Liðnar sveitarstjórnarkosningar voru Sjálfstæðisflokknum ekki hagfelldar heilt á litið. Staða flokksins veiktist í sjö af tíu stærstu sveitarfélögum landsins, þar af í þremur þeim stærstu, og á höfuðborgarsvæðinu missti flokkurinn fimm sveitarstjórnarfulltrúa. Sérfræðingar sem Stundin ræddi við telja líklegt kjósendur flokksins hafi í meira mæli nú leitað yfir til Framsóknarflokksins, sem hafi rekið öfluga kosningabaráttu og náð eyrum fólks. Þá hafi landsmálapólitík smitað yfir í sveitarstjórnarkosningarnar og líklegt sé að andróður gegn Sjálfstæðisflokknum eftir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi haft einhverjar afleiðingar fyrir flokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í 20 sveitarfélögum í kosningunum um liðna helgi, miðað við kosningarnar fyrir fjórum árum. Alls búa 80 prósent landsmanna í sveitarfélögunum 20 þar sem flokkurinn missti fylgi, mismikið þó. Þá tapaði flokkurinn sveitarstjórnarfulltrúum í 14 sveitarfélögum. Flokkurinn bætti aftur á móti við sig fylgi í 13 sveitarfélögum og sveitarstjórnarfulltrúum í 6 sveitarfélögum. Í 13 sveitarfélögum hélst fulltrúatala flokksins …
Athugasemdir (1)