Ómurinn af rokktónlist síðustu aldar og lyktin af hráum, nýslátruðum hval, stigmagnast eftir því sem komið er nær hvalstöðinni í Hvalfirði. Sjöunda langreyður vertíðarinnar liggur á steinsteyptu planinu við höfnina og gríðarstórar vélknúnar sagir sem eru boltaðar niður á planið, vinna á hræinu. Eins og reykur frá stórum vélum, leggur gufan upp þegar sagað er í gegnum þykk bein í hrygg hvalsins. Ekkert hefur verið veitt í þrjú ár af langreyðum á Íslandi og er augljóslega stemming í mannskapnum sem stígur stundum dansspor við hlið hvalhræsins. „Veiðin gengur ágætlega, bara verið dálítil bræla, en gengur bara ágætlega. Þú getur sagt það,“ segir Kristján Loftsson hvalveiðimaður.
Veiðarnar eru sem fyrr gagnrýndar harðlega og hefur forystufólk ferðaþjónustunnar kallað eftir að veiðum verði hætt: hingað vilji túristar ekki koma meðan hvalir eru veiddir. Íslenskar hvalveiðar borga sig ekki og hafa ekki gert í minnst áratug, samkvæmt tölum úr ársreikningi eina fyrirtækisins sem gerir …
Einkennilegur heimur sem við lifum í, við sem þjóð höfum lifað að mestu í sátt við náttúruna allt í einu má ekki veiða hval, laxinn er hvalinn og píndur og svo sleppt. Þorskurinn og líklega önnur sjávardýr eru að verða heilög í augum sumra, landbúnaður óþarfur og illa með dýrin farið að mati þess meðvitaða hóps sem stýrir umræðunni frá degi til dags. Spaugilegast af öllu eru þó áhyggjur fólksinns af því að hvalveiðarnar skuli hugsanlega reknar með tapi.
þegar tveir koma saman þá geta orðið deilur hvort hvalveiðar skaði ásýnd þjóðar veit í sjálfu sér ekki nokkur maður, svo er það líka þannig að allir hlutir geta skaðað málstað, hvað sem er. Hátt verðlag í landinu og stundum ótrúlega há verðlagning getur líka skaðað ásýnd þjóðar og bara svo miklu meira sem getur valdið skaða. Við verðum að lifa með því, í ljósi hvalveiða þá er ekki gott að sjá skaðann í landi troðfullu af túristum.
Það er óskaplega auðvelt að vera gáfulegur í framan taka hval í fóstur og vera á móti öllu.