Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ist úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra auð­valds­flokka. Þetta seg­ir hún á Face­book í til­efni af sam­an­tekt á svör­um odd­vit­anna í Reykja­vík um sam­starf að lokn­um kosn­ing­um í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar.

Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Ekki inni í myndinni Sanna segir á Facebook að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé ekki inni í myndinni. Mynd: Stundin / Jón Ingi

Fyrstu tveir frambjóðendurnir á lista Sósíalistaflokksins segja báðir að ekki komi til greina að vinna með Sjálfstæðisflokknum að afloknum kosningum á laugardag. Flokkurinn hafi útilokað samstarf við auðvaldsflokka. Það séu bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn. 

„Við Sósíalistar útilokum samstarf með Sjálfstæðisflokki og öllum auðvaldsflokkum eins og ég hef víða sagt,“ skrifar Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins, á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.

„Við Sósíalistar útilokum samstarf með Sjálfstæðisflokki og öllum auðvaldsflokkum eins og ég hef víða sagt.“
Sanna Magdalena Mörtudóttir
oddviti Sósíalistaflokksins

Samskonar athugasemd barst frá öðrum manni á lista flokksins vegna fréttarinnar, Trausta Magnússyni, vegna samantektarinnar. Þar tiltók hann ekki bara Sjálfstæðisflokk heldur líka Viðreisn. „Við viljum árétta að Sanna hefur oft tekið fram að við útilokum samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, semsé auðvaldsflokka,“ skrifaði hann. 

Í oddvitakappræðum Stundarinnar sagðist Sanna vilja vinstri meirihluta eftir kosningar. „Við þurfum vinstri meirihluta og við getum starfað með öllum flokkum sem taka slaginn fyrir fólkið sem hafa verið skilin eftir hér í borginni. Af því við þurfum að byggja borgina hér á jöfnuði og útrýma óréttlætinu,“ sagði hún. En þarna átti hún ekki við Sjálfstæðisflokkinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár