Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða

Eggerti Þór Kristó­fers­syni, for­stjóra Fest­ar, var sagt upp störf­um, seg­ir Við­skipta­blað­ið, þrátt fyr­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið hafi sent frá sér til­kynn­ingu um ann­að. Ekki virð­ist vera ein­ing um upp­sögn­ina í hlut­hafa­hópn­um. Við­skipta­blað­ið set­ur upp­sögn Eggerts í sam­hengi við mál Vitaliu Lazarevu, sem vændi tvo stóra hlut­hafa fé­lags­ins um að hafa brot­ið gegn sér kyn­ferð­is­lega en ann­ar þeirra var einnig stjórn­ar­formað­ur þess.

Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða
Segja Eggert hafa verið rekinn Viðskiptablaðið fjallar um það í dag að Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi forstjóri Festar, hafi verið rekinn úr starfi. Í blaðinu er uppsögnin sett í samhengi við Vitaliu-málið svokallaða. Mynd: n1

Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi forstjóri Festar, var rekinn en hætti ekki af sjálfsdáðum hjá almenningshlutafélaginu, segir Viðskiptablaðið. Fjallað er um starfslok Eggerts í blaðinu í dag og eru þau sett í samhengi við Vitalíumálið svokallaða. Í blaðinu er fjallað um það að tveir af stærstu einkafjárfestunum í hluthafahópi Festar, Þórður Már Jóhannesson, og Hreggviður Jóhannsson, hafi tengst því máli.  Þórður Már var meðal annars stjórnarformaður Festar þar til í janúar.  Aðrir sem höfðu aðkomu að Vitalíumálinu voru Arnar Grant og Ari Edwald. 

Vítalía Lazareva steig fram í þætti Eddu Falak, Eigin Konum, í upphafi þessa árs.  Þar lýsti hún atburðum sem áttu sér stað í sumarbústaðarferð með  fjórmennningum Þórði Má, Arnari, Hreggviði og Ara. „Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvert þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk,“ sagði Vitalía meðal annars í þættinum.  Opinberarnir Vitaliu leiddu til þess að þeir aðilar sem hún sakaði um að hafa  brotið gegn sér drógu sig í hlé í ýmsum hlutverkum sínum í viðskiptalífinu. Þórður Már hætti meðal annars sem stjórnarformaður Festar. 

Eggert talaði opinberlega um hita

En áður en Vitalía steig fram í viðtalinu í ársbyrjun 2022 höfðu sögur um það grasserað eftir að hún birti frásögn um atburðarásina á Instragram í lok október 2021. Eggert sagði meðal annars í viðtali við Stundina að „hiti“ hefði verið á fyrirtækinu vegna þess. „Ég hef fengið símtöl frá ýmsum aðilum varðandi málið en ekkert formlegt erindi hefur verið sent á mig eða félagið vegna málsins.“

Eggert steig því opinberlega fram og ræddi um málið, jafnvel þó það hafi snert stjórnarformann þess og tvo hluthafa, áður en málið varð opinbert í raun. 

Stundin gerði ítrekaðir tilraunir til að ná tali af Eggerti í gær og dag vegna málsins en án árangurs.

Stundin gerði sömuleiðis tilraunir til að hringja í stjórnarmenn Festar en  án árangurs.

Þórður og Hreggviður tengdir við frásögnina

Athygli vekur að í frétt Viðskiptablaðsins er ekki rætt við Eggert sjálfan en samt eru ítarlegar lýsingar á því hvernig honum var sagt upp störfum. Þá er heldur enginn af stjórnarmönnum Festar tekinn í viðtal um málið. Í raun er enginn viðmælandi í viðtali um málavöxtu. 

Þá er einnig athyglivert í fréttinni hvernig Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson eru tengdir við frásögnina, tveir menn sem lentu í kasljósi fjölmiðla vegna Vítalíumálsins, án þess að þessi tenging þeirra við umfjöllunina eigi sér sýnilegar skýringar í því sem sagt er. 

Þetta bendir til að ýmislegt sé ósagt um starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar hjá Festi, eins og Viðskiptablaðið raunar veltir upp. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu