Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

845. spurningaþraut: Hversu margir hundar eru nú á dögum?

845. spurningaþraut: Hversu margir hundar eru nú á dögum?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá unga konu spreyta sig við stjórn sjónvarpsþáttar árið 1983. Hver er konan?

Og svo fæst skonrokksstig ef þið vitið hvað söngkonan í bakgrunninum heitir!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er kolmunni?

2.  Kolskeggur var bróðir einnar helstu hetju Íslendingasagnanna. Hver var hetjan?

3.  En hvað þýðir orðið kolbítur?

4.  Hvaða ríki í veröldinni flytur inn og notar nærri helminginn af öllum þeim kolum sem nýtt eru í heiminum?

5.  Hversu margir hundar eru taldir vera nú á dögum — svona um það bil? Eru hvuttarnir 9 milljónir, 90 milljónir, 900 milljónir eða 9 milljarðar?

6.  Árið 1853 hófst grimmileg barátta um Krímskaga sem þá tilheyrði rússneska keisaradæminu. Þrjár þjóðir öttu þá kappi við Rússa. Nefnið að minnsta kosti tvær þeirra! 

7.  Hver dó 5. maí 1821 og önduðu þá ýmsir í Frakklandi léttar, ekki síst innan valdastéttarinnar, en aðrir hörmuðu andlátið?

8.  Hver er eini maðurinn sem hefur verið bæði ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins?

9.  Hvað heitir leikskólinn sem hefur í áratugi verið við Tjörnina í Reykjavík?

10.  En hvaða hús stendur nánast á móti þessum leikskóla og er iðulega í fréttum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir leikkonan sem hér sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fisktegund.

2.  Gunnar á Hlíðarenda.

3.  Olnbogabarn eða dugleysingi. Ég gef rétt fyrir hvaðeina sem nálgast nógu mikið aðra hvora merkinguna.

4.  Kína.

5.  900 milljónir.

6.  Bretland, Frakkland og Tyrkland.

7.  Napóleon.

8.  Ólafur Stephensen.

9.  Tjarnarborg.

10.  Ráðherrabústaðurinn.  

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Edda Andrésdóttir. Og í bakgrunninum er Stevie Nicks.

Á neðri myndinni er Sigrún Edda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Reyndar tók Sardinía einnig þátt í Krímstríðinu með hinum þremur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár