Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

839. spurningaþraut: Hér er spurt um eina fimm Íslendinga!

839. spurningaþraut: Hér er spurt um eina fimm Íslendinga!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir þessi ungi piltur, sem reyndar er þarna að rappa (meira af vilja en mætti) en ekki að elda mat?

***

Aðalspurningar:

1.  Kona nokkur var skírð Norma J. Mortensen þegar hún fæddist 1926 en varð svo kunn undir öðru nafni. Hvaða nafni?

2.  Á hvaða eyju er borgin Palermo?

3.  En á hvaða eyju er ríkið Brunei?

4.  Árið 1991 var frumsýnd kvikmyndin Börn náttúrunnar sem segja má að hafi komið íslenskri kvikmyndagerð á kortið í útlöndum. Hver leikstýrði myndinni?

5.  En hver lék aðalkvenhlutverk myndarinnar?

6.  En hver lék þá aðalkarlinn?

7.  Menntun stjórnmálamanna getur verið ýmisleg. Hvaða kunni stjórnmálamaður í Evrópu á 21. öld er doktor í skammtaefnafræði? 

8.  Hversu lengi svaf Þyrnirós?

9.  Íslenskur rithöfundur kvaddi sér hljóðs árið 1988 með skáldsögunni Mín káta angist og hefur síðan m.a. skrifað skáldsögurnar Íslenska drauminn, Íslandsförina og Valeyrarvalsinn. Hvað heitir þessi höfundur?

10.  Svo vill til að móðir þessa rithöfundar var ein virtasta fréttakona og fréttastjóri landsins á ofanverðri 20. öld. Hvað hét hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi önd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Marilyn Monroe.

2.  Sikiley.

3.  Borneo.

4.  Friðrik Þór Friðriksson.

5.  Sigríður Hagalín.

6.  Gísli Halldórsson.

7.  Angela Merkel.

8.  Eina öld.

9.  Guðmundur Andri Thorsson.

10.  Margrét Indriðadóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Pilturinn heitir Haaland og er nú frægur fótboltakappi.

Öndin heitir Hexía.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár