Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Nýtt félag flýti samgönguframkvæmdum og innheimti veggjöld

Op­in­bert hluta­fé­lag, al­far­ið í eigu rík­is­ins, mun halda ut­an um ný sam­göngu­verk­efni og inn­heimta notk­un­ar­gjöld. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra kynnti áform um laga­setn­ingu þess efn­is á sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Tveir rík­is­stjórn­ar­flokk­ar voru áð­ur and­víg­ir veg­gjöld­um.

Nýtt félag flýti samgönguframkvæmdum og innheimti veggjöld
Sigurður Ingi Jóhannsson Innviðaráðherra boðar stofnun opinbers hlutafélags sem stýri samgönguframkvæmdum og innheimti veggjöld.

Eitt eða fleiri opinber hlutafélög munu halda utan um ný samgönguverkefni og innheimta notkunargjöld frá þeim sem þau nýta, gangi eftir áform Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um lagasetningu sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda í dag. Tveir þeirra flokka sem mynda ríkisstjórn lýstu áður yfir andstöðu við veggjöld.

Ráðherra áformar að leggja frumvarpið fram á Alþingi, en lagaheimild skortir nú fyrir stofnun slíks félags. Ríkisstjórnin hefur þá stefnu að flýta fyrir þjóðhagslega arðsömum samgönguframkvæmdum með samstarfi við einkaaðila og fjölbreyttri fjármögnun. Nú þegar hefur verið veitt heimild til að semja við einkaaðila um sex slík verkefni og endurheimta framkvæmdakostnaðinn með notkunargjöldum. Í samgönguáætlun til ársins 2034 segir einnig að stefnt sé að gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi sem fjármagna eigi rekstur og viðhald ganganna sem og hluta framkvæmdakostnaðar nýrra jarðganga.

Næsta skref er að stofna opinbert hlutafélag sem heldur utan um framkvæmdir og innheimtu veggjaldanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. „Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, s.s. aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða,“ segir í tilkynningunni. Áformin byggja á samvinnu innviðaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Vegagerðarinnar.

VG og Framsókn höfnuðu áður veggjöldum

Þeir tveir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki hafa áður goldið varhug við innleiðingu veggjalda. Í landsfundarályktun Vinstri grænna um samgöngumál frá því í október 2017, mánuði áður en ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur var mynduð, sagði að Vinstri græn teldu að vegakerfið skyldi byggt upp og því viðhaldið úr sameiginlegum sjóðum og að flokkurinn hafnaði „hugmyndum um uppbyggingu grunnvegakerfis byggðri á vegatollum.“

Þegar Vinstri græn lýstu yfir þessari afstöðu var flokkurinn í stjórnarandstöðu á meðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sat. Á þessum tíma lýsti Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu, undir forystu nýs formanns síns, Sigurðar Inga, einnig stuðningi við annars konar fjármögnun samgönguframkvæmda. Í málefnaályktun flokksþings flokksins um samgöngumál vorið 2018, skömmu eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn, kom fram að útfæra þyrfti nýjar tekjuleiðir sem endurspegli afnot af þjóðvegakerfinu og að eldsneytisskattar skyldu áfram mynda tekjugrunn samgangna á landi, og/eða að aksturstengd gjöld leysi þá af hólmi. Loks sagði: „Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Alveg furðuleg að alíngismenn skylji ekki með allir þeirri taekni sem þegar er fyrir hendi skuli ekki fara einföldustu leiðin sem allir geta orðið samála um. að innheimta göld til vega framkvamda með kílómetra gjaldi á bíla og, þá borga þeir bara mest sem keira mest og þeir sem keira mist borga minst og þeir sem ekki keira bíla borga ekki neitt .

    Þetta myndi öruglaga stula að því menn kera bara eftir þörfum og þeir sem þurfa að kera langt fá stirki fra vinnuvetanda til að borga eftir maeli svokallaðann ökutakja stirk ef bíll er notaður til að komast í vinnu eða úr vinnu eins og er algengt með þá sem vinna í stjórnsísluni .

    Þá myndi atvinnulífið taka þatt í að draga úr mengun með alskomnar aðgerðum til damis með að menn sem þufa að akka frá til damis Akranesi ,Selfossi eða Kverageri myndu sameinast um að nota bara eitt ökutaeki til að komast í vinnu sem mydi baði spar akstu ef fjórir eru í bíl frekar en það sé bara einn í hverjum bíl sem myndi þíð 4 bíla í stað eins .

    Svo vaeri haegt að miða ökutakja stirki við allt sem er framyfir 2o km verði greitt fyrir af vinuveitanda

    Og á meðan notast er við bensín og diselbíla mati laeka eiðsliu bila með lakuðum hámarkshraða úr 9o kmá kl í 8o km kl .
    Min reinsla við að aka diselbíl á núverandi hamarkshraða í 8o í stað 9o km kl þá spars ekldsneiti úr 12 litrum á ekna 1oo km í 9.5 lítrara á ekna 1oo km.

    Raqfmagsbílstjóra veðr að satta sig við laekaðan hraða þar til haett er að notast við bensí eða disel (sem verður anns seind á öldini ef afram heldur sem horfir í dag.

    Ef þessi leið yrði fyrir vLINU MINDU MENN SPAR AKSTUR AÐ fremsta megni enda bílar ekki lengur leikföng heldur eins og kalla var í den faerileikur til að komas milli staða af nauðsin.

    Og ég tala nú ekk um um hversu mikið meingun myndi mínka .

    Notu skynsemina til að minka mengun sem við verðum að gera af lífvaenlegt á að verða fyrir manninn að lifa af
    0
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Hver er munurinn á opinberu hlutafélagi,alfarið í eigu ríkissinns,eð ríkiskassanum ???
    0
    • Stefán Örvar Sigmundsson skrifaði
      Opinbert hlutafélag hefur eigin stjórn, markmið og starfsmenn. Það er erfitt að stýra öllum ríkisrekstri beint úr fjármálaráðuneytinu.
      0
  • HÞJ
    Hjálmar Þór Jónsson skrifaði
    Væntanlega mun Samherji og ömmur sjávarútvegs fyrirtækji sjá hag sinn í því að blóðmjólka allmenning í.þessu með blessun xB.
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Já, hlutafélag til að rukka veggjöld, ætli Finnur Ingólfsson sé atvinnulaus, kjörið dæmi fyrir hann, vanur í bransanum, framsóknarmaður og alles.
    4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Enn eitt einkafyrirtæki ríkisins með stjórn og forstjóra með 2 til 5 milljónir í mánaðarlaun og hægt að framlengja endalaust svo aflóga gæðingar og þingmenn hafi feita bita til að setjast að ef þjóðin hafnar óráðsíðunni þeirra. Framkvæmd sem skilar öngvu nema kostnaði fyrir alla en hægt er að kaupa fáein atkvæði heimamanna og "buisnessmanna" með aðgerðinni... ekki í fyrsta sinn. Og ef heimamenn halda þeir sjálfir ríði feitum hesti frá þá eru þeir hér með minntir á kvótann sem Þorsteinn Már og fáeinir aðrir eiga í dag... með innihalds og meiningarlausri hneyksla þingmanna í fallandi flokkum eða almennum vinsældarveiðum. Því kvótinn átti jú að tryggja atvinnu í öllum útnárum þar sem hægt var að kaupa sér atkvæði... og merkilegt nokk þá velur landsbyggðin ennþá þessa tæru snillinga sem "sína menn" á þing.

    Svipað gáfulegt og lögbundin ástandsskoðun íbúða vegna sölu en í byggingariðnaði er það vel þekkt að kostnaður snarjókst við aðkomu "eftirlitsfyrirtækja" en gæðin ekki og auðvitað allir ábyrgðarlausir... eða eru þið búin að gleyma OR húsinu og þeim kostnaði sem fallið hefur á almenning vegna þess að allir voru stikkfrí ?

    Skýrslurnar koma ekki til með að vera undir hálfa milljón per íbúð í kostnaðarauka... til lukku með það tæru snillingar.

    Leggjum niður skattrannsókn og fjármálaeftirlit nema undir ægihrammi Seðló eða Skattsins... sem lýtur beinni stýringu fjármálaráðuneytis og svo þessi óráðsía enn og aftur.

    Já nýir kjósendur Framsóknar geta glaðst... þetta kallast að skjóta sig í klofið.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu