Minnihluti atkvæða kjósenda skilaði fjórum framboðum hreinum meirihluta fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí síðastliðinn. Sú reikniregla sem stuðst er við til að ákveða fjölda fulltrúa, d‘Hondt reglan, hyglir stærri framboðum á kostnað þeirra sem minni eru. Til er reikniregla sem jafnar þann mun, sem meðal annars er beitt í Skandinavíu. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor bendir á að á 64 ára tímabili, frá 1930 til 1994, hafi Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í fimmgang fengið hreinan meirihluta í Reykjavík með minnihluta atkvæða í krafti d‘Hondt reglunnar þegar önnur reikniregla hefði ekki skilað sömu niðurstöðu.
Sé rýnt í úrslit kosninganna um miðjan mánuðinn má sjá að beiting d‘Hondt reiknireglunnar hefur þar haft veruleg áhrif. Sem fyrr segir náðu framboð hreinum meirihluta í fjórum sveitarfélögum út á minnihluta atkvæða. Í Árborg hlaut Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirhluta en hlaut 46,4 prósent atkvæða. Flokkurinn fékk sex sveitarstjórnarfulltrúa kjörna en atkvæðafjöldi hans hefði í raun aðeins átt að duga …
Hvaða kosinn leiðtogi ákvað að breyta? Og hvaða ár?
Var það kannski embættismaður sem smeigði því inn?
Ef að ekki hefur verið kosið um reiknireglur af almenningi er hún framkvæmd án lagaheimildar