Alls 29 lönd skipa Atlantshafsbandalagið, eða NATO, en þeim mun líklega fjölga um tvö þegar Finnar og Svíar fá brátt aðild. Ísland er auðvitað meðal aðildarríkja en hefur reynt að halda sig frá beinum stríðsátökum, enda oft talað um að við séum herlaust land. Það er þó ekki með öllu rétt.
Við sendum vissulega helst sérfræðinga í að reka flugvelli og sinna almannatengslum til landa á borð við Afganistan og Írak en við búum líka yfir flota Landhelgisgæslunnar sem vinnur í nánu samstarfi við NATO og hefur sinnt hernaðarhlutverkum. Þetta eru ekki þungvopnuð skip, en vopnuð engu að síður og notuð til að auka eftirlit með Atlantshafi og víðar á vegum NATO. Þar á meðal til að koma í veg fyrir að afrískir flóttamenn komist til Evrópu.
Þar að auki eru hér hýstar fullkomnar orrustuþotur, sem undirritaður hefur meðal annars fengið að skoða að innan og utan á „varnarsvæðinu“ við …
Athugasemdir (1)