Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kosningapróf Stundarinnar: Húsnæðismál eini ásteytingarsteinninn

Kjós­end­ur í Reykja­vík vilja Borg­ar­línu og minni áherslu á einka­bíl­inn, auk­ið lóða­fram­boð og fleiri fé­lags­leg­ar íbúð­ir og trygga leik­skóla­vist barna frá 12 mán­aða aldri, ef marka má nið­ur­stöð­ur kosn­inga­prófs Stund­ar­inn­ar.

<span>Kosningapróf Stundarinnar:</span> Húsnæðismál eini ásteytingarsteinninn
Á svipuðum nótum Séu svör þátttakenda í kosningaprófi Stundarinnar borin saman við svör frambjóðenda í Reykjavík má sjá mjög svipað mynstur. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Lítið ber á milli í skoðunum frambjóðenda í Reykjavík og kjósenda, sé miðað við kosningapróf Stundarinnar. Greinanlegast er hvar skilur á milli í afstöðu til þess hvort rétt sé að byggja upp í nýjum hverfum eða halda áfram að þétta byggð. Þar má greina mun því töluvert fleiri fleiri frambjóðendur eru andsnúnir því að lögð verði áhersla á uppbyggingu í nýjum hverfum, umfram þéttingu byggðar, en þátttakendur í kosningaprófinu.

Tíu efstu frambjóðendum framboðanna sem berjast um borgina bauðst að taka þátt í kosningaprófi Stundarinnar, alls 110 manns. 72 frambjóðendur úr öllum framboðum þáðu boðið. Afstaða kjósenda byggir á tæplega 7.700 svörum þeirra sem tekið höfðu prófið um miðjan dag í dag, föstudaginn 13. maí. Alls voru settar fram 45 fullyrðingar í kosningaprófinu sem frambjóðendur, og síðan þátttakendur í prófinu, gátu tekið afstöðu til. Sex svarmöguleikar voru við hverja fullyrðingu, mjög eða frekar ósammála og mjög eða frekar sammála, auk hlutlaus eða veit ekki/vil ekki svara.

Hér að neðan verður afstaða þátttakenda í prófinu rakin og borin saman við afstöðu frambjóðenda í hluta af þeim fullyrðingum sem settar voru fram í prófinu. Rétt er að gera þann fyrirvara að kosningapróf Stundarinnar er ekki vísindaleg skoðanakönnun; þar eð úrtak er ekki valið með handahófskenndum hætti heldur getur hver sem er tekið prófið. Þá er rétt að benda á að þegar notað er orðalagið kjósendur hér að neðan er að sjálfsögðu aðeins verið að vísa til þátttakenda í prófinu.

Hins vegar ætti afstaða frambjóðenda að vera nokkuð skýr, þar eð um afmarkað þýði er að ræða og svarhlutfall var rúm 65 prósent. Þá má nefna að allir oddvitar framboðanna svöruðu prófinu og allir nema einn frambjóðandi í 2. sæti framboðanna einnig.

Vilja uppbyggingu almenningssamgangna og Borgarlínu

Nokkur fjöldi fullyrðinga í prófinu fjallaði um samgöngur og í ljós kemur, ef marka má prófið, að Reykvíkingar vilja fremur að lögð verði áhersla á uppbyggingu almenningssamgangna umfram uppbyggingu gatnakerfisins. Alls eru 59 prósent þátttakenda á því á meðan að 28 prósent telja mikilvægara að gatnakerfið verði byggt upp. Frambjóðendur eru enn harðari fylgjendur almenningssamgangna því 68 prósent þeirra vilja fremur uppbyggingu þeirra en gatnakerfisins, á meðan rúm 16 prósent eru á öndverðum meiði.  

59%
kjósenda
vilja uppbyggingu almenningssamgangna
68%
frambjóðenda
vilja uppbygginu almenningssamgangna

Þátttakendur í kosningaprófinu er ekki á því að endurhugsa eigi Borgarlínu og greiða fremur götu einkabílsins. Því er tæpur helmingur allra þátttakenda mjög ósammála og 14 prósent til viðbótar frekar ósammála. Tæpur fjórðungur er hins vegar sammála því að það væri rétt að gera. Frambjóðendur eru á svipuðum nótum, 56 prósent eru mjög ósammála slíkri áherslubreytingu og 11 prósent frekar ósammála. Í heildina eru 27 prósent frambjóðenda hins vegar á því að betra væri að greiða götu einkabílsins.

Þáttakendur í kosningaprófinu vilja að yfirgnæfandi meirihluta að almenningssamgöngur verði gjaldfrjálsar fyrir börn að 18 ára aldri. 80 prósent svarenda segjast vera því sammála og þar af eru yfir 50 prósent mjög sammála. Gera má ráð fyrir að svarendum verði við ósk sinni, ef marka má svör frambjóðenda, en tæplega 80 prósent þeirra eru vilja gjaldfrjálsan strætó fyrir börn.

Vilja draga úr umferð en halda nagladekkjunum

Borgarbúar skiptast í tvö horn, þó ekki jafn stór, þegar tekin er afstaða til fullyrðingar um að sporna ætti gegn svifryksmengun með því að draga úr notkun einkabílsins. Um 55 prósent svarenda eru því sammála en um 30 prósent eru því andvíg. Enn stærra hlufall frambjóðenda vill fara þessa leið, rúm 68 prósent, en öllu færri frambjóðendur en kjósendur eru henni andvíg, tæp 25 prósent.

Þó meirihluti svarenda sé á því draga ætti úr bílaumferð, í því skyni að sporna gegn svifryksmengun, er ekki hið sama uppi á teningunum þegar kemur að því hvort banna ætti notkun nagladekkja. Meirihluti svarenda er því andvígur, rétt tæplega helmingur, á meðan að ríflega 35 prósent eru á því að banna ætti nagladekkin. 45 prósent frambjóðenda vilja ekki banna nagladekkin en 38 prósent eru á því að það ætti að gera.

54%
kjósenda
vilja flugvöllinn burt

Færri en fleiri eru þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri til framtíðar. Þeir sem eru því fylgjandi telja 28 prósent þátttakenda en 54 prósent eru því andvíg, þar af 40 prósent mjög andvíg. Heldur fleiri frambjóðendur en kjósendur vilja sjá flugvöllinn fara, tæp 46 prósent þeirra eru mjög áfram um það og 15 prósent frekar fylgjandi því. Rúm 19 prósent frambjóðenda eru hins vegar á því að Vatnsmýri ætti að vera framtíðar staðsetning flugvallarins og 5,5 prósent hallast frekar í þá átt.

Ekki samhljómur um hvar á að byggja

Athyglisvert er að lítið ber á milli í afstöðu þátttakenda í kosningaprófinu þegar kemur að því hvort byggja eigi upp í nýjum hverfum fremur en að þétta byggð. 42 prósent svarenda eru ósammála því að leggja ætti áherslu á að byggja upp í nýjum hverfum en á meðan að 43 prósent eru sammála því. Sú afstaða fer hins vegar ekki saman við vilja frambjóðenda. Tæplega 42 prósent þeirra eru mjög ósammála því að byggja eigi upp í nýjum hverfum fremur en að þétta byggðina og tæp 20 prósent til viðbóðar eru því frekar ósammála, alls tæplega 62 prósent. Tæplega 30 prósent frambjóðenda eru hins vegar sammála þeirri uppbyggingarstefnu.

43%
kjósenda
vilja byggja í nýjum hverfum
62%
frambjóðenda
vilja ekki byggja í nýjum hverfum

Borgarbúar eru þeirrar skoðunar að fjölga þurfi lóðum til íbúðabygginga verulega, tæplega þrír fjórðu svarenda kosningaprófsins eru þeirrar skoðunar og aðeins rúm 5 prósent eru ósammála því. Enn fleiri frambjóðendur eru á sama máli, tæp 88 prósent. Þá er samhljómur milli þátttakenda í könnuninni og hugmyndar Pírata um skilyrða ætti lóðaúthlutanir á þann hátt að fjórðungi lóða sé úthlutað undir leigu- og búseturéttaríbúðir. Helmingur þátttakanda styður slík skilyrði en tæp 18 prósent eru þeim andvíg. Ríflega helmingur frambjóðenda styðja þá hugmynd en öllu fleiri frambjóðendur en þátttakendur í könnuninni eru henni andvígir, alls 25 prósent.

Að sama skapi vilja tveir þriðju þátttakenda að framboð félagslegs húsnæðis verði aukið verulega á meðan að aðeins tíu prósent telja ekki þörf á því. Hlutfallið er svipað hjá frambjóðendum, ríflega 10 prósent telja ekki þörf á auknu framboð félagslegs húsnæðis en 83 prósent telja þörf á því.

Fleiri kjósendur en frambjóðendur vilja heimgreiðslur

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda sem tekið hafa prófið vilja að öllum börnum verði tryggð leikskólavist frá 12 mánaða aldri, alls um 80 prósent. Aðeins 7 prósent eru því andvíg. Hlutföllin eru í takt við vilja frambjóðenda sem eru þó enn meira áfram um að börnunum verði tryggð leikskólavist við eins árs aldurinn. Tæplega 70 prósent frambjóðenda eru mjög sammála því og 23 prósent til viðbótar eru því frekar sammála.

Þá vilja þátttakendur að ráðist verði í stórátak í uppbyggingu leik- og grunnskóla í borginni. Um 65 prósent svarenda vilja að það verði gert en aðeins um 6 prósent eru því andvíg. 86 prósent frambjóðenda vilja ráðast í slíkt átak.

Almennt eru kjósendur andvígir því að rekstri leik- og grunnskóla verði útvistað til einkaaðila, alls 63 prósent á meðan 20 prósent eru því fylgjandi. Hutföllin eru svipuð hjá frambjóðendum, heldur fleiri þeirra eru þó andvígir, 65 prósent, og sömuleiðis eru heldur fleiri frambjóðendur fylgjandi útvistun, 23 prósent.

Þá er töluverður stuðningur við þá hugmynd að borgin greiði foreldrum ungra barna fyrir að vera með þau heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til þau fá leikskólavist. Ríflega fjórðungur svarenda er mjög sammála slíkri hugmynd og tæplega þriðjungur er frekar sammála, alls 57 prósent. Tæp 24 prósent eru hins vegar ósammála nálguninni. Þarna fer vilji kjósenda ekki alveg saman við áherslur frambjóðenda. Rúm 40 prósent frambjóðenda vilja ekki fara þessa leið, þar af eru 27 prósent henni mjög andvíg. Ögn lægra hlutfall frambjóðenda vill fara heimgreiðsluleiðina en kjósendur, en þó yfir helmingur, alls um 52 prósent.

50%
kjósenda
vilja gjaldfrjálsan leikskóla

Þegar spurt er um hvort rétt sé að leikskólar yrðu gerðir gjaldfrjálsir svara rétt um helmingur þátttakenda því til að þeir séu því sammála. Á móti er rétt um þriðjungur. Athygli vekur að lægra hlufall kjósenda, eða þátttakenda í kosningaprófinu í það minnsta, eru þessarar skoðunar en frambjóðendur því rúm 55 prósent frambjóðenda telja þetta rétta leið að fara. Rúm 30 prósent frambjóðenda eru því ósammála.

Hins vegar er yfirgnæfandi stuðningur við að hækka tómstundastyrki barna í 75 þúsund krónur að lágmarki, tæplega 70 prósent svarenda eru því sammála og sárafáir ósammála, aðeins rúm 6 prósent. Frambjóðendur eru enda að megninu til á sömu skoðun, og raunar í enn hærra hlutfalli, því 80 prósent þeirra er u á því að hækka styrkinn.

Vilja ekki hallarekstur en ekki heldur hærra útsvar

Fleiri reykvískir kjósendur eru andvígir því að útsvarsprósenta í borginni verði lækkuð en eru því fylgjandi. Í heild eru ríflega 40 prósent því ósammála á meðan að tæplega 25 prósent þeirra sem svarað hafa kosningaprófinu eru því sammála. Fleiri frambjóðendur eru einarðir í andstöðu við að útsvarið verði lækkað en alls eru 55 prósent frambjóðenda því mótfallnir. Fjórðungur frambjóðenda er hins vegar mjög áfram um að það verði gert og 8 prósent til viðbótar eru frekar hlynntir því.

Fleiri en færri vilja að áhersla verði lögð á að reka borgina án halla á kjörtímabilinu en um helmingur þátttakenda eru því sammála, á meðan að um 15 prósent telja það ekki forgangsmál. Frambjóðendur eru á einnig á því að hallarekstur sé ekki málið, 63 prósent segja að reka þurfi borgina án halla en 15 prósent eru því ósammála, rétt eins og þátttakendur í prófinu.

Mjög misjafnt er hvaða skoðun kjósendur hafa á því hvort borgin eigi að eiga fyrirtæki sem eru í samkeppnisrekstri. Tæplega 15 prósent svarenda eru mjög ósammála þeirri fullyrðingu að borgin eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri og 20 prósent eru því frekar ósammála. Að sama skapi eru 22 prósent svarenda á frekar sammála því að borgin losi sig út úr samkeppnisrekstri og 20 prósent eru því mjög sammála. Rúm 18 prósent hafa ekki sérstaka skoðun á málefninu. Frambjóðendur eru harðari í andstöðu sinni við að borgin eigi fyrirtæki í samkeppnisrekstri heldur en kjósendur en 34 prósent þeirra eru mjög sammála því að borgin losi sig út úr slíkum reksti og 25 prósent eru því frekar sammála. Rétt tæpur þriðjungur frambjóðenda er hins vegar ósammála því og telja þá væntanlega að í góðu lagi sé að borgin standi í slíkum rekstri.

Áfram verði stutt við íþróttir og menningu

Þátttakendur vilja þá ekki að meirihluta að dregið verði úr styrkjum borgarinnar til afreksíþrótta en 56 prósent eru því andvíg. Þá vilja kjósendur helfur ekki að dregið verði úr stuðningi við menningarstarfsemi því 77 prósent þátttakenda segjast því mjög ósammála. Frambjóðendur vilja heldur ekki að dregið verði úr stuðningi við íþróttir og menningu. 70 prósent frambjóðenda eru ósammála því þegar kemur að íþróttum og 85 prósent þegar spurt er um menningarstarfsemi.

Því sem næst allir þátttakendur vilja að höfuðáhersla verði lögð á að útrýma kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu, alls 81 prósent. Hins vegar eru þeir færri sem vilja beita jákvæðri mismunun til að jafna stöðu kvenna á við karla. 47 prósent eru því sammála en rúmur fjórðungur þátttakenda vill ekki fara þá leið. Frambjóðendur eru í góðum tengslum við kjósendur þegar kemur að kynbundnum launamun en 89 prósent þeirra vilja að honum verði útrýmt. Hið sama má segja um beitingu jákvæðrar mismununar en 45 prósent frambjóðenda vilja að henni verði beitt á meðan rúmur fjórðungur er því ósammála, þar af 19 prósent frekar ósammála.

Yfir helmingur þátttakenda vilja þá að íbúar fái beina aðkomu að ákvarðanatöku í flestum málum með íbúakosningum en rúmur fjórðungur telur enga þörf á því. Sama hlutfall frambjóðenda telur það þarflaust en tæplega 65 prósent frambjóðenda vilja færa völdin í meira mæli til fólksins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár