Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.

„Feitt fólk virðist einhvern veginn alltaf þurfa að vera að réttlæta tilverurétt sinn. Ef ég pósta mynd af mér á Instagram í bikiníi er ég hætt að pósta texta með, einhverju um allir líkamar mega vera til. Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram. Því þú þarft ekki að gera það, þú getur bara póstað og ekki verið að pæla í því. Af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi fyrir mig? Við erum bara tvær manneskjur sem megum taka nákvæmlega sama pláss, og gera nákvæmlega það sem okkur hentar svo lengi sem við séum ekki að skaða aðra. Mynd af mér á bikiníi skaðar engan.“ 

Þetta segir Lilja Gísladóttir, viðmælandi Eddu Falak í nýjasta þætti Eigin kvenna. Lilja hefur nýtt sér samfélagsmiðla, einkum Instagram þar sem hún er með tæplega 3.400 fylgjendur, til að vekja athygli á fitufordómum í samfélaginu. „Fitufordómar eru ofbeldi, ekki umhyggja. OFBELDI! Fræðum okkur, verum góð hvert við annað og hættum að láta útlit annara okkur varða,“ skrifar hún við mynd sem hún birti af sér þar sem hún er í bikiníi. 

Hún segir í viðtalinu að hún fái oft afar neikvæð viðbrögð þegar hún birti af sér myndir. Fólk hafi meðal annars sakað hana um að auglýsa offitu og hvetja til óheilbrigðs lífsstíls.

„Það gerist reglulega, að ég sé sögð vera að ýta undir að aðrir vilji vera feitir,“ segir Lilja og segir jafnframt að hún skilji ekki hvers vegna fólk sé að tjá sig um holdafar annarra. „Af hverju ættirðu að kommenta eitthvað neikvætt á líkama einhvers. Þetta er líkami einhvers annars, hann hefur ekkert með þig að gera, þú getur ekki breytt honum og hann hefur engin áhrif á þig.“ 

Orð hafa afleiðingar

Pabbi Grís

Lilja segir að fólk verði að hafa í huga að orð hafi afleiðingar, meðal annars hafi orðræðan áhrif á börn. Þannig sé ekki óalgengt að börn, til að mynda frændsystkin hennar, spyrji hana af hverju hún sé feit. „Af hverju ert þú með svona stóra bumbu,“ er spurning sem hún hefur þurft að svara þeim. Sjálfri finnst henni það ekkert mál en vitanlega finnist mörgum slíkar spurningar óþægilegar. Hins vegar þurfi að velta fyrir sér hvers vegna börn, kannski fjögurra ára eins og frænka hennar, séu yfirhöfuð að velta því fyrir sér hvers vegna einhver sé með stóran maga.

„Það er nú svo fyndið hvað pabbi hennar Peppu er feitur“

„Það þarf ekkert náttúrlega að koma af heimilinu. Ég fór geðveikt mikið að pæla í þessu fyrir nokkrum árum síðan þegar litla frænka mín spurði mig að þessu og þá komumst við að því að í Peppa Pig sem er risastór teiknimyndasjónvarpsþáttur sem krakkar horfa mikið á, þar er alltaf verið að tönnlast á því hvað pabbi hennar Peppu sé feitur. Af því hann sé feitur þá getur hann ekki gert þetta og getur ekki gert hitt. Og það er nú svo fyndið hvað pabbi hennar Peppu er feitur. Þannig að þá er strax farið að búa til einhver svona neikvæð hugrenningatengsl hjá börnum. Að það að vera feitur er sama sem að geta ekki eitthvað, eða það sé eitthvað slæmt.“

Bara lýsingarorð

Ekki ætti að skilgreina fólk út frá holdafari þess, segir Lilja. Þess vegna sé það allt í lagi í rauninni að segja að einhver sé feitur, heldur sé það merkingin sem lögð er í orðnotkunina, hin neikvæða skilgreining. „Orðið feitur er bara lýsingarorð og mér finnst allt í lagi að það sé sagt, þú ert feit. Já, ég er það. Það er bara eins og að segja, þú ert sæt. Þú ert með brún augu. En þegar börn eru farin að taka svona neikvæða punkta úr samfélaginu og setja við einhver lýsingarorð þá verður það náttúrlega þannig að þau fara að tengja það við sjálfa sig og fara að pæla í hvernig líkaminn þeirra lítur út, og annarra krakka og fara að kommenta á holdafar annarra krakka sem er óþarfi.“

Hún segist ekki taka þetta jafn nærri sér í dag eins og hún gerði þegar hún var yngri. Fordómarnir sem hún segist verða fyrir nær daglega hafi þó enn af og til mikil áhrif á hana. „Það koma alveg kaflar þar sem manni finnst bara erfitt. Og það er bara þannig hjá öllum. Og þegar það er svoleiðis þá getur eitt svona komment bara sett þig í rúmið í fósturstellinguna í nokkra daga. Þetta getur verið ógeðslega erfitt.“

Lilja segir að á erfiðum tímum þegar hún hefur beinlínis orðið fyrir aðkasti vegna mynda sem hún hefur birt á Instagram geti hún alltaf treyst á vinkonur sínar. „Af því að stundum getur fólk verið virkilega ljótt. Stundum íhuga ég alveg áður en ég birti einhverja mynd, er ég tilbúin í skilaboðin sem koma ef ég pósta þessari mynd. Ef einhver kommentar undir myndirnar mínar þá er yfirleitt herinn mættur til þess að svara fyrir mig, ég þarf ekki að gera það sjálf, skilurðu. Svo hika ég heldur ekkert við að henda kommentum út sem mér finnst ljót. Þetta er minn miðill, þetta eru mínar myndir, þetta er snýst um mig og mitt sem ég er að gera, ef þú vilt ekki fylgjast með því og ef þér finnst það svona ógeðslegt, farðu þá bara eitthvert annað. Það er líka alveg valmöguleiki. Þú þarft ekki að opna myndirnar mínar og skoða þær.“

Trúðurinn Jordan Peterson

Yumi NuJordan Petersen hrökklaðist af Twitter eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur fyrir ummælil sín um fyrirsætuna.

Fólk þarf nefnilega ekki að skoða myndir, hafa á þeim skoðun, hvað þá orða þá skoðun sína. Lilja nefnir í því samhengi uppákomu sem varð á dögunum þegar af Sports Illustrated birti á forsíðu tímarits síns mynd af fyrirsætunni Yumi Nu á sundbol, en Nu er fyrirsæta í stærri stærð sem kallað er. „Þá var einhver trúður sem setti á Twitter að þetta væri ekki flott.“

Lilja er hér að vísa í Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing sem hefur verið ötull við að koma skoðunum sínum, meðal annars andstöðu gegn femínisma svo eitthvað sé nefnt. Peterson skrifaði einmitt þetta á Twitter: „Fyrirgefiði. Ekki fallegt.“ Fyrir þetta fékk hann yfir sig harða gagnrýni, svo harða að hann hrökklaðist af Twitter.

„Hann ákveður bara að það sé ekki flott. Og hann ákveður að það vilji allir vita að honum finnist feitir ekki flottir. Og það var alveg pínu erfitt sko, af því að þá fannst mér umræðan vera að taka svo ógeðslega mörg skref aftur á bak. Af því mér fannst við vera komin á svo góðan stað,“ segir Lilja.

Mikilvæg fyrirmynd fyrir ungt fólk

Lilja segir að það sé mikilvægt að eiga sér fyrirmyndir og samfélagsmiðlar geti verið góður staður til að sýna fjölbreytileika mannlífsins. „Þess vegna finnst mér ótrúlega mikilvægt að við séum nokkrar með opinn miðil og séum að deila myndum af allskonar líkömum og séum að tala um allskonar líkama og gefa þeim rými,“ segir Lilja sem hefði viljað eiga sér slíka fyrirmynd þegar hún var yngri.

„Ég hugsa að þegar ég var unglingur þá hefði það verið ótrúlega gott fyrir mig að hafa einhverja fyrirmynd sem var eins og ég. Sjá manneskju með líkama eins og mig í fjölmiðlum eða bara eins og núna á samfélagsmiðlum sem var ekki jafn mikið þegar við vorum unglingar. Og ég fæ alveg oft þannig skilaboð: Vá, hvað ég er þakklát fyrir þig, dóttir mín fylgist með þér og ég er svo ótrúlega glöð að hún hafi fyrirmynd sem er ekki bara eitthvað endalaust að tala um útlit eða að það skipti einhverju máli, bara að hún sé líka bara nóg og verðug fyrir það sem hún er.“

Hrædd við sérfræðilækna

Lilja segir þekkt að feitt fólk fái ekki þær viðtökur hjá læknum sem eðlilegt sé að það fái, sökum þess að það sé feitt. Oft sé ekki hlustað á umkvartanir fólks um veikindi sökum þess að skuldinni sé skellt án athugunar á holdafar. Sjálf segist helst ekki vilja fara til sérfræðilækna, hún hafi því miður slæma reynslu af læknisheimsóknum.

„Ég veit alveg af hverju mér er illt í hnénu, ég slasaði mig í fótbolta“

„Sumar læknastéttir eru erfiðari en aðrar, og bara því miður er þetta þannig enn þá. Og hún [læknir á Reykjalundi] vildi senda mig til sérfræðilæknis út af því að ég er búin að eiga við ákveðið vandamál í hné síðan ég tognaði fyrir nokkrum árum og það hefur bara alltaf verið erfitt og mjög líklega er einhver vökvasöfnun í hnénu á mér. Ég sagði: Ég er hrædd við svoleiðis lækna og hún svaraði: Já, ég skil það og ég skil að þú viljir ekki fara þangað. Þannig að það varð aldrei neitt úr því af því ég neitaði að fara. Ég nenni ekki að fara til eins læknis í viðbót sem segir að mér sé bara illt í hnénu af því að ég er feit. Ég veit alveg af hverju mér er illt í hnénu, ég slasaði mig í fótbolta.“  

Lilja segir að hún skilji ekki hvers vegna fólk gefi holdafari annarra svo mikinn gaum, hafi svo miklar skoðanir á því hvernig aðrir líti út. „Það að ég sé feit, eða að ég grennist, eða að ég fitni, það breytir ekki þínu lífi. Það breytir engu hjá þér. Það hefur engin áhrif á þig eða einhvern annan. Þannig að af hverju ætti það að skipta þig einhverju máli?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla
4
Fréttir

Flakk­aði milli fjöl­skyldu­með­lima á með­an hún var í mennta­skóla

Það er þing­kon­unni Lilju Rann­veigu Sig­ur­geirs­dótt­ur hjart­ans mál að koma upp heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var sjálf nem­andi sem flutti í bæ­inn til að stunda nám við Verzl­un­ar­skóla Ís­lands og þekk­ir það því af eig­in raun að geta ekki kom­ið sér al­menni­lega fyr­ir á með­an nám­inu stend­ur. Hún seg­ir það skipta máli að það sé heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að tryggja jafn­rétti fyr­ir alla á land­inu þeg­ar kem­ur að námi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
10
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár