Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða

Eggerti Þór Kristó­fers­syni, for­stjóra Fest­ar, var sagt upp störf­um, seg­ir Við­skipta­blað­ið, þrátt fyr­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið hafi sent frá sér til­kynn­ingu um ann­að. Ekki virð­ist vera ein­ing um upp­sögn­ina í hlut­hafa­hópn­um. Við­skipta­blað­ið set­ur upp­sögn Eggerts í sam­hengi við mál Vitaliu Lazarevu, sem vændi tvo stóra hlut­hafa fé­lags­ins um að hafa brot­ið gegn sér kyn­ferð­is­lega en ann­ar þeirra var einnig stjórn­ar­formað­ur þess.

Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða
Segja Eggert hafa verið rekinn Viðskiptablaðið fjallar um það í dag að Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi forstjóri Festar, hafi verið rekinn úr starfi. Í blaðinu er uppsögnin sett í samhengi við Vitaliu-málið svokallaða. Mynd: n1

Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi forstjóri Festar, var rekinn en hætti ekki af sjálfsdáðum hjá almenningshlutafélaginu, segir Viðskiptablaðið. Fjallað er um starfslok Eggerts í blaðinu í dag og eru þau sett í samhengi við Vitalíumálið svokallaða. Í blaðinu er fjallað um það að tveir af stærstu einkafjárfestunum í hluthafahópi Festar, Þórður Már Jóhannesson, og Hreggviður Jóhannsson, hafi tengst því máli.  Þórður Már var meðal annars stjórnarformaður Festar þar til í janúar.  Aðrir sem höfðu aðkomu að Vitalíumálinu voru Arnar Grant og Ari Edwald. 

Vítalía Lazareva steig fram í þætti Eddu Falak, Eigin Konum, í upphafi þessa árs.  Þar lýsti hún atburðum sem áttu sér stað í sumarbústaðarferð með  fjórmennningum Þórði Má, Arnari, Hreggviði og Ara. „Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvert þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk,“ sagði Vitalía meðal annars í þættinum.  Opinberarnir Vitaliu leiddu til þess að þeir aðilar sem hún sakaði um að hafa  brotið gegn sér drógu sig í hlé í ýmsum hlutverkum sínum í viðskiptalífinu. Þórður Már hætti meðal annars sem stjórnarformaður Festar. 

Eggert talaði opinberlega um hita

En áður en Vitalía steig fram í viðtalinu í ársbyrjun 2022 höfðu sögur um það grasserað eftir að hún birti frásögn um atburðarásina á Instragram í lok október 2021. Eggert sagði meðal annars í viðtali við Stundina að „hiti“ hefði verið á fyrirtækinu vegna þess. „Ég hef fengið símtöl frá ýmsum aðilum varðandi málið en ekkert formlegt erindi hefur verið sent á mig eða félagið vegna málsins.“

Eggert steig því opinberlega fram og ræddi um málið, jafnvel þó það hafi snert stjórnarformann þess og tvo hluthafa, áður en málið varð opinbert í raun. 

Stundin gerði ítrekaðir tilraunir til að ná tali af Eggerti í gær og dag vegna málsins en án árangurs.

Stundin gerði sömuleiðis tilraunir til að hringja í stjórnarmenn Festar en  án árangurs.

Þórður og Hreggviður tengdir við frásögnina

Athygli vekur að í frétt Viðskiptablaðsins er ekki rætt við Eggert sjálfan en samt eru ítarlegar lýsingar á því hvernig honum var sagt upp störfum. Þá er heldur enginn af stjórnarmönnum Festar tekinn í viðtal um málið. Í raun er enginn viðmælandi í viðtali um málavöxtu. 

Þá er einnig athyglivert í fréttinni hvernig Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson eru tengdir við frásögnina, tveir menn sem lentu í kasljósi fjölmiðla vegna Vítalíumálsins, án þess að þessi tenging þeirra við umfjöllunina eigi sér sýnilegar skýringar í því sem sagt er. 

Þetta bendir til að ýmislegt sé ósagt um starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar hjá Festi, eins og Viðskiptablaðið raunar veltir upp. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár