Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

845. spurningaþraut: Hversu margir hundar eru nú á dögum?

845. spurningaþraut: Hversu margir hundar eru nú á dögum?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá unga konu spreyta sig við stjórn sjónvarpsþáttar árið 1983. Hver er konan?

Og svo fæst skonrokksstig ef þið vitið hvað söngkonan í bakgrunninum heitir!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er kolmunni?

2.  Kolskeggur var bróðir einnar helstu hetju Íslendingasagnanna. Hver var hetjan?

3.  En hvað þýðir orðið kolbítur?

4.  Hvaða ríki í veröldinni flytur inn og notar nærri helminginn af öllum þeim kolum sem nýtt eru í heiminum?

5.  Hversu margir hundar eru taldir vera nú á dögum — svona um það bil? Eru hvuttarnir 9 milljónir, 90 milljónir, 900 milljónir eða 9 milljarðar?

6.  Árið 1853 hófst grimmileg barátta um Krímskaga sem þá tilheyrði rússneska keisaradæminu. Þrjár þjóðir öttu þá kappi við Rússa. Nefnið að minnsta kosti tvær þeirra! 

7.  Hver dó 5. maí 1821 og önduðu þá ýmsir í Frakklandi léttar, ekki síst innan valdastéttarinnar, en aðrir hörmuðu andlátið?

8.  Hver er eini maðurinn sem hefur verið bæði ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins?

9.  Hvað heitir leikskólinn sem hefur í áratugi verið við Tjörnina í Reykjavík?

10.  En hvaða hús stendur nánast á móti þessum leikskóla og er iðulega í fréttum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir leikkonan sem hér sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fisktegund.

2.  Gunnar á Hlíðarenda.

3.  Olnbogabarn eða dugleysingi. Ég gef rétt fyrir hvaðeina sem nálgast nógu mikið aðra hvora merkinguna.

4.  Kína.

5.  900 milljónir.

6.  Bretland, Frakkland og Tyrkland.

7.  Napóleon.

8.  Ólafur Stephensen.

9.  Tjarnarborg.

10.  Ráðherrabústaðurinn.  

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Edda Andrésdóttir. Og í bakgrunninum er Stevie Nicks.

Á neðri myndinni er Sigrún Edda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Reyndar tók Sardinía einnig þátt í Krímstríðinu með hinum þremur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár