að hefði verið stofnað á 18. öld en var það raunar alls ekki. Hvaða fyrirtæki átti þetta vörumerki? Hér hefur enn verið föndrað — nokkuð gróflega — yfir sjálft heitið.

***

8.  En hvaða fyrirtæki kynnti sig í byrjun svona? Föndrað hef ég yfir hluta nafnsins.

***

9.  Fyrirtæki eitt var stofnað árið 1900 og fyrstu fjögur árin notaði það þetta vörumerki hér að neðan. En hvað hét fyrirtækið? Strax og þið áttið ykkur á af hverju myndin er, þá er svarið einfalt.

***

10.  Árið 1976 skipti fyrirtæki um nafn og þar af leiðandi vörumerki. Vörumerkinu svipaði mest til þjóðfána en með hið nýja nafn fyrirtækisins í miðju (rétt eins og gamla nafnið hafði staðið þar áður). Á myndinni hér að neðan hefur nafnið verið þurrkað út. Hvað nefndist nýja fyrirtækið?

Og hér er lárviðarstig í boði fyrir þá sem eru góðir í fyrirtækjasögu. Hvað stóð á vörumerkinu frá því fyrirtækið var stofnað 1958 og þar til það skipti um nafn árið 1976?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá gamlan fána gamalgróins fyrirtækis og vörumerkið prýðir fánann. Fyrirtækið er raunar enn við lýði en hefur skipt um vörumerki fyrir nokkru. Hvað heitir fyrirtækið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ikea. Vörumerkið leit svona út við stofnun fyrirtækisins 1943:

***

2.  Hér var um að ræða merki Adidas Sportschue.

***

3.  Myndin var að sjálfsögðu vörumerki Burger King eins og augljóst má vera á myndinni. Vörumerkið nú er svona:

***

4.  Svarið er Ford. Hér má sjá óbreytt gamla vörumerkið — og svo hið nýja:

***

5.  Svarið er Playboy, sem nú skartar þessu:

***

6.  Hér er um að ræða hamborgarafabrikkuna McDonalds:

***

7.  Hér var um að ræða fyrsta vörumerki Apple tölvufyrirtækisins.

***

8.  Þetta var að sjálfsögðu fyrsta vörumerki Pepsi Cola!

***

9.  Núverandi vörumerki olíufyrirtækisins Shell (skel) er svona:

***

10.  Fyrirtækið hét frá 1976 VISA og hefur nú þetta vörumerki:

En lárviðarstig fæst fyrir að vita þetta hér:

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrra fyrirtækið hét Loftleiðir. Svona leit vörumerkið út í allri sinni dýrð:

Hið síðara er Eimskipafélag Íslands.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár