Ég veit ekki með ykkur, gott fólk, en fyrir mína parta finnst mér fátt óþægilegra en þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli.
Því miður hefur íslensk pólitík boðið upp á vandræðalega mörg tækifæri til að horfa upp á þá leiðinlegu sjón að undanförnu.
Ég er auðvitað að tala um VG, nema hvað.
Um daginn var rammaáætlun samþykkt á þingi og þar voru Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá færð úr verndarflokki í biðflokk, sem þýðir að nú má fara að hugleiða að virkja þau svæði.
Þetta þýðir margt.
Geðþóttaákvörðun
Til dæmis er héðan í frá ljóst að fyrirbærið „verndarflokkur“ er einskis virði úr því það er hægt með geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna – nánast að næturþeli – að taka svæði sem allir héldu að nytu sérstakrar verndar og virkja þau.
Þetta þýðir líka að allt tal VG um að flokkurinn sé umhverfisflokkur er héðan af einskis virði.
Rétt eins og flokkurinn hefur …
Lygi og ómerkilegheit hefur verið aðalsmerki VG liða frá þeim tíma þegar orðunum, ,,að einhverjum detti það í hug að segja að VG hafi samið á bakvið tjöldin að koma sjálfstæðisflokknum að völdum" , hafi komið frá forystusveit VG fyrir kosningarnar 2017 ? Og, allir VG liðar voru kallaðir á fund til að hlægja saman að öllum öðrum , þegar þetta raungerðist ?
Katrín Jakobsdóttir er bara tuska, lufsa eða verkfæri hins harða markaðs-kapítalisma.