Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

850. spurningaþraut: Gömul vörumerki stórfyrirtækja

850. spurningaþraut: Gömul vörumerki stórfyrirtækja

Þemaþraut! Hér er spurt um gömul vörumerki, eða lógó, fyrirtækja. Aðalspurningarnar snúast um erlend stórfyrirtæki en aukaspurningarnar um íslensk fyrirtæki.

Og sú fyrri:

Hvað hét fyrirtækið sem notaði vörumerkið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fyrirtæki hafði upphaflega þetta vörumerki? Ég hef þurrkað út nafn þess í miðju.

***

2.  En hvaða fyrirtæki hafði þetta vörumerki? Aftur hefur nafnið, sjálft nafnið, verið þurrkað út.

***

3.  En hvaða fyrirtæki hafði þessa mynd sem sitt fyrsta vörumerki?

***

4.  Hvaða fyrirtæki hafði þetta vörumerki? Nafnið hefur verið þurrkað út en þið ættuð nú að geta reiknað þetta út miðað við nútímavörumerkið.

***

5.  Þá kemur hér fyrsta vörumerki sem nokkuð umdeilt fyrirtæki notaði — en hvaða fyrirtæki?

***

6.  En hvaða fyrirtæki hafði þetta vörumerki í byrjun? Ég tók enn út nafnið sjálft.

***

7.  Þá kemur fyrsta vörumerki fyrirtækis sem mætti kannski ætla að hefði verið stofnað á 18. öld en var það raunar alls ekki. Hvaða fyrirtæki átti þetta vörumerki? Hér hefur enn verið föndrað — nokkuð gróflega — yfir sjálft heitið.

***

8.  En hvaða fyrirtæki kynnti sig í byrjun svona? Föndrað hef ég yfir hluta nafnsins.

***

9.  Fyrirtæki eitt var stofnað árið 1900 og fyrstu fjögur árin notaði það þetta vörumerki hér að neðan. En hvað hét fyrirtækið? Strax og þið áttið ykkur á af hverju myndin er, þá er svarið einfalt.

***

10.  Árið 1976 skipti fyrirtæki um nafn og þar af leiðandi vörumerki. Vörumerkinu svipaði mest til þjóðfána en með hið nýja nafn fyrirtækisins í miðju (rétt eins og gamla nafnið hafði staðið þar áður). Á myndinni hér að neðan hefur nafnið verið þurrkað út. Hvað nefndist nýja fyrirtækið?

Og hér er lárviðarstig í boði fyrir þá sem eru góðir í fyrirtækjasögu. Hvað stóð á vörumerkinu frá því fyrirtækið var stofnað 1958 og þar til það skipti um nafn árið 1976?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá gamlan fána gamalgróins fyrirtækis og vörumerkið prýðir fánann. Fyrirtækið er raunar enn við lýði en hefur skipt um vörumerki fyrir nokkru. Hvað heitir fyrirtækið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ikea. Vörumerkið leit svona út við stofnun fyrirtækisins 1943:

***

2.  Hér var um að ræða merki Adidas Sportschue.

***

3.  Myndin var að sjálfsögðu vörumerki Burger King eins og augljóst má vera á myndinni. Vörumerkið nú er svona:

***

4.  Svarið er Ford. Hér má sjá óbreytt gamla vörumerkið — og svo hið nýja:

***

5.  Svarið er Playboy, sem nú skartar þessu:

***

6.  Hér er um að ræða hamborgarafabrikkuna McDonalds:

***

7.  Hér var um að ræða fyrsta vörumerki Apple tölvufyrirtækisins.

***

8.  Þetta var að sjálfsögðu fyrsta vörumerki Pepsi Cola!

***

9.  Núverandi vörumerki olíufyrirtækisins Shell (skel) er svona:

***

10.  Fyrirtækið hét frá 1976 VISA og hefur nú þetta vörumerki:

En lárviðarstig fæst fyrir að vita þetta hér:

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrra fyrirtækið hét Loftleiðir. Svona leit vörumerkið út í allri sinni dýrð:

Hið síðara er Eimskipafélag Íslands.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár