Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða

Eggerti Þór Kristó­fers­syni, for­stjóra Fest­ar, var sagt upp störf­um, seg­ir Við­skipta­blað­ið, þrátt fyr­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið hafi sent frá sér til­kynn­ingu um ann­að. Ekki virð­ist vera ein­ing um upp­sögn­ina í hlut­hafa­hópn­um. Við­skipta­blað­ið set­ur upp­sögn Eggerts í sam­hengi við mál Vitaliu Lazarevu, sem vændi tvo stóra hlut­hafa fé­lags­ins um að hafa brot­ið gegn sér kyn­ferð­is­lega en ann­ar þeirra var einnig stjórn­ar­formað­ur þess.

Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða
Segja Eggert hafa verið rekinn Viðskiptablaðið fjallar um það í dag að Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi forstjóri Festar, hafi verið rekinn úr starfi. Í blaðinu er uppsögnin sett í samhengi við Vitaliu-málið svokallaða. Mynd: n1

Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi forstjóri Festar, var rekinn en hætti ekki af sjálfsdáðum hjá almenningshlutafélaginu, segir Viðskiptablaðið. Fjallað er um starfslok Eggerts í blaðinu í dag og eru þau sett í samhengi við Vitalíumálið svokallaða. Í blaðinu er fjallað um það að tveir af stærstu einkafjárfestunum í hluthafahópi Festar, Þórður Már Jóhannesson, og Hreggviður Jóhannsson, hafi tengst því máli.  Þórður Már var meðal annars stjórnarformaður Festar þar til í janúar.  Aðrir sem höfðu aðkomu að Vitalíumálinu voru Arnar Grant og Ari Edwald. 

Vítalía Lazareva steig fram í þætti Eddu Falak, Eigin Konum, í upphafi þessa árs.  Þar lýsti hún atburðum sem áttu sér stað í sumarbústaðarferð með  fjórmennningum Þórði Má, Arnari, Hreggviði og Ara. „Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvert þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk,“ sagði Vitalía meðal annars í þættinum.  Opinberarnir Vitaliu leiddu til þess að þeir aðilar sem hún sakaði um að hafa  brotið gegn sér drógu sig í hlé í ýmsum hlutverkum sínum í viðskiptalífinu. Þórður Már hætti meðal annars sem stjórnarformaður Festar. 

Eggert talaði opinberlega um hita

En áður en Vitalía steig fram í viðtalinu í ársbyrjun 2022 höfðu sögur um það grasserað eftir að hún birti frásögn um atburðarásina á Instragram í lok október 2021. Eggert sagði meðal annars í viðtali við Stundina að „hiti“ hefði verið á fyrirtækinu vegna þess. „Ég hef fengið símtöl frá ýmsum aðilum varðandi málið en ekkert formlegt erindi hefur verið sent á mig eða félagið vegna málsins.“

Eggert steig því opinberlega fram og ræddi um málið, jafnvel þó það hafi snert stjórnarformann þess og tvo hluthafa, áður en málið varð opinbert í raun. 

Stundin gerði ítrekaðir tilraunir til að ná tali af Eggerti í gær og dag vegna málsins en án árangurs.

Stundin gerði sömuleiðis tilraunir til að hringja í stjórnarmenn Festar en  án árangurs.

Þórður og Hreggviður tengdir við frásögnina

Athygli vekur að í frétt Viðskiptablaðsins er ekki rætt við Eggert sjálfan en samt eru ítarlegar lýsingar á því hvernig honum var sagt upp störfum. Þá er heldur enginn af stjórnarmönnum Festar tekinn í viðtal um málið. Í raun er enginn viðmælandi í viðtali um málavöxtu. 

Þá er einnig athyglivert í fréttinni hvernig Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson eru tengdir við frásögnina, tveir menn sem lentu í kasljósi fjölmiðla vegna Vítalíumálsins, án þess að þessi tenging þeirra við umfjöllunina eigi sér sýnilegar skýringar í því sem sagt er. 

Þetta bendir til að ýmislegt sé ósagt um starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar hjá Festi, eins og Viðskiptablaðið raunar veltir upp. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár