„Danadjöfull,“ hreytir styggi leiðsögumaðurinn Ragnar í danska prestinn Lucas þegar þeir hittast í fyrsta skipti í kvikmyndinni Volaða land. Myndin gerist á 19. öld og fjallar um ferðalag prestsins með Ragnari yfir óvægið hálendið, en prestinum er falið að reisa kirkju og messa yfir þegnum Danakonungsins á eldfjallaeyjunni í norðri. Samskipti þjóðanna og andstæður þeirra eru leiðarstef myndarinnar, sem keppir í Un Certain Regard flokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes, og kristallast það í ólíkri nálgun mannanna tveggja á náttúruna, guð og menn.
Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Ragnars, hörkutóls sem þó reynist eiga bæði sínar listrænu og andlegu hliðar. Við spjöllum saman á frumsýningardag myndarinnar í „Norræna húsinu“ svokallaða, rými sem kvikmyndamiðstöðvar Norðurlanda halda úti til þess að bransafólk frá löndunum geti kynnst innbyrðis og rætt við fjölmiðla um verkefnin sín. Ingvar og leikstjórinn Hlynur Pálmason eru báðir umsetnir af blaðamönnum áður en þeir þurfa að klæða sig í …
Athugasemdir