Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða

Eggerti Þór Kristó­fers­syni, for­stjóra Fest­ar, var sagt upp störf­um, seg­ir Við­skipta­blað­ið, þrátt fyr­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið hafi sent frá sér til­kynn­ingu um ann­að. Ekki virð­ist vera ein­ing um upp­sögn­ina í hlut­hafa­hópn­um. Við­skipta­blað­ið set­ur upp­sögn Eggerts í sam­hengi við mál Vitaliu Lazarevu, sem vændi tvo stóra hlut­hafa fé­lags­ins um að hafa brot­ið gegn sér kyn­ferð­is­lega en ann­ar þeirra var einnig stjórn­ar­formað­ur þess.

Segja uppsögn Eggerts í kjölfar Vitaliumálsins óútskýrða
Segja Eggert hafa verið rekinn Viðskiptablaðið fjallar um það í dag að Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi forstjóri Festar, hafi verið rekinn úr starfi. Í blaðinu er uppsögnin sett í samhengi við Vitaliu-málið svokallaða. Mynd: n1

Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi forstjóri Festar, var rekinn en hætti ekki af sjálfsdáðum hjá almenningshlutafélaginu, segir Viðskiptablaðið. Fjallað er um starfslok Eggerts í blaðinu í dag og eru þau sett í samhengi við Vitalíumálið svokallaða. Í blaðinu er fjallað um það að tveir af stærstu einkafjárfestunum í hluthafahópi Festar, Þórður Már Jóhannesson, og Hreggviður Jóhannsson, hafi tengst því máli.  Þórður Már var meðal annars stjórnarformaður Festar þar til í janúar.  Aðrir sem höfðu aðkomu að Vitalíumálinu voru Arnar Grant og Ari Edwald. 

Vítalía Lazareva steig fram í þætti Eddu Falak, Eigin Konum, í upphafi þessa árs.  Þar lýsti hún atburðum sem áttu sér stað í sumarbústaðarferð með  fjórmennningum Þórði Má, Arnari, Hreggviði og Ara. „Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvert þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk,“ sagði Vitalía meðal annars í þættinum.  Opinberarnir Vitaliu leiddu til þess að þeir aðilar sem hún sakaði um að hafa  brotið gegn sér drógu sig í hlé í ýmsum hlutverkum sínum í viðskiptalífinu. Þórður Már hætti meðal annars sem stjórnarformaður Festar. 

Eggert talaði opinberlega um hita

En áður en Vitalía steig fram í viðtalinu í ársbyrjun 2022 höfðu sögur um það grasserað eftir að hún birti frásögn um atburðarásina á Instragram í lok október 2021. Eggert sagði meðal annars í viðtali við Stundina að „hiti“ hefði verið á fyrirtækinu vegna þess. „Ég hef fengið símtöl frá ýmsum aðilum varðandi málið en ekkert formlegt erindi hefur verið sent á mig eða félagið vegna málsins.“

Eggert steig því opinberlega fram og ræddi um málið, jafnvel þó það hafi snert stjórnarformann þess og tvo hluthafa, áður en málið varð opinbert í raun. 

Stundin gerði ítrekaðir tilraunir til að ná tali af Eggerti í gær og dag vegna málsins en án árangurs.

Stundin gerði sömuleiðis tilraunir til að hringja í stjórnarmenn Festar en  án árangurs.

Þórður og Hreggviður tengdir við frásögnina

Athygli vekur að í frétt Viðskiptablaðsins er ekki rætt við Eggert sjálfan en samt eru ítarlegar lýsingar á því hvernig honum var sagt upp störfum. Þá er heldur enginn af stjórnarmönnum Festar tekinn í viðtal um málið. Í raun er enginn viðmælandi í viðtali um málavöxtu. 

Þá er einnig athyglivert í fréttinni hvernig Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson eru tengdir við frásögnina, tveir menn sem lentu í kasljósi fjölmiðla vegna Vítalíumálsins, án þess að þessi tenging þeirra við umfjöllunina eigi sér sýnilegar skýringar í því sem sagt er. 

Þetta bendir til að ýmislegt sé ósagt um starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar hjá Festi, eins og Viðskiptablaðið raunar veltir upp. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár